Æskan - 01.07.1986, Blaðsíða 22
Þessi sagafjallar um mig
sjálfa og kettlinginn minn, Dep-
il. Hún gerðist sumarið 1984 og
er sönn. Ég skrifa þessa sögu frá
sjónarhóli Depils.
Við Nebbi, bróðir minn, fædd-
umst í lítilli hlöðu á stórum sveita-
bæ. Mamma okkar var hvít með
gráa díla hér og hvar á feldinum.
Við Nebbi vorum alveg eins og
mamma í útliti. Ég hafði ekkert á
móti því að líkjast henni því að hún
var svo góð og falleg. Hún veiddi í
matinn handa okkur og gaf okkur
volga mjólk úr spenunum sínum.
Svo gaf fólkið á bænum okkur líka
mat og mjólk.
Einn daginn fór mamma með
okkur út í fyrsta sinn. Mér fannst
veröldin ákaflega stór og enda
hvergi. Samt var ég ekkert hrædd-
ur, ég vissi að mamma myndi
vernda okkur. Fyrsta fólkið, sem
við höfðum veruleg kynni af, voru
tvær stelpur sem komu oft að heim-
sækja sveitafólkið. Feim fannst við
óskaplega sætir, tóku okkur í fang
sér, struku okkur og kysstu heil-
mikið. Við heyrðum að þær voru
alltaf að tala um að þær langaði til
að eiga okkur. Svo gerðist það einn
daginn að þær tóku okkur og fóru
með okkur í eitthvað sem rann á
fjórum hjólum. Það heitir víst bíll.
Ég var dauðhræddur þegar bíllinn
rann af stað. Það var Nebbi líka því
að hann mjálmaði mikið. Við
ókum Ianga Ieið og undir lok ferð-
arinnar vorum við farnir að kunna
alveg ágætlega við okkur í bílnum.
Nvtt hcimili
Við fórum inn í ókunnugt hús
og vorum látnir í lítið herbergi.
Litlu seinna var okkur boðin fiski-
bolla og mjólk. Svo var komið með
pappakassa og mjúkt teppi látið í
botninn. Einnig var komið með
sand því að einhvers staðar urðum
við að gera þarfir okkar. Ég sakn-
aði mömmu og ég held að Nebbi
hafi gert það líka því að hann var
dálítið niðurdreginn fyrsta daginn
á þessum ókunnuga stað. Um
kvöldið vorum við settir í kassann
og sofnuðum fljótt - enda þreyttir
eftir viðburðaríkan dag.
Við fengum að sofa út næsta
dag. Þá vorum við líka sprækari en
daginn áður. Stelpurnar færðu
okkur mat og við fengum að leika
okkur eins og við vildum. Við
kynntumst öðrum dýrum á bænun’
lítillega en hræddur var ég V1
hundana, Komm og Tutt, þó me'ra
Komm því að hann var s%0
grimmur að sjá. Þá var bara a
halda sig í hæfilegri fjarlægð.
Við Nebbi fengum að fara me
stelpunum hvert sem þær f°rU'
Stundum elti ég þær upp í fjárhuS'
Ég var dálítið smeykur við svír"u
en mér fannst lömbin ósköp sær
langaði mikið til að leika mér V1,
þau. En um leið og ég gaf Þa^ 1
skyn hlupu þau til mömmu sinnar
og störðu óttaslegin á mig.
Einu sinni sem oftar fórum vl
Nebbi út í garð í góðu veðri
glampandi sólskini. Við hlupu,u
fram og aftur um garðinn og lékuUl
okkur. Þá birtist allt í einu strákur
og tók Nebba. Ég vissi ekki fyrr t't
en hann hafði hent honum belU
fyrir ginið á Komm, þessu'u
grimma hundi sem ég sagði ykku
frá. Sem betur fór birtust stelpurnt
ar skyndilega því að mér sýnd,s
Komm ætla að fara að éta Nebb^
hann var nefnilega kominn n11'.
hann í kjaftinn. Aumingja Neb '
skalf og titraði af hræðslu í dágóö
an tíma á eftir. Stelpurnar fbfU
með okkur inn og Nebbi lagði s'?
22