Æskan - 01.07.1986, Blaðsíða 40
Nokkrir íslensku þátttakendanna. Kristinn Vilhjálmsson stórgæslumaður lengst til hægri.
Ljósm.: KH
Að tengjast
Þau koma úr öllum áttum. Ljós
á hörund og dökk; rauðhœrð,
brúnhœrð, Ijóshœrð; grœneygð,
brúneygð, bláeygð; slétt á hár og
hrokkinhærð; ólík að andlits-
falli, líkamsbyggingu og ífasi;
tala mismunandi þjóðtungur -
ýmsar mállýskur. Þannig eru
þau hvert með sínum hœtti.
Annað eiga þau sameiginlegt.
Þau eru ung, glaðleg, hressileg,
hraustleg. Þau hafna öllum
ávanaefnum.
Þau hafa safnast saman við Greifa-
vatn í Sviss, á alþjóðamóti templara.
Til að syngja saman, ræða saman,
fræðast saman, una saman. Á ári frið-
arins takast þau í hendur og hylla
bræðralag allra manna. Þau heita því
að leggja sitt af mörkum til að bæta
kjör bágstaddra — létta oki af fólki i
ánauð. Þau lýsa þessu í söng - hik-
andi í fyrstu því að einkennislag móts-
ins er nýtt í eyrum þeirra - síðan
ákveðin, syngja af þrótti og tilfinn-
ingu, túlka boðskap textans af inni-
leik. Þau eru öll djúpt snortin af að
standa þarna saman — ungmenni frá
öllum heimshornum — bundin bönd-
um handa og hjartna.
Komdu hér að hlið mér,
þrýstu hönd mína hlýlega,
láttu þig dreyma með mér drauminn
um bræðralag allra manna
og mundu að við erum heimurinn.
Ein armslengd nemur ekki
einum metra
-þegar tuttugu taka saman
höndum náum við lengra -
en það sem þarf er að
milljónir manna, um allan heim,
tengist tryggðaböndum."
l itthvað fyrir alla
Á mótum ungtemplara og félaga
barnastúkna er ótalmargt að gerast og
allir geta valið sér viðfangsefni við
hæfi. Þátttakendur skipa sér í hópa að
eigin vali : Til að fá leiðsögn í nýjustu
dönsunum - og í þjóðdönsum - ; til
Úr tjaldbúðunum.
að æfa leikræna tjáningu; til að kynn-
ast nýjum leikjum sem leggja áherslu a
félagsanda en láta keppni lönd og leið;
til að fræða hvert annað um siði, háttu
og menningu í heimalöndum sínum-
Alla mótsdagana er gott veður. Sól
skín í heiði og hitinn er um 30 stig-
Þess vegna er oft leikið sér og lært 1
hópum utan dyra, úti á flöt og undir
greinum trjánna. Alls staðar sjást
brosandi andlit, heyrast glaðvær hróp
og köll. Á kvöldin er dansað og
skemmtiatriði flutt. Oft er vakað lengi
því að margt þarf að segja og heyra og
mörgum að kynnást. Það er lygnt og
hlýtt á kvöldin, dimmra en við eigum
að venjast hér, en marglit ljós vísa veg
til tjalda. Þó að seint sé sofnað er árla
risið „úr rekkju" - fljótt og frísklega
— enda er hér auðvitað ekkert haft
um hönd sem deyfir eða daprar eða
hamrar í höfði að morgni.
Fótstignir bátar á ferð
Einn daginn halda mótsgestir til
Zurich-borgar, virða fyrir sér mann-
lífið og markverðar byggingar. f*30
kvöld er siglt á stóru skipi um vatn-
ið sem kennt er við borgina - enn 1
40