Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1986, Blaðsíða 28

Æskan - 01.07.1986, Blaðsíða 28
Frá heimsókn pólska biskupsins í Olsztyn iog samstarfsmanna hans sum- arið 1985. Ingþór er þriðji frá hægri. Afi 300 Það eru ekki öll börn í heimin- um sem líður eins vel og börnum á íslandi. í Afríku deyja þúsund- \ irþeirra úr hungri í hverjum mánuði. Finnst ykkur það ekki ótrúlegt? Víðar í heiminum eru börn semfá að borða en eiga tœpastfötin utan á sig. Þannig er það til dœmis í Póllandi. 77 ára íslendingur, Ingþór Sigurbjörns- \ son, hefur sentpólskum börnum fatnað í rúm fjögur ár. Hann hefur lagt á sig ótrúlega mikla vinnu við að safna fatnaðinum saman, sækja hann á flutningastöðvar þegar hann kemur utan af landi og fara heim til fólks sem vill gefa í söfnunina en hefur ekki aðstöðu til að koma fötun- um til hans, annað hvort heim eða í Templarahöllina, höfuðstöðvar Stór- stúkunnar - en það er einmitt undir merki Stórstúkunnar sem Ingþór send- ir fatnaðinn. Hann hefur verið félagi í stúkunni Framtíðinni í áratugi. Þegar hann hefur svo safnað öllum fatnaðin- um saman flokkar hann fötin — stund- um með hjálp annarra og kemur þeim fyrir í stórum trékössum. Þeir eru látn- ir í gáma sem standa fyrir utan heimili Ingþórs. Síðan eru gámarnir fluttir sjó- leiðs til Póllands. Ingþóri er þetta starf hugsjón. Þegar einhverjir lýsa undrun sinni yfir því að hann skuli nenna að standa í þessu svarar hann að bragði: Bræðralagið Kristur kenndi, kærleiksverkin heiðra ber. Ef þú réttir öðrum hendi ertu að hjálpa sjálfum þér. 300 böm En af hverju Pólland? Ingþór svarar því. „Það er stutt saga í kringum þa(^ íslenskur námsmaður í Skandinavm skrifaði foreldrum sínum, sem e§ þekki, bréf fyrir jólin 1981. Hann sagði frá pólskum unglingum sem satu í kirkjufordyri einu allan messutímann til að vekja athygli á vandræðaástan 1 sem ríkti í Póllandi. Þeir sögðu m-a- frá heimili 300 munaðarlausra barna sem ættu lítið af fötum og væru jda búin undir vetrarkulda. Þessi lýsmg snart þennan unga mann svo mjög a hann sendi foreldrum sínum utanæ skrift þessa heimilis með þeirri ósk a þeir sendu börnunum eitthvað um Jo1' 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.