Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1986, Síða 28

Æskan - 01.07.1986, Síða 28
Frá heimsókn pólska biskupsins í Olsztyn iog samstarfsmanna hans sum- arið 1985. Ingþór er þriðji frá hægri. Afi 300 Það eru ekki öll börn í heimin- um sem líður eins vel og börnum á íslandi. í Afríku deyja þúsund- \ irþeirra úr hungri í hverjum mánuði. Finnst ykkur það ekki ótrúlegt? Víðar í heiminum eru börn semfá að borða en eiga tœpastfötin utan á sig. Þannig er það til dœmis í Póllandi. 77 ára íslendingur, Ingþór Sigurbjörns- \ son, hefur sentpólskum börnum fatnað í rúm fjögur ár. Hann hefur lagt á sig ótrúlega mikla vinnu við að safna fatnaðinum saman, sækja hann á flutningastöðvar þegar hann kemur utan af landi og fara heim til fólks sem vill gefa í söfnunina en hefur ekki aðstöðu til að koma fötun- um til hans, annað hvort heim eða í Templarahöllina, höfuðstöðvar Stór- stúkunnar - en það er einmitt undir merki Stórstúkunnar sem Ingþór send- ir fatnaðinn. Hann hefur verið félagi í stúkunni Framtíðinni í áratugi. Þegar hann hefur svo safnað öllum fatnaðin- um saman flokkar hann fötin — stund- um með hjálp annarra og kemur þeim fyrir í stórum trékössum. Þeir eru látn- ir í gáma sem standa fyrir utan heimili Ingþórs. Síðan eru gámarnir fluttir sjó- leiðs til Póllands. Ingþóri er þetta starf hugsjón. Þegar einhverjir lýsa undrun sinni yfir því að hann skuli nenna að standa í þessu svarar hann að bragði: Bræðralagið Kristur kenndi, kærleiksverkin heiðra ber. Ef þú réttir öðrum hendi ertu að hjálpa sjálfum þér. 300 böm En af hverju Pólland? Ingþór svarar því. „Það er stutt saga í kringum þa(^ íslenskur námsmaður í Skandinavm skrifaði foreldrum sínum, sem e§ þekki, bréf fyrir jólin 1981. Hann sagði frá pólskum unglingum sem satu í kirkjufordyri einu allan messutímann til að vekja athygli á vandræðaástan 1 sem ríkti í Póllandi. Þeir sögðu m-a- frá heimili 300 munaðarlausra barna sem ættu lítið af fötum og væru jda búin undir vetrarkulda. Þessi lýsmg snart þennan unga mann svo mjög a hann sendi foreldrum sínum utanæ skrift þessa heimilis með þeirri ósk a þeir sendu börnunum eitthvað um Jo1' 28

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.