Æskan - 01.07.1986, Side 34
Ævintýraferð til Lúx
Lírukassalcikari
Morguninn eftir vöknuðum við
snemma, fórum niður og fengum okk-
ur góðan morgunverð. Ekki veitti okk-
ur af orkunni því langur dagur var
framundan. Að þessu sinni reyndum
við hinn veitingastaðinn á hótelinu. Er
við höfðum lokið við morgunverðinn
fórum við af stað niður í bæ og hugð-
umst fara í sérstaka búð, sem okkur
hafði verið sagt frá, en villtumst og
keyrðum í nokkra hringi. Alltaf virt-
umst við lenda á einstefnugötum. Við
hlógum mikið og höfðum bara gaman
af þessu óvænta ævintýri; sáum eflaust
meira af Lúxemborg fyrir bragðið. Við
gáfumst upp á því að leita að búðinni
og fórum í aðal-verslunargötuna. Þar
sáum við gamlan lírukassaleikara, al-
veg eins og í ævintýrunum, með liíundi
apa á öxlinni. Hann spilaði á lírukass-
ann og apinn, sem var klæddur í kjól,
gæddi sér á epli. Við horfðum á og
hlustuðum um stund og gáfum þeim
Lírukasaleikarinn hætti að spila stutta stund og stillti sér upp fyrir okkur.
nokkra smápeninga að skilnaði. Þetta
var skemmtileg bæjarferð, enda veðr-
ið með eindæmum gott, sól og blíða.
Eftir hádegið lögðum við af stað í
ferðalag. Ferðinni var heitið til Viand-
en, en þar er frægur kastali frá miðöld-
um. Við ókum í gegnum marga fallega
smábæi og þorp, eins og t.d. Etel-
bryggju og Dýjakirkju. Einnig var þar
mikið um skóglendi og þótti okkur
íslendingunum mikið til þess koma.
Stundum ókum við í margar mínútur í
trjágöngum og sáum aðeins glitta í
himininn annað slagið. Þarna var tölu-
vert um dádýr og við vegina stóðu
skilti þar sem varað var við því að
dýrin hlypu út á veginn.
Ævintýrakastali
Er við nálguðumst Vianden birtist
kastalinn okkur skyndilega þar sem
hann stendur á skógivaxinni hæð og
lítið þorp fyrir neðan. Við gengum
upp nokkuð bratta brekku að kastal-
anum og fórum inn. í einum af sölun-
um eru þrjú líkön af honum. Hið elsta
er síðan 1643 þegar þar var allt í blóma
og húsakostur upp á sitt besta. Annað
líkanið sýnir hvernig kastalinn ^ar
fyrir nokkrum árum eða þegar yfirv0
í Lúxemborg tóku við honum og h°ru
að lagfæra hann og endurnýja. ÞnðJa
líkanið sýnir síðan kastalann eins og
hann er nú eftir miklar viðgerðir og
endurnýjun. Árið 1871 kom franska
skáldið Victor Hugo til Vianden og
dvaldist þar í útlegð. Hann mun Pa
hafa sagt að allur heimurinn ætti etti
að koma til Vianden og skoða kasta^
ann og þorpið. Sú spá hans er óðum a
rætast því að staðurinn er afar fjölsót
ur og vinsæll meðal ferðamanna. '1
gengum um kastalann og skoðuðum
sali, kapellu, fjöldamörg herbergn
gömul eldstæði og borðstofu þar senj
var gamalt langborð og stólar asa
fleiri gömlum húsgögnum. Þar var h
mynd af greifa sem þarna hafði fí ■
Við gengum upp gamla stiga sem o
ur virtust að hruni komnir, skoðuðu
hesthúsin og vínkjallarann. I storu
sal hafði dúfa komið sér fyrif ufP'
undir þaki. Hún hafði þó ekki mikiu
frið fyrir ferðamönnum en lét sér a^
um þá finnast. Á kastalanum voru ^
sjálfsögðu turnar, eins og á öllum 1
vöru kastölum, og fjöldi útskota 0
svala þar sem hafa eflaust verið var
Hér sést kastalinn í
Vianden gnæfa yfir
litla þorpið.