Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1986, Blaðsíða 13

Æskan - 01.07.1986, Blaðsíða 13
mur í heiminn Fæða úti í skógi er misjafnt eftir menningar- Svæðum í hvaða stellingu kona fæðir ^arn sitt. Meðal frumstæðra þjóða er algengt að hún fæði annað hvort stand- andi, og jafnvel haldi sér í trjágrein úti 1 skógi á meðan, eða sitji á hækjum Ser- Þar eru engar ljósmæður og konan njálpar sér sjálf. Önnur aðferð við að feða barn er þegar konan situr í kjöltu annars manns, t.d. mannsins síns eða sterkrar yfirsetukonu. Þessi aðferð var kunn á Norðurlöndum hér áður. Fyrr a h'mum fæddu margar konur í sér- stökum legustól en hann var ekki kegilegur og lagðist af. Algengasta feðingastellingin í Evrópu nú á tímum er að konan liggur á bakinu og rís upp hálfs þegar fæðingahríðirnar koma. annig er það hérlendis. Mjög algengt er að pabbarnir séu við fæðingu barna sinna. Möguleikar banisins Ef þið hafið eignast lítið systkini þá hafið þið eflaust oft og mörgum sinn- Uln velt fyrir ykkur getu þess. Heyrir Það inni í mömmu? Sér það jafnvel og V[ð þegar það er nýfætt o.s.frv.? Hér á eftir getið þið kynnt ykkur nokkrar staðreyndir um ungbörn: Barnið á myndinni er aðeins nokkurra mínútna gamalt. Til að sjá hvað það vegur (hvað það er margar merkur) er það látið á þessa vigt á Fæðingarheimili Reykjavíkur. I móðurkviði Barn þarf hvorki að anda né melta fæðu í móðurkviði eins og fram kom í upphafi þessarar greinar. Líkami móð- urinnar sér um að annast það. Það fær næringu, súrefni og losnar við úrgang í gegnum líkama móður sinnar, auk þess sem líkami hennar veitir því vernd og hlýju. Það getur skynjað hljóð og hreyfingar að takmörkuðu leyti. En þegar barnið er fætt verður það að sjá um sig sjálft, sjúga og kyngja fæðu og losa sig við úrgangs- efni. Heyrrt og hljóðmyndun Börn heyra alveg frá fæðingu og jafnvel fyrr eins og fram kom hér að ofan. Eina hljóðið, sem þau geta myndað fyrstu vikurnar er grátur. Þau fæðast eins og óskrifað blað með ákveðna möguleika til að halda áfram að læra í heiminum. Nokkurra mán- aða geta þau bablað og síðan þróast málið smátt og smátt. Lykt og bragð Nýburar hafa bragðskyn og talið er að þeir hafi lyktarskyn líka vegna þess hve nátengt það er. Sjón Ungbörn geta séð skýrt frá fæðingu. Sjónsvið þeirra er þó mjög þröngt og þau sjá best í 20-25 sm fjarlægð. Hluti sem eru lengra í burtu sjá þau mjög óskýrt. Nýburar hafa mestan áhuga á að horfa á andlit. Sá áhugi er þeim eðlislægur, einnig að þykja gaman að hlusta á mannamál. Fyrstu vikurnar Nýfædd börn skynja sig ekki sem einstaklinga. Til dæmis vita þau ekki að puttarnir, sem þau sjúga, eru þeirra eigin; vitneskjan um það kemur með tímanum. Öll skilningarvitin fimm eru virk frá fæðingu. Það sem barnið vant- ar einkum er reynslan af því að þekkja fólk og umhverfi sitt og safna með því vitneskju um heiminn. Með aukinni reynslu kemur þroskinn; þau verða hæfari til að bjarga sér. Lítil börn hafa mikinn áhuga á öllu í kringum sig. Þau horfa, hlusta, snerta, lykta og finna bragð. Og þegar fram líða stundir geta þau farið að setja hlutina í samhengi og skilja til hvers þeir eru. En það er vissulega ekki hægt að fullyrða ná- kvæmlega um það hvað nýburar skynja og finna þar sem þeir geta ekki sagt frá því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.