Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1986, Síða 10

Æskan - 01.11.1986, Síða 10
Prinsessudrauimirinn - Ertu ánægð með skrif fjölmiðla um þig? „Já, ég er það. Það var aldrei skrif- að neitt neikvætt um mig. Ég held að enska pressan hafi verið miður sín yfir því að finna ekkert til að gagnrýna mig fyrir. Ég er ánægð með hvað ég slapp vel frá öllu slúðri — enda var ekkert hægt að slúðra um mig.“ - Var aldrei erfitt að þurfa að brosa og tala við marga á erlissömum dögum? „Nei, ekki fann ég fyrir því. Maður hefur lært svo vel að umgangast fólk.“ Allíaf í prinsessuleik Hólmfríður hefur átt heima í Garða- bænum frá 3 ára aldri. Afmælisdagur hennar er 3. júní. Talið berst næst að æskuárunum. „Þegar ég var yngri ætlaði ég alltaf að verða annað hvort hárgreiðslu- meistari eða flugfreyja,“ segir hún og bætir við að þetta hafi verið óska- draumur flestra stelpna og sé kannski enn. „Þegar ég var stelpa var ég oft í prinsessuleik,“ heldur Hófí áfram. „Ég klæddi mig í prinsessuföt og varð að notast við pappakórónur. Það má segja að prinsessudraumurinn hafi svo ræst í London í fyrra og þá fékk ég meira að segja alvöru kórónu.“ Þegar Hófí var 15 ára fór hún til Englands í enskuskóla. En tekur fram að hún hafi lítið sem ekkert lært þar. Síðar fór hún í málaskóla í Þýskalandi og þar endurtók víst sama sagan sig; hún lærði lítið. Eftir grunnskólanám fór Hófí í Verslunarskólann og tók þar verslunarpróf tveim árum seinna. Þar næst fór hún í Fósturskólann og eftir að hún lauk námi hefur hún starfað á barnaheimilinu á Vífilsstöðum. „í upphafi fósturnámsins var ég ekki viss um að ég væri á réttri leið en svo þegar á leið jókst áhugi minn og þetta er eitt skemmtilegasta starf sem ég get hugsað mér,“ segir hún. „Það er svo gaman að vinna með börnum því að þau gefa manni svo mikið. Enginn dagur á barnaheimilinu er eins. Það gerist alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi.“ En hvað um launin? Bregður henni ekki við að hverfa frá vel borguðu starfi og fara aftur að lifa af fóstru- launum? Hólmfríður svarar þessari spurningu að bragði. Hún segir að peningarnir séu ekki allt, hún haldi líka áfram að starfa með Módeli ‘79 en þar hefur hún verið félagi í þrjú ár. Hún mun líka njóta góðs af því að hafa verið Ungfrú heimur og mun áreiðanlega fá mörg verkefni þess vegna. Að síðustu spurði ég Hófí hvort hún væri farin að hlakka til jólanna. „Já, það er ég,“ sagði hún. „Des- embermánuður er einmitt skemmti- legasti tíminn á barnaheimilinu þegar allt snýst um jólin. Ég hlakka mikið til að taka þátt í jólaundirbúningnum með „börnunum mínum“.“ Og blaðamaður er ekki heldur í neinum vafa um að börnin hlakka ekki síður til að fá hana aftur til starfa eftir árs fjarveru. Nú hafa þau ekki bara endurheimt hana Hófí sína heldur að auki fengið alvöruprinsessu á dag- heimilið. Þau eiga áreiðanlega eftir að spyrja hana mikið um kórónuna sem þau hafa séð hana með í sjónvarpinu og á myndum í blöðum... Viðtal: Eðvarð Ingólfsson Myndir: Heimir Óskarsson Hólmfríður Karlsdóttir í opnuviölali 10

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.