Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1986, Page 11

Æskan - 01.11.1986, Page 11
Fátækí drengimnn Þessi saga gerðist fyrir mörgum árum. Það var aðfangadagur og snjóaði. Sigga litla var á leið í kirkju og leiddi foreldra sína. Hún hugsaði um jóla- gjafirnar sem biðu í hrúgu undir jóla- trénu heima. Hún sá þær fyrir sér og byrjaði að telja á fingrum sér: Ein frá pabba og mömmu, önnur frá Gunnu ömmu, ein frá Sigurði afa, ein frá... Hún var rifin upp frá hugsunum sínum þegar lítill drengur, sem stóð skammt frá kirkjunni, gaf sig á tal við þau. „Það verða engin jól heima hjá mér,“ sagði strákurinn að fyrra bragði og horfði á þau vondaufum augum. Hann var veiklulegur að sjá og í gömlum, snjáðum fötum. „Af hverju ekki, vinur?“ spurði pabbi vinalega og þau stönsuðu. „Mamma mín er veik og á enga peninga,“ sagði strákurinn með tárin í augunum. „En hvar er pabbi þinn?“ spurði pabbi Siggu. „Eg hef aldrei átt neinn pabba,“ sagði hann. Pabbi Siggu varð vandræðalegur og bað strákinn um að fara heim til mömmu sinnar og vera hjá henni. Síð- an héldu þau áfram göngunni. Sigga var dálítið undrandi yfir þessu sér- kennilega samtali. Henni fannst strák- urinn dónalegur að vera að stöðva þau svona og láta þau vorkenna sér. Hún sneri sér við og sá að hann horfði á eftir þeim. Hún fylltist vanþóknun og leit aftur af honum. Sigga ætlaði að halda áfram að hugsa um jólabögglana en gat það ekki. Strákurinn hafði komið róti á huga hennar. Henni varð hugsað til 500 króna seðils, sem hún átti í vasan- um, og velti fyrir sér hvað strákurinn og mamma hans gætu keypt fyrir hann. Einhver rödd hvíslaði að henni að hún skyldi gefa þeim hann. Sigga bældi þessa rödd þegar í stað niður og sagði við sjálfa sig: „Hann á ekkert í honum. Það er ég sem á hann. Sigurð- ur afi gaf mér hann í gær fyrir að hjálpa sér lítilsháttar.“ Fjölskyldan var nú komin að kirkjudyrunum og þau löbbuðu inn í kirkjuna. Þau settust á sinn gamla góða stað, fjórða bekk. Fljótlega eftir að þau voru sest hófst messan. Sálmar voru sungnir og presturinn flutti predikun. Aldrei þessu vant fylgdist Sigga með henni af mikilli athygli. Presturinn talaði mikið um ná- ungakærleikann. Hann minnti á orð Jesú þegar hann sagði: „Það sem þér gerið einum af mínum minnstu bræðrum gerið þér mér“. Sigga hrökk við. Hafði hún þá verið vond við Jesú þegar hún hugsaði illt til drengsins? Átti hún ekki að gefa honum 500 króna seðilinn, honum sem átti ekkert en hún átti nóg af öllu? Hún hugsaði um þetta það sem eftir var messunnar. Þegar messunni var Iokið hröðuðu Sigga, pabbi og mamma sér heim á leið. Aftur mættu þau drengnum þar sem hann rölti fram og aftur og laut höfði. Hann var greinilegur mjög dap- ur. Það skipti engum togum að Sigga hljóp beint til hans og dró 500 krón- urnar upp úr vasanum. Eitt andartak laust þeirri hugsun niður í huga hennar hvað hún gæti keypt mikið sælgæti fyrir peninginn — en hún bægði þeirri hugsun frá sér og rétti stráknum pen- ingaseðilinn. „Hérna,“ sagði hún. „Þú mátt eiga hann. Færðu mömmu þinni hann.“ Drengurinn horfði undrandi á hana. „Ætlarðu áreiðanlega að gefa mér hann?“ spurði hann og trúði varla sín- um eigin augum.“ „Já, eigðu hann!“ „Þakka þér kærlega fyrir,“ sagði hann hrærður. „Mamma verður svo glöð!“ Þau horfðust í augu eitt andartak en svo sneri Sigga sér við og hljóp til foreldra sinna. „Þetta var fallega gert af þér,“ sögðu bæði mamma og pabbi þegar Sigga kom aftur til þeirra og það gladdi hana ennþá meira að þau skyldu vera henni sammála. „Gleðileg jól!“ kölluðu þau til stráksins áður en hann fór í hvarf. Hann sneri sér við og veifaði. „Gleðileg jól!“ Það sem eftir var heimleiðarinnar var Sigga djúpt hugsi. Hún hugsaði ekki um jólabögglana lengur heldur um brún augu sem voru full af þakk- læti og gleði. Höfundur: Sigrún Erna Geirsdóttir 14 ára, Sævangi 45, Hafnarfirði. 11

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.