Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1986, Page 13

Æskan - 01.11.1986, Page 13
una og lét þau setjast við ofninn 1 stofunni. Á meðan tröllabörnunum var að hlýna urðu þau að segja alla söguna af því hvers vegna þau voru hingað komin. „Við getum víst aldrei farið heim aftur,“ sagði tröllastelpan þegar þau höfðu lokið sögunni °g stór tár ultu niður vangana °g urðu að pollum á gólfinu. „Við skulum sjá til,“ sagði ttiamma og strauk vangann á fröllastelpunni. „Nú haldið þið Jólin með okkur og við skulum láta okkur líða vel. En þú verð- Ur að hætta að skæla því að ann- arsfer alltáflot." Svo fóru pabbi og mamma fram í eldhús til að búa til mat- lnn en börnin urðu eftir inni í stofu. „Jólin, hvað er nú það?“ sPurði tröllastrákurinn. „Auðvitað afmælið hans Jesú,“ sagði Nonni. „Jesús, hvað er nú það?“ sPurði tröllastelpan. Nonni og Sigga litu hvort á annað. Þessi tröllabörn vissu hara ekki neitt. Nú sögðu litlu systkinin tröllabörnunum allt sem þau vissu um Guð, sem er faðir allra barna, og um Jesúm sem vill að við séum góð hvert við annað. Pau sögðu líka söguna af því þegar hann fæddist í Betlehem fyrir næstum tvö þúsund árum og var lagður í jötu í fjárhúsinu af því að mennirnir höfðu ekki rúm til að hýsa hann í húsunum sínum. Tröllabörnin hlustuðu með opinn munninn og fannst þetta ákaflega merkilegt. Pegar mamma kallaði til þeirra að maturinn væri tilbúinn gengu þau fram í borðstofuna. A leiðinni varð Siggu litið á gluggann og aftur rak hún upp skelfingaróp. Pabbi og mamma komu hlaupandi inn til að vita hvað væri nú að. Orðlaus af skelfingu benti Sigga á gluggann. Par voru tvö andlit klesstupp að rúðunni, miklu stærri og miklu ljótari en hin fyrri. „Petta eru pabbi og mamma. Nú eru þau komin til að flengja okkur,“ sagði tröllastrákurinn og byrjaði að skjálfa. En tröllapabbi og trölla- mamma voru ekki reið lengur. Pau höfðu fljótlega séð eftir því að hafa verið svona vond við börnin sín. Þau fóru út í kuld- ann og kölluðu og hrópuðu og þegar þau fengu ekkert svar urðu þau hrædd. Þau héldu að litlu tröllabörnin myndu deyja úr kulda ef þau fyndust ekki strax. Þess vegna skálmuðu tröllahjónin niður fjallið til að leita að litlu, óþekku tröllabörn- unum sínum. Og nú voru þau fundin. Pabbi flýtti sér út og bauð tröllunum inn. Þar urðu fagnað- arfundir og tröllapabbi lofaði að hann skyldi aldrei vera svona vondur við börnin sín aftur. Tröllamamma grét af gleði og mamma varð að ná í stærsta lak- ið sitt til að lána henni sem vasa- klút því að annars hefði teppið í stofunni rennblotnað. „Nú borðið þið með okkur jólamatinn,“ sagði mamma og bætti diskum á borðið. Meðan verið var að borða 13

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.