Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1986, Qupperneq 30

Æskan - 01.11.1986, Qupperneq 30
Pabbalýsing Kæra Æska. Ég hef áður skrifað þér lýsingu á mömmu minni. Núna langar mig til að lýsa pabba mínum dálítið: Pabbi minn er alveg frábær að mínu mati. Hann segir alveg magnaðar skrýtlur. En stundum er hann alveg hræðilega utan við sig. Til dæmis ef maður spyr hann að einhverju þegar hann er að lesa dagblað þá svarar hann spurningunni eftir svona 5 mínútur. Þá er maður oftast búinn að gleyma um hvað maður spurði. Hann er alltaf miklu hressari en mamma. Pabbi minn kann ekki mikið fyrir sér í eldamennsku. Þegar mamma er ekki heima hefur hann oftast skyr. Og út í skyrið setur hann vanilludropa, kakóduft og rúsínur. Okkur Svönu systur finnst hann alveg rosalega klár og gera alveg frábært skyr. Svo er alveg stórkostlegt að horfa á hann borða. Hann hefur t.d. tómatsósu út á skyr, lýsi og aldinmauk út á fisk. Það væri hægt að skrifa heila bók um hann en ætli ég láti þetta ekki gott heita. Snceja. Fleiri skrýtlur Halló, Æskupóstur. Hér sendi ég þér nokkra brandara: „Pabbi, getum við ekki fengið hund um jólin?“ „Nei, ætli við höfum ekki rjúpur eins og venjulega.“ „Þjónn, hafið þér froskalappir?“ „Nei, ég geng alltaf svona.“ Eiginkonan: Alveg er hún mamma furðuleg! Nú heimtar hún að vera brennd þegar dagar hennar eru taldir. Eiginmaðurinn: Hringdu og segðu henni að undirbúa sig. Ég skal fara með eldspýturnar til hennar. Hjördís Guðrún Friðriksdóttir 12 ára. Kæri Æskupóstur. Ég á heima fyrir austan og langaði til að senda ykkur tvær skrýtlur. „Hvaða óskaplegur hávaði er þetta í íbúðinni við hliðina á okkur?“ „Þetta er nú bara hann Hannes, ná- granni okkar, að tala við sjálfan sig.“ „Hann þarf nú líklega ekki að öskra svona ef hann er að tala við sjálfan sig- „Jú, hann heyrir svo ofsalega illa." „Hefurðu heyrt um að fangelsis- stjórinn sé kominn á bak við lás og slá? „Hvað segirðu, maður? Hvernig vildi það til?“ „Hann ætlaði að sýna tengda- mömmu sinni hvernig rafmagnsstóll- inn væri notaður.“ Lárus Páll Erlingsson „Þekkirðu manninn með tréfótinn sem heitir Kalli?“ „Já, en hvað heitir hinn fóturinn?" Óli segir við mömmu sína: „Ég veit af hverju rjómi er dýrari en mjólk?“ „Nú!“ „Já, það er erfiðara fyrir kýrnar að sitja á litlu fernunum.“ Hún hafði tennur eins og boðorðin tíu - allar brotnar! Sendandi: Gulla 13 ára, Gnoðarvogi 30, Rvík. Draumaprinsar Minn draumaprins er mjög dökkur á hörund, dökkhærður og með brun augu. Hann er mjög skemmtilegur, hefur áhuga á tölvum og knattspyrnu. Hann er í áttunda bekk í Seljaskóla í Breiðholti og fyrsti stafurinn í nafm hans er S. Ein úr Breiðholti Kæra Æska. Ég vona að þú birtir þessa lýsingu á prinsinum mínum- Hann er dökkhærður með brún augu- Hann er 11 ára og á heima rétt hja sundlaug. Hann er mjög fyndinn og heitir Ómar. Fríða ÆSKUPÓSTURINN 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.