Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1986, Síða 39

Æskan - 01.11.1986, Síða 39
bannað að fella tré? Við því liggur refsing. Þór vissi þetta vel og reyndi að svara en það tókst ekki. Stórbóndinn hafði tekið tréð og lyfti því nú upp með hægri hendi. — Eftir fimmtíu ár, sagði hann, hefði þetta tré veitt mörgum mönn- um atvinnu, föt og fæði og auk þess gjaldeyri. Þór skildi þetta ekki vel en hann var alveg viss um að hann hefði gert rangt. Hann herti upp hugann og sagði: — Ég veit að þetta var rangt af mér. Ég bið yður afsökunar. Stórbóndinn hóstaði. Það var eins og eitthvað væri í hálsinum á honum. — Þú mátt taka tréð með þér og komdu svo með mér, sagði hann. Þór setti tréð á öxlina og þramm- aði svo á eftir honum. Þeir stefndu heim að höfuðbólinu. Þór varð hálft í hvoru hátíðlegur þegar hann gekk heim hið stóra tún. Þangað hafði hann aldrei komið áður. En hann varð næstum því örvæntingarfullur þegar hann sá að stórbóndinn stefndi beint á aðaldyr hinnar stóru og veglegu byggingar. —Þú getur lagt skíðin þín hérna á meðan við göngum inn, sagði stórbóndinn. Tréð má einnig bíða hérna. Það var svo fínt þegar inn var komið að Þór vissi ekkert hvað hann ætti af sér að gera. Á veggjunum voru stoppaðir elgshausar, svo og málverk svo fögur að hann hafði aldrei séð annað eins. Þarna var hlýtt og bjart. - Við skulum setja okkur litla 39

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.