Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1986, Side 40

Æskan - 01.11.1986, Side 40
JÓLATRÉÐ | stund hérna hjá arninum, sagði stórbóndinn og fór úr þykka frakk- anum sínum. Hann var ekki alveg eins hörkulegur og áður. Þqr settist á stólbrún og velti húfunni sinni milli handanna þar til hún var orðin eins og ólögulegur bolti. — Hvernig líður föður þínum? spurði stórbóndinn allt í einu. - Svona sæmilega, sagði Þór dræmt en svo áttaði hann sig og sagði: Hann er alltaf rúmfastur og læknirinn segir að hann muni þurfa að liggja nokkru lengur. - En móður þinni? — Hún þjáist alltaf af gigtinni, sagði Þór. Stórbóndinn sótti pípuna sína, tróð í hana tóbaki og kveikti svo í henni. Hann sat lengi þegjandi og blés frá sér stórum reykskýjum. - Hlakkarðu til jólanna? spurði hann. Þetta fannst Þór undarleg spurn- ing. Auðvitað hlakka allir til jólanna. — Já, sagði hann. Bara að pabbi og mamma væru orðin frísk og ég hefði ekki stolið jólatrénu. Stórbóndinn ræskti sig. - Og svo hlakkarðu auðvitað til að borða allan góða jólamatinn? hélt stórbóndinn áfram. - Það verður nú víst lítið um hann í þetta skipti, sagði Þór. Við höfum ekki ráð á því. Pabbi hefur ekki getað unnið sér neitt inn um langan tíma. Svo þagði stórbóndinn enn lengi. Þór sat kyrr og horfði inn í arineldinn. Hann óskaði þess nú heitt og innilega að hann hefði ekki fallið fyrir þeirri freistingu að stela jólatrénu. — Þú bíður hérna svolitla stund, sagði stórbóndinn. Ég ætla að skreppa og tala við konuna mína. Hann var ekki lengi í burtu. En Þór leiddist ekki hið minnsta. Hon- um þótti aðeins vænt um að mega vera einn. Hann stalst meira að segja til að ganga ofurlítið um gólf- ið og horfa á málverkin og öll gömlu vopnin sem héngu á veggj- unum. Hann hafði aðeins lesið um slíka hluti en aldrei séð þá áður. Hann hafði heldur ekki dreymt um að hann fengi að koma heim til stórbóndans og sjá allt þetta með eigin augum. — Ágætt, heyrði hann að stór- bóndinn sagði fyrir framan og þeg- ar hann kom inn sagði hann við Þór: — Jæja, þú verður nú að fara að komast heim. Þetta er talsverður spölur svo að ég ætla að láta einn af vinnupiltum mínum flytja þig heim. Blakkur verður ekki lengi með þig. Þór ætlaði varla að trúa sínum eigin eyrum. Gat verið að stór- bóndinn ætlaði að láta aka honum heim? Aka jólatrésþjófi heim til sín? - Þú-þú-sund þakkir, stamaði hann. - Ogþúskalttakajólatréðmeð Norsk jólasaga Hannes J. Magnússon þýddi. þér. Það er betra að þú notir það en það verði ónýtt hér. Við erum búin að fá okkur jólatré. En þú mátt aldrei gera þetta aftur. — Nei, það skal ég aldrei gera, sagði Þór. Ég sé svo mikið eftir því. — Já, flýttu þér nú að komast af stað svo að foreldrar þínir verði ekki hræddir um þig, sagði stór- bóndinn og opnaði útidyrahurðina. Þar stóð Blakkur og hafði verið spenntur fyrir sleðann en í ekils- sætinu sat Árni vinnumaður. Þór rétti stórbóndanum hönd- ina. - Ég þakka fyrir mig, sagði hann hátíðlega. Svo gekk hann hratt niður tröpp- urnar, greip með sér skíðin og jóla- tréð og settist á stóran poka sem lá á sleðanum. — Já, það er satt, sagði stór- bóndinn. Það er ýmislegt smávegis þarna í pokanum sem þú getur gef- ið henni mömmu þinni. Hún sér þa kannski um að skipta því. Áður en Þór hafði gefist tími til að þakka fyrir var Árni vinnumað- ur rokinn af stað. Þór þótti sem hann yrði að veifa til stórbóndans og það var sannar- lega ekki missýning: Hann veifaði á móti. - Aldrei, hvorki fyrr né síðar, hafði komið á heimilið nokkur poki sem hafði svo margt að geyma. Þarna var alls konar matur og gjafir ýmiss konar. Þarna var jólatrésskraut, hnetur, appelsínur og alls konar góðgæti. Þið getið nærri að það varð fögnuður á heimilinu. Er það ekki undarlegt hvernig allt getur snúist til góðs þótt illa líti út? 40

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.