Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1986, Page 52

Æskan - 01.11.1986, Page 52
LIVERPOOL Fá knattspyrnuliö í veröldinni eru jafnþekkt hér á landi og enska stórlið- ið Liverpool. Sjónvarpið hefur fært enska knattspyrnu nær okkur íslend- ingum og meðal þeirra liða sem oftast sjást þar er Liverpool. Félagið var stofnað fyrir 94 árum og þó að okkur virðist það hár aldur er það eitt hið yngsta meðal helstu knatt- spyrnufélaga á Englandi. Á fyrstu áratugunum gekk á með skini og skúrum hjá Liverpool. Frá stofnun og til ársins 1947 sigraði það fimm sinnum í fyrstu deild. Fað var ekki fyrr en Bill Shankley varð fram- kvæmdastjóri félagsins að hagur þess tók að vænkast fyrir alvöru. Árið 1964 varð það Englands-meistari í sjötta sinn og hefur síðan verið meðal fremstu knattspyrnuliða heims. Árið 1964 tóku tvö félög í fyrsta sinn þátt í Evrópukeppni í knattspyrnu. Annað var KR og hitt Liverpool. Þessi tvö lið áttust við. Þá lék lið Liverpool á Laugardalsvelli og vakti gífurlega at- hygli. Og næstu áratugina lék liðið á Evrópumótum í knattspyrnu á hverju ári þar til framkoma enskra áhorfenda leiddi til þess að enskum liðum var bannað að taka þátt í þeim. Margir ágætir knattspyrnumenn hafa leikið með Liverpool í áranna rás. Má þar nefna Kevin Keegan, Ray Clemence markvörð, Phil Thompson, Phil Neal, John Toshack, Emlyn Flug- hes, núverandi framkvæmdastjóra fé- 52

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.