Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1986, Qupperneq 61

Æskan - 01.11.1986, Qupperneq 61
TONLISTARKYNNING Umsjón: Guðrún Jónasdóttir Frcinkie Goes To Holluuiood Hljómsveitina Frankie Goes To Holly- wood skipa þeir Holly Johnson og Paul Rutherford söngvarar, Brian Nash gítarleikari, Mark OToole bassaleikari og Peter Gill trommu- leikari. Hún er frá Liverpool eins og svo margar aðrar og var stofnuð 1982. Hpphaflega átti Frankie ekki að vera hljómsveit heldur nokkurs konar kabarett sem átti að hneyksla fólk svo að um munaði. Það var söngvarinn Holly Johnson sem átti hugmyndina að þessu og bauð félaga sínum Paul Rutherford að vera neð. Páll og Halli voru þungamiðja sýninganna með því að hafa í frammi einhverja ósiðlega tilburði og á bak við þá stóðu þeir Brjánn, Markús og Pétur. í fyrstu komu þeir aðeins fram í •okuðum samkvæmum eða hálflokuð- um og þeim var veitt fremur lítil athygli. Þá gengu þeir á milli hljómplötuút- gefenda með uppptökur af laginu Re- lax og virtist sem enginn nennti að hlusta á þá. Það var ekki fyrr en þeir í Frankie buðust til þess að flytja Relax í breska tónlistarþættinum The Tube að skriður komst á málin. Þar tók plötuútgefandinn Paul Morley þá upp á sína arma en það var hann sem uppgötvaði meðal annars Culture Club og Joy Divison. 1983 kom svo út fyrsta smáskífa Frankie og bar heitið Relax (Afslöpp- un). Hún féll nú ekki alveg í kramið hjá útvarpsþulum í Bretlandi en þeir voru á einu máli um að jafnhörmulegt lag hefði aldrei heyrst áður. En hlust- endur voru ekki á sama máli og lagið þaut beint í fyrsta sæti breska listans. Síðan komu út tvær smáskífur sem vöktu nánast enga athygli. í árslok 1984 kom svo út fyrsta breiðskífa þeirra, Welcome To The Pleasesuredome. Eftir útkomu hennar þurfa líklega fáir að spyrja um fram- haldið. Á þessari plötu er til dæmis lagið Two Tribes (Tveir kynþættir) sem sat í tíu vikur í toppsæti breska listans og The Power Of Love (Máttur ástarinnar) sem naut þó nokkurra vinsælda. Á plötunni Welcome To The Pleasesuredome er líka umdeilda lagið Relax og fleiri önnur góðkunn ' lög. Myndbönd Frankies hafa yfirleitt verið mjög umdeild og voru til dæmis sýningar á laginu Two Tribes víða bannaðar. Að lokum langar mig til að fræða ykkur ögn um það hvernig nafnið Frankie Goes To Hollywood er til- komið. Árið 1960 var leikara frá Liverpool boðið að fara til Hollywood að leika í kvikmynd á móti Marilyn Monroe og þar sem þessi leikari hét Frankie Vaughan fékk hann í bresku blöðunum viðurnefnið Frankie Goes To Hollywood. 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.