Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1986, Blaðsíða 62

Æskan - 01.11.1986, Blaðsíða 62
Endurminning Hólmsteins Helgasonar 94 ára Mér er enn minnisstætt atvik frá samveru okkar Penna míns þó að liðin séu meira en 80 ár síðan það gerðist. Það var komið undir júnílok og farið að líða að fráfærum sem venjulega voru snemma í júlímánuði. Nú var farið að stía sem ávallt var inngangur að fráfærunum og við Penni minn vorum að smala lambánum til stíunar. Við vorum staddir á Háurðinni og á undan okkur hlupu tvær lambær sem við höfðum fundið norðar með fjallinu. Ég vildi komast fyrir þær og beina þeim vestur á bóg- inn svo að ég missti þær ekki austur í fjallið. En þetta tókst mér ekki. Ærnar voru svo fráar á fæti og hlupu ofan í gil sem nær nokkuð upp í fjallið milli urðanna og urðarbalans en austan við gilið náðu klettabeltin í fjallinu lengra niður. Nú hlupu ærnar út í eina þessa hillu og hurfu mér. Og ég treysti mér ekki á eftir þeim því að ég var loft- hræddur í klettunum. En það var alveg eins og Penni skynjaði hugsanir mínar. Hann hljóp þegar á eftir kindunum út á hilluna og kom með þær nokkru austar þar sem ég komst fyrir þær. Þetta fannst mér sýna mikla vitsmuni hjá svo ungu dýri sem lítið var orðið fjárvant. Þetta kvöld var komið seint heim af stekknum sem var í dálitlum hvammi rétt austan við svokölluð Selabjörg. Þaðan var um það bil hálftíma gangur til bæjar eða freklega það en þarna var grösugt og gott fyrir ærnar sem hlupu um stekkinn. Að venju var farið snemma á stekk- inn en mér var lofað að sofa út, var ekki vakinn. Þegar ég kom á ról og fór að hyggja að fjárhundi mínum var hann hvergi sjáanlegur. Mér datt ekk- ert annað í hug um fjarveru hans en hann hefði elt stekkjarfólkið og var hann þó ekki vanur að fara með öðr- um en mér og aðrir en ég kærðu sig lítið um samfylgd hans. En þegar fólk- ið kom heim af stekknum og Penni var ekki með fór að grána gamanið. Það sem mér datt næst í hug voru Frans- menn. Skúta lá á víkinni og nokkrir menn af henni höfðu kvöldið áður ver- ið heima við bæ, réttara sagt við bæjar- lækinn. Þar óx hófblaðka sem Frans- mennirnir rifu upp og átu með góðri lyst að því er virtist. Bærinn í Gunnólfsvík stóð ekki a sjávarbakkanum heldur nokkurn spöl frá sjónum. Svona 5-10 mínútna gangur var frá bænum niður á sjávar- bakka. Vestan til var sjávarbakkinn melur nokkuð hár en lægri austar. Nn hljóp ég niður á melinn en þar frarn- undan lá skútan. Vestan til við þennan melrana fellur smá á til sjávar. Þar tóku fiskiskútur oft neysluvatn og þaö var líka aðalerindi þessarar skútu- Þess vegna lá hún svo innarlega í vík' inni, rétt framundan árósnum. Þa^ sást því vel ofan á þilfar skútunnar af melnum. Og þarna sá ég Penna, vih 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.