Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1987, Síða 24

Æskan - 01.04.1987, Síða 24
Don Johnson Bréf úr Steinsstaðaskóla Hæ, kæra Æska. Ég heiti Berglind og á heima í Lýt- ingsstaðahreppi. Ég ætla að segja ykk- ur lítillega frá skólanum sem ég er í og félagslífinu þar. Hann heitir Steinsstaðaskóli og það eru fimmtíu nemendur í honum. Félagslífið er gott. Diskótek eru haldin við og við og þorrablót og árshátíð eru á hverjum vetri. Mig langar til að koma með hug- mynd í Æskupóstinn. Hvernig væri að þið færuð að vera með ljósmyndasam- keppni? Svo langar mig til að biðja ykkur um að birta veggmynd af Brúsa Springsteen. Að síðustu er hér einn brandari: — Hver hefur eiginlega kennt þér að blóta svona? spurði mamman dótt- ur sína. - Það var jólasveinninn, svaraði sú stutta. - Ha, jólasveinninn?! spurði mamma undrandi. - Já, þegar hann datt um jólatréð í stofunni! Með bestu kveðju, Berglind Hundavinafclag Kæra Æska! Mig langar til að biðja þig um að birta þetta bréf því að ég er mikill hundaaðdáandi. Af þeirri ástæðu hef ég mikinn áhuga á því að stofna hundavinafélag. Þeir sem hafa jafn- mikinn áhuga á því og ég ættu að skrifa mér. Heimilisfang mitt er: Katrín Grétarsdóttir, Tómasarhaga 17, 107 Reykjavík. „Hundavinaklúbburinn Kollý“ Fjölmennum í klúbbinn! Þökk fyrir birtinguna! Katrín Bréf frá Höfn Kæri Æskupóstur! Við ætlum að segja dálítið frá félags- lífinu á Höfn. Að okkar mati er það ekki mjög gott, að minnsta kosti ekki fyrir 6. bekk. Diskótek eru u.þ.b. tvisvar í mánuði. I 7. bekk og ofar er mjög gott félagslíf. Jæja, nóg um það. Að lokum ætlum við að lýsa draumaprinsunum okkar. Annar þeirra heitir Kalli. Hann er 150 sm hár, ljóshærður og góður í íþróttum. Hinn heitir Kiddi, skolhærður, 152 sm á hæð og líka góður í fþróttum. Þeir eru báðir í 6.-A og eru æðislega sætir og skemmtilegir. Þökk fyrir gott blað. Tvœr á Höfn Bréf frá Halla Valla Kæra Æska! Ég er kallaður Halli Valli og á heima í Sandgerði. Ég er að læra að lesa og vil helst leysa sjálfur allar þrautirnar í blaðinu en mamma hjálp- ar mér því að ég er svo fljótfær. Við eigum öll Æskublöð síðan mamma var 9 ára svo að ég hef nóg að lesa þegar ég verð læs. Mamma skrifaði þetta bréf fyrir mig en ég sagði henni til. Vonandi vinn ég í einhverri þrautinni bráðlega. Stóra systir mín hefur stund- um unnið bækur hjá ykkur. Bless, Halli Valli ÆSKUPÓSTURINN Kæra Æska! ^ Bestu þakkir fyrir kynningyna Don Johnson í síðasta blaði. Eg satt að segja orðin langeygð eftir sjá hana. Það vildi svo til að sama og ég fékk Æskuna í hendur var búin að skrifa kynningu á Don sem » ætlaði að senda ykkur. En aU^V!^u birtið þið ekki tvisvar sinnum s° ^ kynninguna! Mér datt því í hug . taka út úr greininni minni þau at sem ekki voru nefnd hjá ykkur ? senda Æskupóstinum. Don Johnson heitir fullu nafni ald Wayne Johnson. Hann fæddist desember 1948 í bænum Flat Cree Galena í Missouri í BandaríkjunU , Hann er 180 sm á hæð með skol11 hár og blá augu. Systkini Dons he' Jamie Skylar, Greg, K.C. og DeanIt sem er hálfsystir hans. n Don lauk stúdentsprófi og fór S1 í leiklistarskóla. Fyrsta hlutver r> sem hann fékk í leikriti, var í Hamin&|j an og augu manna (Fortune ^ Men‘s Eyes). Það var 1968. kvikmyndin sem hann lék í hét TO garður Stebba sæta (The Magic ya.( den of Stanley Sweatheart). Pa fóru hjólin að snúast og M.G.M- myndafyrirtækið bauð honum sa ^ ing. Þegar sá samningur rann ut hann til Los Angeles (Englaborgaf) - þar var hann næstum dáinn úr hung . Síðan fór lukkuhjólið að snuaSt/ni ur. Don fékk hlutverk í kvikmý0 og stuttum þáttaröðum. Árið dun1 1979 kið- honum fyrsta stóra hlutver ir í myndinni, Héðan til eil* bauðst Það var (From here to Eternity). Auk þess að vera leikari er tónlistarmaður. Hann hefur samíð lög með Dickey Betts. 1986 lét gamlan draum rætast og gaf út plótutj, Hjartslátt (Heartbeat). 1984 hann aðalhlutverkið í Miami glæpaþáttunum og varð vinsæll1 nokkru sinni fyrr. Hann er söngv* lagasmiður og leikari og fær tnl hjörtu ungra stelpna til að slá hra Edda Laxdal pon fékk Vice efl -vafi’

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.