Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1988, Blaðsíða 18

Æskan - 01.10.1988, Blaðsíða 18
~|ljý^óOýá^Æskúnnr[ Um það leyti sem blaðið berst ykkur kemur út bók ejtir ÓlaJ M. Jóhannes- son kennara og nejnist Óvænt ævin- týri; heillandi bók og skemmtileg Jyrir alla þá er ævintýrum unna. Ævintýrin eru aj ýmsu tagi og Jrá- sögn■ Ólajs lipur og Jjörleg og rituð á vönduðu máli. Sögur ejtir hann haja birst í barnablöðum og verið Jluttar í hljóðvarpi og sjónvarpi. Bókin er prýdd Jjölda Jallegra mynda ejtir höjundinn. Hér Jer á ejtir hluti ævintýrisins um Jósa og skapstyggu geitina hans. (Æv- intýrið Hvíti Juglinn, sem einnig er í bókinni, birtist í 9. tbl. Æskunnar 1987) Einu sinni var bóndi sem hét fullu nafni Jósafat Abraham Jafetsson en hann var svo heimskur að hann gat ekki munað lengra nafn en Jósi og var því alltaf kallaður Jósi til hinstu stundar. Jósi var einbúi því að hann fann hvergi nógu heimska eiginkonu. Hann hafði samt leitað um alla sveit- ina en heimasæturnar fóru bara að skellihlæja þegar karl stundi upp bónorðinu og gat ekki munað nafnið sitt. - Ég, Jósi, bið um fót yðr. . sagði Jósi venjulega þegar hann bað sér konu í staðinn fyrir að segja: - Ég, Jósafat Abraham Jafetsson, bið um hönd yðar. Og ekki hrifust heimasæturnar af bústaðnum hans Jósa. Hann bjó í óttalegu hreysi sem hélt hvorki vatni né vindum enda músaholur um öll gólf og músagöng um veggi og loft og ekki var bústofninn merkilegur. Jósi átti þrjár rytjulegar hænur sem hann kallaði einfaldlega HÆ eitt!, HAL tvö! og HÆ þrjú. Karl meinti auð- vitað: Fyrsta hæna, önnur hæna og þriðja hæna! En Jósi kunni bara að telja upp að þremur og ruglaðist samt stöðugt á vesalings hænunum. Svo átti karl rauðskjöldótta kussu sem hann kallaði oftast: BÚ! Upp- haflega hafði kýrin heitið Búkolla en það ágæta nafn var alltof langt fyrir litla heilann hans Jósa. En ekki má nú alveg gleyma dýr- gripnum henni Nikkodermiu sem Jósi kallaði reyndar alltaf frú Nik- kodermiu! og féll ekki úr stafur en þetta var eina nafnið sem Jósi mundi fullkomlega. Nikkodermia var heldur skapstygg geit en Jósi hafði slíkt dálæti á henni að hann eyddi bróðurparti dagsins í að snúast í kringum hana og fór þá lengstur tími í að kemba hana þar til hún gljáði eins og flosteppi. Og svo fékk Nikkodermia hið besta viður- væri sem nokkra geit gat dreymt um í þessum heimi: Hafra og bygg eins og hún gat í sig látið og allt þa^ smjör er Jósi náði að strokka ur mjólkinni sem hann píndi úr bólgnu júgri vesalings BÚ. En sjálfur var Jósi eins og gangandi beinagrind al því að hann drakk bara undanrenn- una. Nú haldið þið víst að Nikkodermia hafi kunnað að þakka fyrir allt dekr- ið og góðgætið. Nei, það var nú öðru nær. Þá sjaldan gestir heimsóttu Jósa í hreysið leiddi hann ætíð Nikkoder- miu til borðs. Reyndar sat geitin ekki til borðs heldur stóð hún við borðsendann og stundum flýðu gest- irnir sem fætur toguðu því að Nik' kodermia átti það til að stanga matar- borðið ef Jósi snerist ekki stöðugt i kringum hana, stimamjúkur. En Jósi brosti bara og raulaði: - Kæra frú Nikkodermia, so, so. Hann meinti . . svona, svona. Og ósjaldan lauk borðhaldinu a því að geitin stangaði Jósa út ur borðstofunni. Var nema von að sjald' an kæmu gestir til karls? Annað var uppi á teningnum þegar Jósi mætti vesalings hænunum. brosti hann ekki heldur yggldi sl§ ógurlega og tautaði afundinn: ^ - Sve. . sve. . skam. . skam- Hann meinti: Svei, svei, skamm? skamm! Og stöku sinnum kleip hann Ouœnt œvintýri 18 æskan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.