Æskan - 01.10.1988, Blaðsíða 40
Umsjón: Jens Kr. Quðmundsson
Sykurmolarnir
Kæra Popphólf!
í plötudómi um plötu Sykurmolanna
eru lögin þeirra ýmist kölluð enskum eða
íslenskum nöfnum. Getið þið ekki ákveðið
hvora leiðina þið veljið?
Hrollur Sykurmola-aðdáandi.
Svar:
Sum lög plötunnar „Life is too good“
höfðu áður komið út með íslensku heiti
eða voru kunn frá hljómleikum Sykurmol-
anna með íslensku heiti („Afmæli“, „Tek-
ið í takt og trega“ o.fl.) Önnur eru fyrst
og fremst þekkt með erlendu heiti
(„Deus“ o.fl.). Við höllumst heldur að ís-
lenska heitinu þar sem því verður við
komið.
Madonna
Hæ, hæ, kæra Popphólf!
Það mættu oftar vera veggmyndir og
límmiðar af poppstjörnum í blaðinu,
dagatal með afmælisdögum poppstjarna,
mánaðarlegur vinsældalisti og blað með
poppstjörnumyndum og auglýsingar aftan
á. Viljið þið birta vcggmynd, límmiða og
fróðleiksmola um Madonnu ásamt heimil-
isfangi hcnnar?
Henrý Sverrisson,
Skálanesgötu 5, Vopnafirði.
Svar:
ALskan hefur birt veggmynd af Ma-
donnu, límmiða og nokkrum sinnum
fróðleiksmola, ma.a. póstáritun aðdáenda-
klúbbs hennar oftar en einu sinni. Samt
berast stöðugt óskir um þetta frá nýjum
áskrifendum Æskunnar - og cinnig göml-
um lesendum er hafa nýlega hrifist af Ma-
donnu. Þetta bréf þitt, Henrý, var tekið
úr hópi hliðstæðra bréfa sem í voru sömu
óskir. Því er sjálfsagt að uppfylla þær.
Veronica Madonna Louise Ciccone
Penn fæddist 16. ágúst 1956 (á tímabili var
hún sögð fædd 1957 og síðustu árin er far-
ið að skrá hana fædda 1958. Þes verður
líklega ekki langt að bíða að hún verði
sögð fædd 1959 eða 1960). Fæðingarstað-
urinn var Rochester í Michigan-fylki í
Bandaríkjum N-Ameríku. Madonna
missti móður sína og nöfnu 8 ára. Toni
Sylvio, faðir hennar, tók síðar saman við
þjónustustúlku þeirra og hún gekk þá Ma-
donnu í móður stað.
í æsku var Madonna ætíð kölluð Nonni
litla. Hún var listhneigð en það tók hana
langan tíma að átta sig á því hvað hún
vildi. Hún lagði stund á píanónám, ball-
ett, nútímadans og leiklist. Hún fór
snemma að búa með fimmtugum ballett-
dansara. Síðar var hún með söngva-
smiðnum Steve Bray sem á heiðurinn af
flestum vinsælustu lögum hennar. Með
Steve söng hún í hljómsveitunum Emmy,
The Millioners og Modern Dance. Þá hóf
hún ástarsamband við Dan Gilroy og gekk
í hljómsveit hans, The Breakfast Club.
Því næst tók hún saman við diskó-fröm-
uðinn Patrick Hernandez. Með honum
fluttist hún til Frakklands. Þar lagði Patr-
ick háa fjárhæð undir við að koma Ma-
donnu á framfæri. En án árangurs. Næsta
kærasta hennar, Jellybean, gekk heldur
betur að aðstoða hana á framabrautinni.
Hann var og er enda töluvert þekktari í
poppinu en Patrick. Jellybean samdi fyrir
Madonnu fyrsta „smell“ hennar, „Holi-
day“, 1984. Það lag komst inn á „10 efstu“
(Top ten) margra vestrænna vinsældalista.
í kjölfarið fylgdu lög eins og „Like A
Virgin“, „Into The Groove“ o.fl. sem
náðu efsta sætinu. 1985 giftist Madonna
leikaranum snjalla og fræga, Sean Penn.
Hjónaband þeirra hefur verið stormasamt
því að Sean er frægur ofstopamaður.
Hann hefur ósjaldan lent bak við lás og slá
vegna áfloga. Þess vegna finnst sumum
spaugilegt að Madonna cr opinber stuðn-
ingsmaður Bandarísku friðarhreyfingar-
innar sem berst fyrir afvopnun og gegn
kjarnorkuvopnum. Madonna hefur leikið
í nokkrum kvikmyndum, m.a. með Sean,
og þegar þetta er skrifað er hún fastráðin
sviðsleikari. Þar þykir henni takast vel
upp I leikritinu „Speed The Plough" á
Broadway.
Póstáritun Madonnu er:
Madonna Fan Club, - P.O. Box 1400,
New York, NY 10028, U.S.A.
AC/DC
Kæra Popphólf!
Mig langar til að leiðrétta og auka við
upplýsingum um AC/DC:
Önnur plata hljómsveitarinnar heiur
T.N.T. en ekki I.N.I. 1983 kom út
hljómplata sem heitir „Flick of the
Switch“ og 1985 „Fly on the Wall“.
Smári Jósepsson.
Samantha Fox
Hæ, hæ, Popphólf!
Getið þið birt upplýsingar um Sam-
önthu Fox og þó að ekki væri nema litla
mynd af henni?
Dögg.
Svar:
Það er gott hjá þér að fallbeygja nafn
Samönthu. Allt of margir svíkjast um a*
fallbeygja útlend nöfn. Samantha Fox
vakti fyrst athygli sem ljósmyndafyrirsæta
ómerkilegs bresks slúðurblaðs, „Sun“- Pa
var hún aðeins 16 ára. Foreldrar hennar
voru gagnrýndir af ýmsum fyrir að leym
stelpunni að hálfstriplast á síðum „Sun ■
Samantha sjálf benti á að þetta væri ákjós-
anleg leið fyrir enskar lágstéttarstelpur U
að ná frægð og frama. Frægð sína notaði
Samantha síðan til að ná plötusamning1
sem söngkona þótt hún hefði takmarkaða
sönghæfileika. Upptökumenn hennar hala
síðar upplýst að Samantha sé bæði laglaua
og raddlítil, þeir hafi lagt mikla vinnu í a
„teygja" rödd hennar og laga að laglín-
unni. Sú vinna skilaði þeim árangri að lög
ein og „Touch Me (I Want Your Bodv)^
og „Do Ya Do Ya (Wanna Please Me)
fleyttu Samönthu upp (einkum disko-)
vinsældalista fyrir tvítugsafmæli hennar.
Hún er 21 árs núna og hefur efnast vel a
því að sitja fyrir á ljósmyndum hjá vala-
sömum bandarískum blöðum að undan-
förnu. Póstáritun hennar er:
Samantha Fox, - P.O. Box 159,
Colchester, C02 5RD, England.