Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1988, Blaðsíða 33

Æskan - 01.10.1988, Blaðsíða 33
Valgerður Jónsdóttir og Emilía Borgþórsdóttir var hann raunar á öðru ári og rnan ekki þann tíma. (Flest ykkar vita eflaust að allir Vestmannaeyingar, að heitið gat, fluttust frá Heimaey í janúar 1973 vegna eldgoss. Nokkur hluti bæj- arins fór undir hraun og vikur lagðist yfir allt. Langan tíma tók að hreinsa bæinn og önnur svæði á eynni) Foreldrar hans, sem báðir eru úr Eyjum, höfðu átt heima við Illugagötuna í eitt ár þegar gosið hófst. Húsið var ekki í hraun- stefnu en vikur dundi á því. Peg- ar hreinsun var lokið og fólki var leyft að snúa aftur til eyjarinnar beið fjölskyldan ekki boðanna og hélt þegar heim. - Gísli á tvö systkini, tólf ára bróður og sjö ára systur. Gísli ferðaðist til Austurríkis °g Þýskalands með fjölskyldu sinni í fyrra. Fyrir nokkrum ár- um fór hann til Noregs og Sví- þjóðar en tveir föðurbræður hans eiga heima í Noregi. Á húsbáti í hálfan mánuð Emilía Borgþórsdóttir er fimmtán ára - en tveir dagar voru til afmælis hennar þegar við hana var rætt. „Nei, það verður engin stór- veisla," sagði hún. „Ég býð ef til vill nokkrum vinkonum mínum.“ Emilía er foringi einnar sveitar- innar, ásamt Magnúsi Eggerts- syni 16 ára. Hún hefur verið í skátafélaginu frá 1979 svo að hún er „gamalreynd". Hún hefur far- 'ð til lands á foringjanámskeið, skátamót og í skíðaferðirnar. En þó að mörgu sé að sinna og margt að gerast hjá skátunum hefur hún haft áhuga á ýmsu öðru. Hún æfði um skeið frjálsar íþróttir, handknattleik og knattspyrnu og hefur verið í djassballett. í vetur er ekki slík danskennsla svo að hún tók til við þolleikflmi með músík („eróbikk"). Hún æfði knattspyrnu um tíma í sumar en helming þess var hún í Danmörku hjá fjölskyldu vinar föður hennar og gamals skólafé- laga. Hann á dóttur jafngamla Emilíu og fór vel á með þeim. Emilía varð að tala dönsku því að annað kunni vinkona hennar ekki. Til þess var líka leikurinn gerður. . . Emilía hefur áður verið í út- löndum. Hún fór með fjölskyldu Trmnr sinni til Danmerkur þegar hún var sex ára og 1986 fór hún til Englands. Fjölskylda móður hennar, tuttugu manns, fór sam- an og tók á leigu tvo húsbáta í hálfan mánuð. Dvalist var í bát- unum og siglt um, m.a í nágrenni Birmingham. Síðan var verið í sumarhúsum í viku. Emilía er „gosbarn", eitt af um hundrað börnum sem nú eru í Vestmannaeyjum og fæddust 1973, allvíða um ísland. Hún fæddist í Reykjavík. Aðeins örfáir jafnaldra hennar komu í heiminn í Eyjum; ein stelpa fæddist milli lands og Eyja. Ástæðuna höfum við þegar skýrt: Eldgosið. 95 fermdust í fyrra. Það er fjöl- mennasti árgangurinn þar! Emilía á heima í Bröttugötu 8. Hún á þrjár systur. Tvær eru eldri en hún, 21 og 25 ára og dveljast í Reykjavík, en ein yngri, 13 ára. Hún hefur starfað sem skáti og er nýbyrjuð sem flokks- foringi. Og ekki má gleyma sérstæðu nafni skátasveitar Emilíu. Hún nefnist Gúndarnir. . . Stjórnar floKKi og ungbarnasveit Valgerður Jónsdóttir er 15 ára - fædd á Selfossi á gosárinu - og hefur nógu að sinna sem flokks- foringi og annar tveggja sveitar- foringja sem stýra 30 krökkum í „ungbarnasveit“. í flokknum hennar eru níu 13 ára stelpur sem allar byrjuðu í skátastarfi í haust. Flokkurinn er í sveitinni Litla gula hænan en henni stjórnar Gísli - ásamt Viktori Ragnars- syni. „Jú, það er stundum dálítið erfitt að stjórna þessum hópum,“ segir Valgerður. „En það er mjög gaman.“ Valgerður byrjaði starf innan vébanda skátahreyfingarinnar sex ára og hefur tekið þátt í ýmsum námskeiðum og mótum. - Er tími til nokkurs annars en að sinna lærdómnum (hún er í 9. bekk) og skátastaríi? „Það er auðvitað nóg að gera við það en samt er hægt að bregða sér í Félagsmiðstöðina annað veif- ið. Þar er opið alla daga frá klukkan tvö til hálftólf að kvöldi. Þar er mjög fjölbreytt starf. Um helgar eru böll. - Ég hef líka ver- ið í líkamsrækt en sleppti því í vetur.“ Valgerður á heima að Áshamri 44. Hún á tvær systur, átta og sextán ára. Sú yngri tekur þátt í skátastarfl og sú eldri var skáti. Valgerður segist hafa hug á að læra fatahönnun en eftir sé að vita hvort af því verði. . . Valgerður hefur tvisvar farið til útlanda. 1984 fór hún með fjöl- skyldu sinni og móðursystur sinnar til Hollands og var þar þrjár vikur í sumarhúsi. í sumar fór fjölskyldan til Noregs og dvaldist þar hjá norskri vinkonu mömmu hennar, skammt frá Stafangri. Við óskum viðmælendum okk- ar góðs gengis í skátastarfi sem öðru. Viðtal: Karl Helgason Myndir: Heimir Óskarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.