Æskan - 01.10.1988, Blaðsíða 33
Valgerður Jónsdóttir og Emilía Borgþórsdóttir
var hann raunar á öðru ári og
rnan ekki þann tíma.
(Flest ykkar vita eflaust að allir
Vestmannaeyingar, að heitið gat,
fluttust frá Heimaey í janúar 1973
vegna eldgoss. Nokkur hluti bæj-
arins fór undir hraun og vikur
lagðist yfir allt. Langan tíma tók
að hreinsa bæinn og önnur svæði
á eynni)
Foreldrar hans, sem báðir eru
úr Eyjum, höfðu átt heima við
Illugagötuna í eitt ár þegar gosið
hófst. Húsið var ekki í hraun-
stefnu en vikur dundi á því. Peg-
ar hreinsun var lokið og fólki var
leyft að snúa aftur til eyjarinnar
beið fjölskyldan ekki boðanna og
hélt þegar heim. - Gísli á tvö
systkini, tólf ára bróður og sjö ára
systur.
Gísli ferðaðist til Austurríkis
°g Þýskalands með fjölskyldu
sinni í fyrra. Fyrir nokkrum ár-
um fór hann til Noregs og Sví-
þjóðar en tveir föðurbræður hans
eiga heima í Noregi.
Á húsbáti
í hálfan mánuð
Emilía Borgþórsdóttir er
fimmtán ára - en tveir dagar
voru til afmælis hennar þegar við
hana var rætt.
„Nei, það verður engin stór-
veisla," sagði hún. „Ég býð ef til
vill nokkrum vinkonum mínum.“
Emilía er foringi einnar sveitar-
innar, ásamt Magnúsi Eggerts-
syni 16 ára. Hún hefur verið í
skátafélaginu frá 1979 svo að hún
er „gamalreynd". Hún hefur far-
'ð til lands á foringjanámskeið,
skátamót og í skíðaferðirnar. En
þó að mörgu sé að sinna og margt
að gerast hjá skátunum hefur hún
haft áhuga á ýmsu öðru. Hún
æfði um skeið frjálsar íþróttir,
handknattleik og knattspyrnu og
hefur verið í djassballett. í vetur
er ekki slík danskennsla svo að
hún tók til við þolleikflmi með
músík („eróbikk").
Hún æfði knattspyrnu um tíma
í sumar en helming þess var hún í
Danmörku hjá fjölskyldu vinar
föður hennar og gamals skólafé-
laga. Hann á dóttur jafngamla
Emilíu og fór vel á með þeim.
Emilía varð að tala dönsku því að
annað kunni vinkona hennar
ekki. Til þess var líka leikurinn
gerður. . .
Emilía hefur áður verið í út-
löndum. Hún fór með fjölskyldu
Trmnr
sinni til Danmerkur þegar hún
var sex ára og 1986 fór hún til
Englands. Fjölskylda móður
hennar, tuttugu manns, fór sam-
an og tók á leigu tvo húsbáta í
hálfan mánuð. Dvalist var í bát-
unum og siglt um, m.a í nágrenni
Birmingham. Síðan var verið í
sumarhúsum í viku.
Emilía er „gosbarn", eitt af um
hundrað börnum sem nú eru í
Vestmannaeyjum og fæddust
1973, allvíða um ísland. Hún
fæddist í Reykjavík. Aðeins örfáir
jafnaldra hennar komu í heiminn
í Eyjum; ein stelpa fæddist milli
lands og Eyja. Ástæðuna höfum
við þegar skýrt: Eldgosið. 95
fermdust í fyrra. Það er fjöl-
mennasti árgangurinn þar!
Emilía á heima í Bröttugötu 8.
Hún á þrjár systur. Tvær eru
eldri en hún, 21 og 25 ára og
dveljast í Reykjavík, en ein yngri,
13 ára. Hún hefur starfað sem
skáti og er nýbyrjuð sem flokks-
foringi.
Og ekki má gleyma sérstæðu
nafni skátasveitar Emilíu. Hún
nefnist Gúndarnir. . .
Stjórnar floKKi
og ungbarnasveit
Valgerður Jónsdóttir er 15 ára
- fædd á Selfossi á gosárinu - og
hefur nógu að sinna sem flokks-
foringi og annar tveggja sveitar-
foringja sem stýra 30 krökkum í
„ungbarnasveit“. í flokknum
hennar eru níu 13 ára stelpur sem
allar byrjuðu í skátastarfi í haust.
Flokkurinn er í sveitinni Litla
gula hænan en henni stjórnar
Gísli - ásamt Viktori Ragnars-
syni.
„Jú, það er stundum dálítið
erfitt að stjórna þessum hópum,“
segir Valgerður. „En það er mjög
gaman.“
Valgerður byrjaði starf innan
vébanda skátahreyfingarinnar sex
ára og hefur tekið þátt í ýmsum
námskeiðum og mótum.
- Er tími til nokkurs annars en
að sinna lærdómnum (hún er í 9.
bekk) og skátastaríi?
„Það er auðvitað nóg að gera
við það en samt er hægt að bregða
sér í Félagsmiðstöðina annað veif-
ið. Þar er opið alla daga frá
klukkan tvö til hálftólf að kvöldi.
Þar er mjög fjölbreytt starf. Um
helgar eru böll. - Ég hef líka ver-
ið í líkamsrækt en sleppti því í
vetur.“
Valgerður á heima að Áshamri
44. Hún á tvær systur, átta og
sextán ára. Sú yngri tekur þátt í
skátastarfl og sú eldri var skáti.
Valgerður segist hafa hug á að
læra fatahönnun en eftir sé að
vita hvort af því verði. . .
Valgerður hefur tvisvar farið til
útlanda. 1984 fór hún með fjöl-
skyldu sinni og móðursystur
sinnar til Hollands og var þar
þrjár vikur í sumarhúsi. í sumar
fór fjölskyldan til Noregs og
dvaldist þar hjá norskri vinkonu
mömmu hennar, skammt frá
Stafangri.
Við óskum viðmælendum okk-
ar góðs gengis í skátastarfi sem
öðru.
Viðtal: Karl Helgason
Myndir: Heimir Óskarsson