Æskan - 01.10.1988, Blaðsíða 8
Söngferillinn
hófst í Kvennaskólanum
Stefán Hilmarsson í opnuviðtali
,Kæra Æska. Viltu vera svo góð að taka
viðtal við Stefán Hilmarsson? Hann er
eftirlætissöngvari minn og margra sem
ég þekki. Mig langar m.a. til að vita
hvað hann er gamall. Er hann trúlof-
aður eða giftur? Er hann hættur að
syngja með Sverri Stormskeri? Getið
þið látið veggmynd af honum fylgja
Æskunni?
Ein áhugasöm.“
Þetta hréf er dæmigertfyrir þau sem
okkur hafa borist með óskum um viðtal
við þennan vinsæla söngvara. Nú geta
aðáendur Stefáns sannarlega glaðst
því að hann hefur verið valinn í opnu-
viðtal að þessu sinni.
„Ekkert mál! Ég kem til þín á skrif-
stofuna á eftir,“ svarar söngvarinn þegar
blaðamaður fer þess á leit við hann að fá
spjall sem fyrst. Klukkustund seinna
stendur hann ljóslifandi á teppinu fyrir
framan hann. Penninn er dreginn úr
slíðrum og tekinn fram stafli af blöðum
til að skrifa á. Nú skulu garnirnar raktar
úr söngvaranum.
Prjálslegur og
mannblendinn
Stefán er nýjasta stirnið á himni ís-
lenskrar dægurlagatónlistar. Pað eru
ekki nema þrjú ár síðan söngferill hans
hófst en samt er hann orðinn vel þekkt-
ur. Hann var fulltrúi íslands í Söngva-
keppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem
fram fór í Dyflinni á írlandi í vor og stóð
sig með mikilli prýði. Skær og hljom-
mikil rödd hans náði til milljóna manna 1
Evrópu. Ef einhverjir íslendingar vissu
ekki fyrir þá keppni hver hann var vita
þeir það núna.
Það var ekki úr vegi að hefja viðtalið a
söngvakeppninni í Dyflinni. Hvað hefur
Stefán að segja um þá reynslu sína nu
nokkrum mánuðum seinna?
„Hún var í einu orði sagt mj°S
skemmtileg,“ svarar hann um hæl-
„Þessar þrjár mínútur, sem flutningur
lagsins tók, voru ekki eins lengi að h'ða
og ég átti von á. Ég hugsaði um það extt
að standa mig vel og tók varla eftir sjon-
varpsvélunum. Fyrir keppnina setti da-
lítinn ugg að mér vegna þess að ég fékk
flensu og óttaðist að raddböndin brygð-
ust mér á úrslitastundu. En ég var orð-
inn skárri á keppnisdaginn og róaðist
þegar við höfðum æft lagið nokkrum
sinnum. Þá fyrst fann ég að mér myndi
takast þetta.
Hvað aðra liði söngvakeppninnar
varðar þá var ég óánægður bæði með
hljómburðinn og hljóðblöndunina. Við
íslendingar eigum að vera með okkar
eigin hljóðmann í þessari keppni. írsku
tæknimennirnir voru á aldur við afa
minn og fíngur þeirra stirðir á tökkunum
þegar fyrstu lögin voru flutt (íslendingar
voru fyrstir á svið eins og flestir muna)-
Tæknibúnaðurinn var mjög fullkominn
hvað sjónvarpsmyndgæði snerti, - sa
besti sem völ var á frá Sony-fyrirtækinu,
en hljóðkerfið var því miður ekki eins
gott. Hljómgæðin í aðalkeppninni skipta
miklu máli því að þá heyra margir dom-
nefndarmenn íslenska lagið í fyrsta sinn-
Nefndirnar eru valdar með tveggja eða
þriggja daga fyrirvara og þessi lög erU
-r r'*
> \
Sfc. 1
„Ég bauð henni í bíó og hún þáði það. “ Nú eru þau hjón, Anna Björk og Stefán.
- =