Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1988, Blaðsíða 23

Æskan - 01.10.1988, Blaðsíða 23
Sæl, kæra Æska! Bestu þakkir fyrir gott lesefni. Get- Urðu birt veggmynd af Stefáni Hilm- arssyni? Hér er ein skrítla: Einu sinni voru tveir menn að spjalla saman. - Það er ekki gott með konuna mína, segir annar þeirra. - Nú? - Já, hún vill alltaf hafa hundinn í svefnherberginu og það kemur mikil fýla af honum. - Af hverju opnarðu ekki glugg- ann? - Ertu vitlaus, maður. Heldurðu að ég ætli að hleypa öllum hænsnun- um út? íris Kristinsdóttir, Hamri, Svínavatnshreppi, A-Húnavatnssýslu. ni""1111111"1 Vandamál? Kæra Æska! Ég á við hræðilegt vandamál að stríða. Þannig er að ég er mjög hrif- ’nn af stelpu sem ég þekki vel. Við höfum oft verið góðir vinir en nú Ennst mér að hún líti ekki við mér. Hvað á ég að gera? Á ég að hætta að Vera hrifinn af henni eða halda því áfram? Bestu þakkir fyrir frábært blað. Einn á báðum áttum. Svar: Þessu er nú fljótsvarað. Ef stelp- an lítur ekki við þér bendir allt til þess að hún hafi engan áhuga á þér, a m.k. ekki að sinni. Þú verður sJálfur að gera upp við þig hvort þú heldur áfram að vera hrifinn af henni eða ekki. Ef þið hafið verið iiii"1111 Rafeindavirkjun Langbesta Æska! Mig langar til að spyrja þig um raf- eindanám. 1. Hvar er hægt að læra rafeinda- fræði? 2. Hvað kostar námið? 3. Hvaða grunnmenntun þarf að hafa til þess að mega hefja nám? 4. Hvað þarf maður að vera gam- all? Með bestu þökk. ísleifur Ámaon, Faxatröð 12, Egilsstöðum. Svar: 1. í iðnskólum. 2. Það kostar ekki mikið. Þú þarft ef til vill að greiða lítilsháttar fyrir afnot af efni. 3. Grunnskólapróf. 4. Þú getur hafið námið um leið og þú hefur lokið grunnskóla. Halló, kæri Æskupóstur! Mig langar að lýsa draumaprinsess- unni minni. Hún er um það bil 165 sm á hæð og alveg sjúklega sæt. Hún er með gráblá augu, held ég, og er í 5.-B í Breiðholtsskóla. Ég veit að hún æfir handbolta hjá Víkingi. Besta vin- kona hennar heitir Hanný. Einn að farast úr ást! Dísin mín er 13 ára með blá augu og krullur í hárinu. Hún er æðislega sæt. Ég kynntist henni fyrst í Reið- skólanum. Þessi stelpa á heima á Kirkjubæjarklaustri. Ég vona að hún sé hætt að hugsa um þennan Anton og hugsi bara um mig. Einn dansóður. ""Ósviknir draumaprinsar Draumaprinsinn minn heitir Arnar og verður þrettán ára í mars. Hann er sjúklega sætur; ljósrauðhærður með liðað hár niður á axlir og blá augu. Hann klæðist oft snjóþvegnum bux- um og gulum peysum og er mjög góður í knattspyrnu. Hann er í 6-E í Melaskóla. Stelpa í 6-D, Melaskóla. Ég er á Akureyri og er sjúklega ást- fangin af strák sem á heima hérna. Hann er með svart eða dökkbrúnt hár og brún augu. Hann varð 14 ára í ágúst, er í Gagganum á Akureyri og auðvitað í 7. bekk. Þessi lýsing passar aðeins við einn strák og það eru fjórir stafir í fyrra nafni hans. Ein sem er jafngömul draumaprins- inum. Kæri Æskupóstur! Ég veit ekki hvort ég lifi þetta af því að ég er að deyja úr ást til stráks í 6. bekk í Vopnafjarðarskóla. Hann heitir Gústi. Ein að deyja. Prinsinn minn er skolhærður með blá augu og góður í fótbolta. Hann er nýorðinn 14 ára og æðislega sætur. Hann er nemandi í Hrafnagilsskóla í Eyjafirði. 260875-41. Draumaprinsinn minn heitir Davíð og er lítill, ljóshærður með æðislega blá augu. Hann er í 8.-L í Öldutúns- skóla í Hafnarfirði. Ein úr 7. bekk í Öldó. Kæra Æska! Draumaprinsinn okkar er ljósskol- hærður með gráblá eða grá augu. Hann er meðalhár og vöðvastæltur, alltaf brosandi nema þegar hann er í fýlu en það er sjaldan. Hann er sjúk- lega sætur og skemmtilegur. Hann er „fjórtán bráðum fimmtán. . Seinni hluti nafns hans er VAR og hann á heima á Húsavík. góðir vinir - eins og þú nefnir ~ gcetir þú svo sem prófað að rœða Vlð stelpuna um vináttu ykkar og spurt hana m.a. að því af hverju hún sé hœtt að tala við þig. Ef þú þorir það ekki getum við ekki gefið bér nein ráð. Þú verður þá bara að hingja því að þú fellur ekki í kram- ■á hjá henni sem stendur. *SKANi Draumastúlkan mín er dökkhærð og brúneygð. Hún á heima í Hafnar- firði. Aðaláhugamál hennar eru hand- knattleikur og skíðaferðir. Hún er 12 ára. Ég veit ekki hvort ég lifi árið á enda! Ég þori alls ekki að segja henni að ég elski hana. 2x3. Fegurðardrottningin hans. Draumaprinsinn minn er langur og mjór, dökkhærður og með brún augu. Hann er í 7. bekk, æfir körfu- bolta og er mjög sætur. En því miður vill hann ekkert með mig hafa. Guðbjörg í Grindavík. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.