Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1988, Blaðsíða 32

Æskan - 01.10.1988, Blaðsíða 32
Á förnum vegi í Vestmannaeyj- um hitti Heimir Ijósmyndari Jé- laga í Mtlu hjálparsveitinni“. Þeir voru að æjingum í klifri og sigi. í sveitinni eru 15-17 ára skátar úr Skátajélaginu Faxa. Þeir haja myndað ójormlegt Jé- lag til að undirbúa sigjyrir þátt- töku i hjálparsveitarstarfi og kosið Gísla Sigmarsson Joringja. Og við slógum á þráðinn til að Jorvitnast. . . Gísli, Valgerður Jónsdóttir og Emilía Borgþórsdóttir fræða okk- ur á því að skátastarf í Vest- mannaeyjum hafi verið endur- vakið 1985 eftir að hafa legið að mestu niðri um hríð. En 22. 52 febrúar sl. voru fimmtíu ár liðin frá stofnun Faxa og var þess minnst með veglegu afmælis- haldi. í félaginu eru nú um 150 skátar í fjórum sveitum. Hverri sveit stjórna tveir foringjar og þær skipa flokkar bæði drengja- og kvenskáta. Félagið lagðist í dvala þar sem húsnæði var bág- borið og of fáir fengust til að axla ábyrgð sem foringjar. Nú hefur verið ráðin bót á hvoru tveggja og fjörkippur færst í starfið. Helgina 15.-16. október var haldið flokksforingjanámskeið undir stjórn Páls Zophóníassonar félagsforingja. Þar var m.a. kennt á áttavita og farið upp á nýja hraunið og á Stafsnes til að reyna á kunnáttuna. Viku fyrr tók Faxi þátt í sam- eiginlegu verkefni skáta um allt land: Að safna ál- og plastdósum. Félagar í Eyjum komu höndum yfir 11.000 dósir! Að sjálfsögðu hafa skátar í Faxa farið „upp á land“ á skáta- mót, m.a. á mót við Hafravatn. Undanfarna vetur hefur verið far- ið til skíðaiðkana í Bláfjöllum um eina helgi. Skátafélagið Faxi fær styrk til starfsins frá Vestmannaeyjabæ og félagar aíla fjár með ýmsum hætti. Jólakort og skátaskeyti eru seld og tímaritum dreift um bæ- inn fyrir ýmsa útgefendur. Þeir hafa líka tekið að sér verk, svo sem að endurbæta gamla golfskál- ann; þar voru teppi rifin upp og vinnuparket lagt á. „Litla hjálparsveitin" hefur æft klifur og sig þegar vel hefur viðr- að og tekist hefur að hóa nokkr- um félaganna, sem eru rúmlega 20, saman. Eyþór Þórðarson hjálparsveitarmaður hefur leið- beint þeim. Að undanförnu hefur ekki gefið til æfinga en þá helgi, sem Heimir fór til Eyja, var ljóm- andi gott veður. Félagarnir hafa einnig fengið tilsögn í notkun áttavita og hjálp í viðlögum. Nokkrir þeirra hafa líka tekið þátt í æfingum hjálparsveitarinn- ar - sem „sjúklingar“ eða „slasað fólk“ vel að merkja. . .! Og þá er að heyra hvað Gísli, Valgerður og Emilía hafa að segja frá sjálfum sér. . . SKátastarf og fjarskipti Gísli Sigmarsson er 17 ára og á heima að Illugagötu 38. Hann er foringi í sveitinni Litla gula hæn- an - auk þess að vera í forystu fyrir „Litlu hjálparsveitinni". Hann hefur verið skáti frá því að félagið var endurvakið 1985. Gísli er við nám í Framhalds- Gísli Sigmarsson skólanum í Vestmannaeyjum, 1 grunndeild rafiðnaðar. Aðal- áhugamál hans auk skátastarfsins eru fjarskipti. Hann segir þó að skilyrði séu ekki góð í Vest- mannaeyjum til að ná sambandi við áhugamenn vítt um ísland. Hægt sé að ná um Suðurlands- undirlendið, til Keflavíkur - °S höfuðborgarinnar ef farið er upp á fjöll. Gísli er fæddur og uppalinn i Vestmannaeyjum, er sannur Eyjapeyi og vildi ekki eiga heitna annars staðar. Hann varð þó að láta sér lynda að dveljast með fot' eldrum sínum um skamman tima í Kópavogi á „gosárinu“ 1973. Þa ==æskam
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.