Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1988, Blaðsíða 42

Æskan - 01.10.1988, Blaðsíða 42
Five 5tar Kæra Popphólf! Mig langar í upplýsingar og veggmynd af Five star. íris Rut A. Svar: Blökkumaðurinn Buster Pearon harm- aði það mjög að hann náði aldrei lengra á vettvangi músíkur en að verða lítt þekktur undirlcikari sálarsöngvarans Wilsons Picketts. Buster ákvað snemma að börn sín yrðu það sem hann varð aldrei: Frægar poppstjörnur. Hann og Dolores, eigin- kona hans, miðuðu allt uppeldi barnanna við þetta hlutverk. Börnin voru látin nema dans, söng, hljóðfæraleik o.fl. sem talið var gcta komið að gagni. Bustcr þekkti þá lykilmenn poppvcttvangsins sem þurfti til að koma börnunum á fram- færi. Það var látið til skarar skríða 1983. Fimmstirni var hópurinn kallaður og net- in lögð á sálarpoppmarkaðinn. Tvær fyrstu atrennurnar mistókust en með lag- inu „All Fall Down“ var björninn unninn. Síðustu tvö árin hefur Fimmstirnið verið í hópi vinsælustu hljómsveita Bretlands. Systkinín 5 sem skipa Fimmstirnið eru: Delroy, 18 ára. Hann er með mótorhjóla-, bíla- og knattspyrnudellu. Sem unglings- strákur var hann spéhræddur vegna dans- námsins. Hann hélt að honum yrði strítt á því. Hann taldi dansinn vera frekar við hæfi stelpna en stráka. Hann sér þó ckki eftir dansnáminu núna. Deniece, tvítug. Hún var ncfnd Lísa María að millinafni í höfuðið á dóttur Elv- is Presley. Hún er hrifin af hundum og tclur Morten Harket í A-Ha hafa falleg- ustu augu sem hún hefur séð: í tómstund- unum semur hún lög. Doris, 22ja ára. Michael Jackson er eftir- læti hennar, ásamt köttum. Helsta skcmmtun hennar er að baka. Djöflaterta er að hcnnar sögn sérgreinin. Lorraine, 21. árs. Hún skemmtir sér best fyrir framan sjónvarpið. Hún safnar öllum úrklippum sem hún kemst yfir um Fimmstirnið. Það væri því gustuk cf ein- hver sendi henni þennan pistil! Póstárit- unin er: Five Star, - P.O. Box 641, Ascot, Bcrkhire, SL5 95G, England. Stedman, 24ra ára. Hann hcfur lært karate og er áhugamaður um ljósmyndir og kvikmyndatöku. Hann stcfnir að því að opna dansskóla í framtíðinni. Látúnsbarka- keppnin Kæra Popphólf! Viltu birta alla textana sem voru sungn- ir í Látúnsbarkakeppninni? Dagný Gísladóttir, Meðalfelli, Kjós. Svar: Allir textarnir legðu undir sig of mikið rými í Æskunni til að unnt sé að verða við bón þinni. Ef þig bráðvantar einhvern textann þá getum við lagt þér lið. Jafn- framt bendum við á að suma tcxtana er hægt að finna á plötum, s.s. „Reyndu aft- ur“ á Mannakorna-plötunni „í gegnum tíðina“, „Blindsker" á Das Kapítal-plöt- unni „Lili Marlene" og „Komdu í partí“ á samnefndri plötu Foringjanna. Stormsker og Stefán Kæra Popþhólf! A . ~.ynd með m popp- iafa myndir Veggmynd af Sverri |torí^uskeri og Stefáni Hilmarssyni? Sigrún. Hvernig væri að biria«' afmælisdögum og stjöruume stjarna I WejfflTml af þeim með? Viljið ] Svar: Æskan kemur ekki út í hverjum mán- uði cn hugmyndin er þó vel athugandi. Þakka þér fyrir. Inxs. Springsteen, U2, Idol Kæra Popphólf! Ég væri til í að fá límmiða af Inxs, Bruce Springsteen, U2, Billy Idol, Rick Astiey, Bon Jovi og aðra mynd af Ma- donnu. Ég bið líka um veggmynd af Inxs. Edda. Plötulisti Valgeirs „Stuðmanns" Guðjónssonar Nafn Valgeirs Guðjónssonar kom hæg1 og hljótt fram á sjónarvið poppvettvangs- ins. Sjálfur kom Valgeir þó með nokkrum látum fram á þetta sjónarsvið. SkýringU1 á þessu ósamræmi er sú að Valgcir steig fyrstu alvöru spor sín í poppheiminuiu undir dulnefninu Lars Himelbjerg í leyni' hljómsveitinni Stuðmönnum. Reyndar er varla nægt að tala eða skrifa um alvöru- spor þcgar fjallað er um söngvasmiðinn og túlkandann Valgeir Guðjónsson. Sérstæð kimni og grallaraskapur eru einkennt hans, ásamt góðum lögum, eðlislæg kíinni sem nýtur sín best í stemmningu stundar- innar. Þessir hæfileikar hafa gert Valgeú að ótvíræðum framverði Stuðmanna. Að vísu er Valgeir mistækur lagasmið- ur. Hann virðist á því sviði sem fleiruffl láta ailt flakka án þess að ígrunda hvort lagið, textinn eða brandarinn sé eins og best verður á kosið. Oftast tekst honuffl samt svo vel að hann telst til bestu laga- smiða og skemmtikrafta landsins. Þó að Valgeir sé frægastur fyrir að leiða Stuðmanna-sveitina þá er þátttaka hans t þjóðlagapoppsveitinni, Spilvcrki þjóð- anna, jafnmerkileg. Valgeir var forsprakD beggja þessara hljómsveita um og upp ur miðjum áttunda áratugnum og fram a þann níunda. í Spilverkinu var Valgoir með Sigurði Bjólu og Diddú. í fyrstu var Egill Ólafson líka í hópnum. Þeir Sigurð' ur Bjóla og Egill voru einnig í Stuðmönn- um. Það þótti ekki heppilegt fyrir Spil' verkið að fólk vissi að sömu menn væru 1 sprellsveitinni Stuðmönnum. Þess vegua komu þcir fyrstu árin aðeins fram grífflu' klæddir með Stuðmönnum og brúkuðu dulnefni. Með Valgeiri í Stuðmönnum hefur í anna rás spilað og sungið óhemju fjölu1 fólks, s.s. Þursaflokkurinn í heilu lag1, parið Ragnhildur og Jakob, Steinka Bjarna og Long John Baldry. Á síðustu árum hefur Valgeir lítið sinnt Stuðmönn- um. í staðinn hefur hann einbcitt sér a einkaverkefnum, t.a.m. þátttöku 1 Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1987 (þar sem hann sigraði í undanúrslit- um á Islandi), þátttöku í baráttu lanu' læknisembættis gegn eyðni (þar sem hann söng með Bubba Morthens „Smokkurinn má ekki vera ncitt feimnismál“)ö.s. ftv- Plötulisti 1. „Sumar á Sýrlandi“ með Stuðmönn- um. 1975. **** 2. „Spilverk þjóðanna 1“ með Spilver 1 þjóðanna. 1975. **** 3. „CD nærlífi“ með Spilvcrki þjóðanna- 1976. ** 42 æskah
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.