Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1988, Blaðsíða 36

Æskan - 01.10.1988, Blaðsíða 36
 Kristín Steinsdóttir endursagði Uppfræðingin Núna þegar skólinn er byrjaður er ekki úr vegi að líta á það hvað börnum var kennt í gamla daga. Undir eins og börnin voru orðin nokkurn veginn talandi var farið að kenna þeim vers og bænir, faðir vorið og signinguna, þó að þau skildu ekki neitt í því sem þau voru að læra. Mæðurnar sátu í rökkrinu og prjónuðu og spunnu og þá sátu börnin hjá þeim og þuldu. Allt, sem börnum var kennt, lærðu þau utanbókar. Ekki var þeim almennt kennt að lesa og engir voru barnaskólar. Væri einhver læs á bænum gat farið svo að hann kenndi barni að lesa en það þótti ekki sjálfsagt eins og nú og skólaskylda var engin. ~r Bækur voru fáar nema guðsorðabækur og lærðu menn að lesa á þær. Til þess að geta fermst þurftu börn að læra um helstu atriði trúarinnar, vers og bænir, og geta þulið allt saman á kirkjugólfi. Þá sem langaði til að læra að skrifa fengu oft stafróf hjá prestinum og lærðu að pára eftir því. En þá var það vandamálið með ritföngin. Penna mátti skera úr fjöðrum og voru gæsafjaðrir álitnar bestar en álftafjaðrir næst bestar. Hrafnsfjaðrir voru líka notaðar. Blek var búið til úr sortulyngi og einnig var notað kálfsblóð en það vildi mygla. Erfiðast var að útvega pappír og skrifuðu menn á hvað sem var til að æfa sig, svo sem húðir og hrosskjálka. Pappír og blek var hægt að kaupa í verslunum en fæstir höfðu efni á því. Þeir sem höfðu nógan vilja og löngun til gátu sem sé lært ýmislegt en þeir þurftu líka að hafa fyrir því. Myndum við nenna að hafa svona mikið fyrir því að læra núna? Hvað haldið þið? fÆSKAH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.