Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1988, Side 36

Æskan - 01.10.1988, Side 36
 Kristín Steinsdóttir endursagði Uppfræðingin Núna þegar skólinn er byrjaður er ekki úr vegi að líta á það hvað börnum var kennt í gamla daga. Undir eins og börnin voru orðin nokkurn veginn talandi var farið að kenna þeim vers og bænir, faðir vorið og signinguna, þó að þau skildu ekki neitt í því sem þau voru að læra. Mæðurnar sátu í rökkrinu og prjónuðu og spunnu og þá sátu börnin hjá þeim og þuldu. Allt, sem börnum var kennt, lærðu þau utanbókar. Ekki var þeim almennt kennt að lesa og engir voru barnaskólar. Væri einhver læs á bænum gat farið svo að hann kenndi barni að lesa en það þótti ekki sjálfsagt eins og nú og skólaskylda var engin. ~r Bækur voru fáar nema guðsorðabækur og lærðu menn að lesa á þær. Til þess að geta fermst þurftu börn að læra um helstu atriði trúarinnar, vers og bænir, og geta þulið allt saman á kirkjugólfi. Þá sem langaði til að læra að skrifa fengu oft stafróf hjá prestinum og lærðu að pára eftir því. En þá var það vandamálið með ritföngin. Penna mátti skera úr fjöðrum og voru gæsafjaðrir álitnar bestar en álftafjaðrir næst bestar. Hrafnsfjaðrir voru líka notaðar. Blek var búið til úr sortulyngi og einnig var notað kálfsblóð en það vildi mygla. Erfiðast var að útvega pappír og skrifuðu menn á hvað sem var til að æfa sig, svo sem húðir og hrosskjálka. Pappír og blek var hægt að kaupa í verslunum en fæstir höfðu efni á því. Þeir sem höfðu nógan vilja og löngun til gátu sem sé lært ýmislegt en þeir þurftu líka að hafa fyrir því. Myndum við nenna að hafa svona mikið fyrir því að læra núna? Hvað haldið þið? fÆSKAH

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.