Æskan - 01.10.1988, Blaðsíða 22
! póstaríao ]
■ 1 i i « i ^ ■ i ■ I ^ v
iiMlliilliiilllIÍllÍÍ
vt'V. v , f
|i|ÍlSl||ÍII«lS®|ilfpp
SMílilBIISil
ííiíiiii
Kveðjur í Varmahlíð
Kæra Æska!
Mig langaði til þess að skrifa þér
nokkrar línur í von um þær að verði
birtar. Ég var í 7. og 8. bekk í
Varmahlíðarskóla og hefði gjarnan
viljað vera þar í 9. bekk líka. En ekki
varð við það ráðið því að við flutt-
umst til Dalvíkur og ég mun taka
samræmdu prófrn þar.
Af því að ég sakna gömlu bekkjar-
félaganna í Varmahlíð langar mig til
að senda þeim eftirfarandi kveðju:
Eg sakna ykkar mjög mikið og
vona að ég eigi eftir að hitta ykkur
oft. Svo bið ég að heilsa skólastjóran-
um, honum Páli, og kennurunum
sem kenndu mér.
Með fyrirfram þökk fyrir birting-
una.
Guðrútt Ósk Sigurðardóttir,
Dalvík.
Brestur kjark
Kæri Æskupóstur!
Ég er æðislega ástfangin af strák
sem heitir Maggi. Hann er einu ári
eldri en ég og á heima á Isafirði. Ég
þekki hann lítið sem ekkert en mig
langar mikið til að kynnast honum.
Ég veit símanúmerið hans en brestur
kjark til að hringja. Getur þú hjálpað
mér, kæri Æskupóstur?
Ein að deyja úr ást.
Svar:
Það liggur í augutn uppi að litlar
líkur eru til þess að þú kynnist hon-
um ef þú þorir ekki að tala við
hann. Annað hvort ykkar verður að
hafa frumkvœði að kynnum ykkar.
Við getum þó gefið þér eitt ráð:
Prófaðu að skrifa honum og vittu
hvort hann vill verða pennavinur
þinn! Þetta er líklega auðveldari
aðferð en að tala við hann í síma.
Ef þú veist símanúmerið hans er
auðvelt að komast að heimilisfang-
inu - ef þú veist það ekki nú þegar.
iiiiii'111 Ljóð um Æskuna
Kæra Æska!
Ég sendi þér eftirfarandi ljóð í von
um að þú birtir það.
Æskan mín
er æskan þín.
Og sólin skín
svo bjart til þín.
Magnea Ósk Gylfadóttir,
Hamrabergi 34, Reykjavík.
Kæra Æska!
Ég læt þessa vísu fylgja lausn á get-
rauninni um Bjössa bollu, kappann
knáa!
Hvað er besta blað af öllum?
Það finnst bæði kellingum og köllum.
Hugsa þú nú, gæskan. . .
Auðvitað er það Æskan!
Harpa L. Guðjónsdóttir 9 ára,
Esjuvöllum 22, 300 Akranesi.
iiiii"111 Réttir fyrir austan
Kæra Æska!
Þegar ég skrifa þetta bréf standa
réttirnar yfir. Við höfum réttað í
Vestralandinu, Eystralandinu, Fram-
dalnum, Brók, Kaldárgili, Botnun-
um og í Hvannadal. Ég er búin að
heimta 5 kindur og 10 lömb þegar
þetta er skrifað. Ég skipti við afa
minn á kindum, fékk gimbur undan
góðri rollu og í staðinn fékk hann
gráa sæðisgimbur. Ég átti systur
hennar, hvíta gimbur. Ég gekk 1
Kaldárgili og Framdalnum en var a
hestbaki þegar ég smalaði á Vestra-
landinu. Ég er búin að láta þrjár
gimbrar.
Nú hef ég ekki meira að segja-
Bless, bless.
Þórey Bjamadóttir 10 ára,
Kálfafelli 2, Suðursveit.
iiiiin1 Allt um Bon Jovi
Kæra Æska!
Mig langaði til að senda þér pistil
um eina vinsælustu hljómsveit síð-
ustu ára, Bon Jovi. Hún var stofnuð
árið 1983 af söngvaranum, Jon Bon
Jovi. Fimm menn skipa hljómsveit-
ina og hér á eftir fer lýsing á þeim.
Söngvari: Jon Bon Jovi. Rétt
nafn: Frank Bonjijovi (eftirn. sikil-
eyskt). Hann fæddist 2. mars 1962 á
New Jersey og er með blá augu og
sítt, ljóst hár. Hann er 178 sm á hæð
og vegur 65 kg. Eftirlætishljómsveitir
hans eru Southside Johnny and the
Asburty Jukes og ZZ top. Eftirlætis-
matur hans er McDonalds hamborg-
arar.
Gítarleikari: Richie Sambora. Rétt
nafn: Richard Stephen Sambora.
Hann fæddist 11. júlí 1960, einnig á
New Jersey. Hann er með blá augu
og sítt, dökkt hár. Hann er 186 sm á
hæð. Richie kom síðastur til liðs við
Bon Jovi. Hann á yfir 30 gítara.
Einnig leikur hann á píanó, saxófón
og trompet (en ekki með hljómsveit-
inni).
Hljómborðsleikari: David Bryan-
Hann heitir réttu nafni David Rash-
baum, fæddur 7. febrúar 1962 á Ne'v
Jersey. Hann er með sítt, ljóst hár og
grænblá augu. David er 183 sm a
hæð. Hann breytti nafni sínu eftir að
hljómsveitin sendi frá sér fyrstu plöt'
una því að honum fannst Rashbaum
of þjóðlegt.
Trommuleikari: Tico Torres. Hann
fæddist 7. október 1953 í New York-
Tico er með sítt, brúnt hár og brún
augu. Hann er 170 sm á hæð. Hann
var áður í hljómsveit sem hét Frankie
and the Knockouts.
Bassaleikari: Alec John Such. Hann
fæddist 14. nóvember 1954, einnig 1
New York. Hann er 175 sm á hæð
með stutt dökkt hár og brún augu-
Þegar Bon Jovi léku í New York sem
gestir hljómsveitarinnar ZZ top var
Alec handtekinn fyrir að vera vopn-
aður á sviðinu.
Þetta læt ég gott heita um þá sem
skipa Bon Jovi, eina vinsælustu
hljómsveit heims nú á dögum.
Lilja B. Baldvinsdóttir,
Suðurvangi 10, Hafnarfirði.
22
ÆSKAH