Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1988, Blaðsíða 43

Æskan - 01.10.1988, Blaðsíða 43
“*• »Tvívolí“ mcð Stuðmönnum. 1976. **** »Götuskór“ með Spilverki þjóðanna. 1976. ***** »Sturla“ með Spilverki þjóðanna. 1977. 7; »Á bleikum náttkjólum" með Spilverl bjóðanna og Megasi. 1977. ***** »ísland“ með Spilverki þjóðanna. 1971 ***** Bráðabirgðabúgí" með Spilverki þjóð- anna. 1979. *** 10- »Punktur, punktur, komma, strik“. Músík sem Valgeir samdi við samnefnda kvikmynd, 1981. Flytjendur eru m.a. Mike Pollock úr Utangarðsmönnum, Cliddi fiðla, Þursaflokkurinn, Diddú, Vil- hjáltnur Guðjónsson o.fl. *** 11- „Með allt á hreinu“ með Stuðmönn- Ujn. 1982. **** 12. „Upp og niður“ með Jolla & Kóla. 1^83. Jolli & Kóla eru Valgeir og Sigurður Bjóla. **** 13- „Grái fiðringurinn" með Stuðmönn- um. 1983. *** 14. „Kókostré og hvítir mávar“ með Stuðmönnum. 1984. **** 15- „í góðu geimi" með Stuðmönnum. 1985. *** 16- „Fugl dagsins". Lög Valgeirs við ljóð lóhannesar úr Kötlum í flutningi Val- 8eirs, Diddúar og Ævars Kjartanssonar. 1985. ***** 12- „Strax“ mcð útflutningsdeild Stuð- ^anna. 1987. *** 18- „Á gæsavciðum" með Stuðmönnum. 1987. *** „Hægt og hljótt" með Valgeiri og Höllu Margréti. Vinningslag Valgeirs á ís- landi í söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva. 1987. **** 20. „Vopn og verjur“ með Bubba Morth- ens, Valgciri og Varnöglunum. 1987. *** Tvö síðasttöldu númerin eru ekki al- vöruplötur, heldur stök lög. Þau eru hér nvfnd í plötulista vcgna þess að þau voru í nópi alvinsælustu laga ársin 1987, ásamt nt-a. lagi Valgeirs, „Popplagi í G-dúr“. „Það setur okkur skorður að dveljast langt frá höfuðborginni" - segir Jón Arnarson, gítarleikari sigurhljómsveitar MúsíKtilrauna '88, Jó-Jó frá SKagaströnd „Því miður höfum við ekki getað nýtt okk- ur sem skyldi sigurinn í Músíktilraunum ’88. Það setur okkar ýmsar skorður að eiga heima þetta langt frá höfuðborgarsvæðinu. Svo höf- um við verið óheppnir með dansleiki hérna fyrir norðan. Við höfum verið bókaðir sem hljómsveit en síðan hefur Geirmundur Val- týsson spilað í nálægu samkomuhúsi. Það er vonlaust fyrir okkur að keppa við hann. Við höfum nokkrum sinnum orðið að fella niður dansleiki vegna þessa.“ Það er gítarleikari sveitarinnar Jó-Jó frá Skagaströnd, Jón Arnarson, sem er svona daufur í dálkinn. Hann mætti samt brosa yfir ágætum árangri beggja laga Jó-Jó kvintettsins á safnplötunni „Bongóblíða“. Þau heyrðust oft í poppútvarpsstöðvum í sumar. „Það er rétt,“ segir Jón og kætist. „Mig minnir að annað lagið hafi komist í 4. sæti vinsældalista Rásar 2 og hitt í 13. sætið. Þau komust bæði inn á „10 efstu“ hjá Bylgjunni. Ég man bara ekki nákvæmlega í hvaða sætum þau lentu. Við náum aðeins ríkisútvarpsrás- unum hér fyrir norðan.“ - Á hvernig músík hlusta norðlenskir popparar þegar þeir hvíla sig á Rás 2? „Ég hlusta á alla músík.“ - Líka ítalskar óperur, spunadjass og þýskar sinfóníur? „Nei, ég meina að ég hlusta á popp og svo er ég mikið gefinn fyrir þungt rokk, White- snake og svo framvegis." - Einhverjir hafa áreiðanlega búist við því að þið yrðuð meira á ferðinni fyrir sunnan en raun varð á í sumar. „Það er bara svo dýrt og mikil fyrirhöfn að skjótast suður í rútu með allar „græjur“. Við fengum ekki heldur svo góðar undirtektir hjá gagnrýnendum fyrir sunnan. Þegar við spil- uðum í Duus-húsi fengum við dembu yfir okkur í Morgunblaðinu. Við vorum sagðir vera með sveitalega músík og ættum ekkert erindi suður. Það er auðvitað rétt að við höf- um miðað lagaval okkar og flutning við sveitaböll. En gagnrýnin var ekki uppörv- andi.“ - Hvernig lítur framtíð Jó-Jó út? „Hún er óljós. Við gerum ráð fyrir að eiga eitt lag á safnplötu hjá Steinum hf. fyrir jól. En að öðru leyti gerum við tæplega mikið sem hljómsveit í vetur. Ingimar Oddsson söngvari og Viggó Magnússon bassaleikari eru í Reykjavík í vetur. Við hinir, ég og trymbillinn, Kristján Blöndal, og hinn gít- arleikarinn, Finnur Viggósson, erum hins vegar fyrir norðan,“ segir Jón að lokum og við skiljum mætavel að það eru ekki hin bestu skilyrði fyrir rekstri á hljómsveit að hafa liðsmenn hennar hvern á sínu lands- horninu. *SKANi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.