Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1988, Side 43

Æskan - 01.10.1988, Side 43
“*• »Tvívolí“ mcð Stuðmönnum. 1976. **** »Götuskór“ með Spilverki þjóðanna. 1976. ***** »Sturla“ með Spilverki þjóðanna. 1977. 7; »Á bleikum náttkjólum" með Spilverl bjóðanna og Megasi. 1977. ***** »ísland“ með Spilverki þjóðanna. 1971 ***** Bráðabirgðabúgí" með Spilverki þjóð- anna. 1979. *** 10- »Punktur, punktur, komma, strik“. Músík sem Valgeir samdi við samnefnda kvikmynd, 1981. Flytjendur eru m.a. Mike Pollock úr Utangarðsmönnum, Cliddi fiðla, Þursaflokkurinn, Diddú, Vil- hjáltnur Guðjónsson o.fl. *** 11- „Með allt á hreinu“ með Stuðmönn- Ujn. 1982. **** 12. „Upp og niður“ með Jolla & Kóla. 1^83. Jolli & Kóla eru Valgeir og Sigurður Bjóla. **** 13- „Grái fiðringurinn" með Stuðmönn- um. 1983. *** 14. „Kókostré og hvítir mávar“ með Stuðmönnum. 1984. **** 15- „í góðu geimi" með Stuðmönnum. 1985. *** 16- „Fugl dagsins". Lög Valgeirs við ljóð lóhannesar úr Kötlum í flutningi Val- 8eirs, Diddúar og Ævars Kjartanssonar. 1985. ***** 12- „Strax“ mcð útflutningsdeild Stuð- ^anna. 1987. *** 18- „Á gæsavciðum" með Stuðmönnum. 1987. *** „Hægt og hljótt" með Valgeiri og Höllu Margréti. Vinningslag Valgeirs á ís- landi í söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva. 1987. **** 20. „Vopn og verjur“ með Bubba Morth- ens, Valgciri og Varnöglunum. 1987. *** Tvö síðasttöldu númerin eru ekki al- vöruplötur, heldur stök lög. Þau eru hér nvfnd í plötulista vcgna þess að þau voru í nópi alvinsælustu laga ársin 1987, ásamt nt-a. lagi Valgeirs, „Popplagi í G-dúr“. „Það setur okkur skorður að dveljast langt frá höfuðborginni" - segir Jón Arnarson, gítarleikari sigurhljómsveitar MúsíKtilrauna '88, Jó-Jó frá SKagaströnd „Því miður höfum við ekki getað nýtt okk- ur sem skyldi sigurinn í Músíktilraunum ’88. Það setur okkar ýmsar skorður að eiga heima þetta langt frá höfuðborgarsvæðinu. Svo höf- um við verið óheppnir með dansleiki hérna fyrir norðan. Við höfum verið bókaðir sem hljómsveit en síðan hefur Geirmundur Val- týsson spilað í nálægu samkomuhúsi. Það er vonlaust fyrir okkur að keppa við hann. Við höfum nokkrum sinnum orðið að fella niður dansleiki vegna þessa.“ Það er gítarleikari sveitarinnar Jó-Jó frá Skagaströnd, Jón Arnarson, sem er svona daufur í dálkinn. Hann mætti samt brosa yfir ágætum árangri beggja laga Jó-Jó kvintettsins á safnplötunni „Bongóblíða“. Þau heyrðust oft í poppútvarpsstöðvum í sumar. „Það er rétt,“ segir Jón og kætist. „Mig minnir að annað lagið hafi komist í 4. sæti vinsældalista Rásar 2 og hitt í 13. sætið. Þau komust bæði inn á „10 efstu“ hjá Bylgjunni. Ég man bara ekki nákvæmlega í hvaða sætum þau lentu. Við náum aðeins ríkisútvarpsrás- unum hér fyrir norðan.“ - Á hvernig músík hlusta norðlenskir popparar þegar þeir hvíla sig á Rás 2? „Ég hlusta á alla músík.“ - Líka ítalskar óperur, spunadjass og þýskar sinfóníur? „Nei, ég meina að ég hlusta á popp og svo er ég mikið gefinn fyrir þungt rokk, White- snake og svo framvegis." - Einhverjir hafa áreiðanlega búist við því að þið yrðuð meira á ferðinni fyrir sunnan en raun varð á í sumar. „Það er bara svo dýrt og mikil fyrirhöfn að skjótast suður í rútu með allar „græjur“. Við fengum ekki heldur svo góðar undirtektir hjá gagnrýnendum fyrir sunnan. Þegar við spil- uðum í Duus-húsi fengum við dembu yfir okkur í Morgunblaðinu. Við vorum sagðir vera með sveitalega músík og ættum ekkert erindi suður. Það er auðvitað rétt að við höf- um miðað lagaval okkar og flutning við sveitaböll. En gagnrýnin var ekki uppörv- andi.“ - Hvernig lítur framtíð Jó-Jó út? „Hún er óljós. Við gerum ráð fyrir að eiga eitt lag á safnplötu hjá Steinum hf. fyrir jól. En að öðru leyti gerum við tæplega mikið sem hljómsveit í vetur. Ingimar Oddsson söngvari og Viggó Magnússon bassaleikari eru í Reykjavík í vetur. Við hinir, ég og trymbillinn, Kristján Blöndal, og hinn gít- arleikarinn, Finnur Viggósson, erum hins vegar fyrir norðan,“ segir Jón að lokum og við skiljum mætavel að það eru ekki hin bestu skilyrði fyrir rekstri á hljómsveit að hafa liðsmenn hennar hvern á sínu lands- horninu. *SKANi

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.