Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1988, Blaðsíða 24

Æskan - 01.10.1988, Blaðsíða 24
Klumpadís er dóttir Strumps og Málvís- ar. Pabbi hennar og mamma hittust í skólatöskunni hans Kobba og urðu al- veg ótrúlega ástjangin. Strumpur hafði skriðið út úr Strumpabókinni og Málvís úr málfræðinni. En í öllum bókum eiga heima litlir strákar eða stelpur eða karlar eða kerlingar. . . En jólafríið leið og Kobbi þurfti aftur að fara í skólann. Hann lét Strumpabókina upp á borð og lagaði til í töskunni sinni. „Þvílíkur hrærigrautur“, tautaði hann. „Hvað hefur hlaupið í bæk- urnar?“ Við pabbi húktum úti í horni og földum okkur bak við hamstrabúrið. Já, ég hef víst gleymt að segja ykkur að Kobbi á hamstur sem er bæði fal- legur og skemmtilegur - og feitur. Það er bara skrök að fólk - og ég á líka við dýrafólk - geti ekki verið fal- legt og skemmtilegt þó að það sé feitt. Nema hvað! Pabbi var ekki enn búinn að læra síðasta dálkinn í marg- földunartöflunni og fékk því ekki að fara með bókafólkinu í skólann. Það þótti réttast að hann tæki að sér að sjá um mig þar sem mamma og hitt fólkið hafði svo mikið að gera. En hvað pabbi og mamma voru aumingjaleg þegar þau kvöddust. Maður gat ekki annað en brosað að því og þó var það svo dapurlegt. Kobbi fór svo fram með töskuna og það varð steinhljóð inni. Ég varð hálfhrædd og tók í höndina á pabba. „Vertu kát,“ sagði pabbi og þurrk- aði tárin af nefínu á sér. „Kannski við förum í heimsókn til bræðra minna í Strumpalandi.“ Við héldum nú í gönguferð yfír borðið og börðum að dyrum í Strumpabókinni. Þegar enginn svar- aði gengum við inn. Þarna var skrýtið um að litast. Litlir, montnir karlar, svipaðir pabba, hlupu til og frá. Allir þóttust þeir vera að gera eitthvað óhemju merkilegt. „Hæ, hæ,“ sagði pabbi. „Ég er kominn í heimsókn. Þetta er dóttir mín.“ En karlarnir fórnuðu höndum og héldu sér hver í annan. „Hún má ekki vera hér,“ skræktu þeir. „Við erum hræddir við stelpur. Út, út.“ En nú varð pabbi reiður. „Ég hélt að ég hefði átt hér heima einu sinni,“ sagði hann og gerði sig merkilegan í framan. „En ég hlýt að hafa verið að villast. Ég mundi skammast mín fyrir að þekkja ykkur. Komdu Dís.“ ÆSKAH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.