Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1988, Blaðsíða 14

Æskan - 01.10.1988, Blaðsíða 14
f&tas .Q ’t'Cs w /v-» , _ r. * -O •=- + fl S'-f5C. *r, - rZ ~ <- L - 4- Meiriháttar stejnumót nejnist ný unglingabók ejtir Eðvarð Ingóljsson, höjund metsölubókanna Fimmtán ára áJöstu, Sextán ára í sambúð, Ást- arbréj tilAra og Pottþéttur vinur- svo að nokkrar séu nejndar. Lesendur Æskunnar ættu að kann- ast við Jlestar söguhetjur í þessari nýju bók. Framhaldssagan Stejnu- mót sem birtist í 7. og 9. tölublaði í Jyrra og 1. tbl. á þessu ári var um sömu aðalpersónur. íJáum orðum sagt Jjallar Meirihátt- ar stejnumót um 15 ára strák, Svenna, sem á heima á Akranesi. Hann verður skotinn í tveim stelpum, annarri á Akranesi og hinni í Reykja- vík (Þið munið kannski ejtir Agnesi?). Þegar hann kemst að því að þær haja báðar mikinn áhuga á honum lendir hann í verulegum vanda. Hann á aj- ar erjitt með að gera upp á milli þeirra en veit að ekki verður bæði sleppt og haldið! 5. kajli bókarinnar gerist á loka- skemmtun í skólanum. Hér á ejtir Jer hluti kajlans. Eftir að hafa gengið um dálitla stund og rabbað við nokkra sem léku í leikritinu hans fyrr um kvöldið rekst hann allt i einu á Klöru, stelpu í 8. bekk, sem var með hon- um í ritnefnd skólablaðsins í vetur. Svenni hefur alltaf kunnað vel við hana. Hún er mjög geðug og nokkuð sæt, kannski engin draumadís en allt í lagi með hana. Hún er lágvaxin með ljóst, stutt hár og stór, blá sakleysisleg augu. - Það má kannski bjóða rithöfundinum í dans? spyr hún feimnislega eftir að þau hafa talað stuttlega saman. Hann verður vandræðalegur. Það er langt síðan stelpa hefur boðið honum að dansa. Hann hefur lítið verið að flagga danskunn- áttu sinni á skólaskemmtunum enda engu að flagga. Hann er ekki einu sinni viss um að geta haldið takti. - Hvað segirðu um það? ítrekar hún þegar stendur á svari frá honum. Hún er rjóð í kinnum. o«'ú' nírri Mh efti, n9rri bók eftir • r r> t ’ O o J * Hann er á báðum áttum, langar að segja nei en kann ekki við það. Hann hugsar með sér að hann hafí trúlega engu að tapa, hann geti látist vera lasinn ef hann verður í vand- ræðum með að hrista sig eftir hljómfallinu. - Allt í lagi, segir hann svo ákveðinn. En þú veist að ég dansa sjaldan. Ég kann það varla. Það er betra að nefna það áður en hún sér það. Það hýrnar yfir Klöru. - Hugsaðu ekki um það, segir hún og þrífur í handlegg hans og dregur hann út á gólfið. Allir kunna að dansa, hver á sinn hátt. Ekki verður aftur snúið. Þau eru komin út á gólf. Hljómsveitin leikur fjörug lög, ætlar greinilega að gera sitt til að fólk skemmti sér. Henni hefur gengið vel að fá krakkana til að dansa. Það er orðið þröngt á gólfinu og sviti byrjaður að perla á enni þeirra sem hamast mest. Svenni og Klara spjalla saman á milli laga. Hún er eitthvað svo undurblíð og mjúk í kvöld, virðist komin til að vera hjá honum. Hann er ekki frá því að hann eigi möguleika ef hann prófar sig áfram. Hon- um finnst það liggja í loftinu. Eftir marga hraða dansa róar hljómsveit- in liðið með ljúfu lagi og ljósin eru deyfð. Svenni og Klara horfa vandræðaleg hvort á annað. Nú er annað hvort að dansa rólega saman eða fara af gólfinu. Hann er á báðum áttum - þar til hún kemur upp að honum, leggur hægri hönd sína á öxl hans og tekur um vinstri hönd hans. - Við verðum að reyna, segir hún og er fallega rjóð í vöngum. Þeim gengur vel að halda sama takti. Ljúfir tónar líða um huga hans og hann nýtur sín til fulls. Hann gæti dansað svona til eilífðar. Klara færist nær og nær. Hann verður dálítið ringlaður, veit ekki hvort hún er að reyna við hann eða hvort nálægð hennar er tilviljun. Hvað skal taka til bragðs? Þetta kemur svo flatt upp á hann. Hann veit varla sitt rjúkandi ráð. Hann er ekki alveg viss um að hann vilji vera með henni. Hún hef- ur eiginlega aldrei verið á óskalista hans þó að hún sé sæt og góð stelpa. Svo er það Agnes sem eykur heilabrottn. Ætlar hann að gefa hana upp á bátinn þó að það séu litlar sem engar líkur til þess að þau eigi eftir að byrja saman? Getur hann hugs- að um tvær stelpur í einu? Er það mögu- legt? Það getur verið afdrifaríkt fyrir hann að hrinda Klöru frá sér. Ef til vill missir hann hana fyrir fullt og allt. Hún gæti orðið góð- ur vinur. Hann er viss um það því að hun er slík stelpa. Hvílíkur heimur! Hvílíkt vandamál! Af hverju þarf allt að vera svona flókið? Þau dansa þétt. Hún notar nákvæmlega sama ilmvatn og Eva, systir hans. Hann kemst ekki hjá því að finna það. Alh 1 kringum þau vanga krakkar. Hinir hafa flU" ið af gólfinu. Svenni veit ekki fyrr en hann hefur losað vinstri höndina, stungið henni undir hand- arkrikann á henni og aftur fyrir bak Þar sem hún mætir hægri hönd hans. Svo þrýst- ir hann henni fast að sér. Höfuð hennar nemur við höku hans. Hann finnur nota- lega lykt af sjampói. Hún virðist taka þessari nýju dansaðferð vel; að minnsta kosti streitist hún ekki a móti. Klara! Fyrr mátti nú vera! Af hverju er hún að reyna við hann núna, á síðasta skólaballinu? Hafði hún ekki kjark til þess fyrr? Er þetta bara eitthvað sem allt í einU flaug í kollinn á henni þegar þau hittust áð- an? Varla! Kannski hefur hún verið ánægð með leikritið og það ýtt undir þetta? Hvað a hann að halda? Hugsanir þyrlast um í höfði hans. Svenni lokar augunum bæði til að njota dansins betur og eins til að þurfa ekki að sja kunningjana í kringum sig. Þeir hljóta að spá og spekúlera! Hann finnur að hann er orðinn eins og glóandi hnöttur. Eins gott að það er rökkur í salnum. Svenni varpar öllum frekari heilabroturn frá sér og ákveður að láta slag standa. Hann langar til að kynnast Klöru nánar. Það er áreiðanlega mikið varið í hana. Hann styður fingrum laust undir höku hennar svo að hún líti upp, beygir höfuðið og kyssir hana. Fyrst léttum mömmukossi en svo kyssast þau innilegar. Svenni er undrandi á sjálfum sér. Þetta getur hann þá eftir allt saman! Hann hefuf aldrei áður komist svona nálægt stelpu. Næst leikur hljómsveitin rokklag. Aal1 halda áfram að dansa og brosa hvort til ann- ars. Einhver potar í bakið á Svenna. Hann snýr sér við, sér að það er Eva. Hún glotttr. Það nægir. Hann skilur sneiðina. Hun, stríðnispúkinn, hefur mátt til að láta hann vita af nálægð sinni. Svenni sér að skammt frá dansar Bjösst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.