Æskan - 01.10.1988, Blaðsíða 10
sló á hópinn. Maður fann að það var
ekki endilega verið að vekja athygli á því
að gott lag væri í vændum heldur miklu
frekar hvaða þjóð átti í hlut. Þess vegna
segi ég að það má mikið vera ef við kom-
umst í eitthvert af tíu efstu sætunum á
næstu árum.“
- Hvernig var andrúmsloftið meðal
keppenda?
„Ég hafði reyndar ekki mikið af öðr-
um keppendum en Finnum að segja. Ég
tók þó eftir að margir keppenda voru að
pukra saman, hver hópur í sínu horni.
Mér virtust ýmsir þekktir tónlistarmenn
vera dálítið merkilegir með sig. Þeir voru
sjálfum sér nógir og töldu sig ekkert hafa
að sækja til annarra.“
- Gætirðu hugsað þér að taka aftur
þátt í þessari söngvakeppni?
„Já, vissulega. Ég er orðinn reynsl-
unni ríkari og veit nákvæmlega að hverju
ég geng næst.“
- Hvernig líkar þér að vera orðinn
víðkunnur?
„Mér líkar það ágætlega. Ég gæti mín
á því að einangrast ekki eins og alltaf er
hætta á þegar menn eru orðnir þekktir.
Ég er frjálslegur að eðlisfari og mann-
blendinn. Frægðinni fylgja auðvitað
kostir og gallar en ef maður tekur létt á
henni eru kostirnir fleiri. Maður verður
að læra að lifa með frægðinni, sætta sig
við hana.“
- Gefa krakkar sig oft á tal við þig?
„Já, það er dálítið um það. í sjálfu sér
er það ánægjulegt því að þá fínn ég að ég
höfða til þeirra.“
Talið berst næst að Sverri Stormskeri.
Er hann eins sérkennilegur og hann virð-
ist vera? Hvað segir Stefán, sem kynnst
hefur honum mjög vel, um það?
„Sverrir fer ótroðnar slóðir. Það hefur
ekki farið framhjá neinum,“ svarar Stef-
án og glottir. „Það er ósköp svipað að
kynnast honum og sjá hann í fjölmiðl-
um. Hann er ákaflega sérlundaður og
sérkennilegur maður, hefur óvenjulegar
skoðanir á mönnum og málefnum. Ég
hef átt gott með að umgangast hann því
að ég tek hann eins og hann er. Ég veit
hins vegar að hann fer í taugarnar á
mörgum. Mín skoðun á Sverri er sú að
hann sé tónsnillingur þó að sérkennileg-
ur sé! Hann á ótal lög í handraðanum og
ég er viss um að eiga eftir að njóta vin-
sælda. Hann er ekkert að flýta sér að
gefa þau út. Ég hef sagt oftar en einu
sinni við hann að hann ætti að fara utan
og reyna að koma þessum lögum á fram-
færi við heimsfræga tónlistarmenn. Það
er nú ef til vill ekki auðvelt en það kæmi
mér samt ekki á óvart að Sverrir yrði
einhvern tíma heimsfrægur lagasmiður!“
- Er samstarfi ykkar lokið?
„Já, í bili að minnsta kosti. Það var
ágætt á meðan það var. Hvorugur okkar
er ómissandi hinum. En hver veit hvað
framtíðin ber í skauti sér?“
HandKnattleiKsmaðurinn
Stefán
Stefán Hilmarson er 22ja ára, fæddur
26. júní 1966. Hann sleit barnsskónum í
Reykjavík nema hvað hann átti heima á
Reykjanesi við Djúp í tvö ár. Móðir hans
var kennari þar við héraðsskólann. Stef-
án á fimm hálfsystkini og er elstur. Þeg-
ar hann var átta ára stóð hann frammi
fram að hann hafi „smíðað“ þá Geir
Sveinsson, Júlíus Jónasson og Jakob Sig-
urðsson. Ég er enn með hugann mikið
við handknattleikinn, styð Val heilshug-
ar og fer á flesta landsleiki.“
- Hvaða handknattleiksmönnum hef-
urðu mest dálæti á?
„Það er erfitt að gera upp á mill1
þeirra. Geir Sveinsson er mjög góður og
harður varnar- og línumaður. Þeir Bjarki
og Júlíus eiga líka bjarta framtíð fynr
sér. Svo get ég nefnt Sigga Sveins. Hann
er mjög skemmtilegur leikmaður.“
Eftir að hafa lokið grunnskólaprófi fór
Stefán í Kvennaskólann og lauk stúd-
entsprófi þaðan á þremur og hálfu ari-
Ástæðan fyrir því að hann fór í „kvenna
- skóla var sú að honum leist vel a
íþróttabrautina sem þar var í boði.
„Sumir héldu að
ég væri í
húsmæðraskóia. “
fyrir því að flytjast með mömmu sinni og
stjúpa til Danmerkur eða verða eftir hjá
ömmu sinni í Hlíðunum. Hann valdi
ömmu sína. Hann gat ekki hugsað sér að
fara brott af „klakanum“ eins og hann
orðar það.
Stefán gekk í Hlíðaskóla og lauk þar
skyldunámi. Hann kveðst hafa verið
prúður nemandi og átt marga góða fé-
laga. Hann var mikill íþróttagarpur,
m.a. varð hann íslandsmeistari í knatt-
spyrnu með 5. flokki Vals og þrefaldur
íslandsmeistari í handknattleik með
sama félagi. Þegar hann hafði leikið eitt
ár með 2. flokki handknattleiksliðsins
varð hann að leggja skóna á hilluna
vegna þess að hann var farinn að þjást af
ofnæmi og læknirinn sagði að ekki væri
um neitt annað að ræða en hætta bolta-
leikjum.
„Það var synd að svona skyldi fara,“
segir Stefán. „Ég var í mikilli framför
um þetta leyti og hafði fullan hug á því
að reyna að komast í meistaraflokk þegar
fram liðu stundir. Við höfðum frábæran
sovéskan þjálfara og ég vil halda því
„Við strákarnir vorum 16-17 en stelp'
urnar 150,“ segir Stefán um Kvennaskól-
ann. „Margir kunningjar og ætting)ar
urðu hvumsa þegar ég sagði þeim frá þvl
í hvaða skóla ég væri og vissu hreinleg3
ekki hvaða nám færi þar fram. Sumir
héldu að ég væri í nokkurs- konar hus-
mæðraskóla! Ég kunni alla tíð vel vl(>'
mig í Kvennaskólanum og lét fordoma
alls ekki aftra mér frá því að stunda þar
nám.“
Söngferill Stefáns hófst á Kvenna-
skólaárunum. Þá var hann 19 ára og 1
stjórn nemendafélagsins. Framhalds-
skólarnir í Reykjavík ætluðu að halda
skemmtun í Háskólabíói og þar áttu
skólarnir að koma hver með sitt
skemmtiatriði. Þegar þarna var kom1
sögu var Stefán byrjaður að æfa með bíl-
skúrshljómsveitinni Bjargvætturin Lauf-
ey. Björgvin Ploder, skólafélagi Stefáns
og síðar trommuleikari í SniglabandinUj
kom þeirri hljómsveit saman. í henm
voru tveir trommuleikarar, - en slíkt er
mjög óvenjulegt.
„Nú, en Kvennaskólann vantaði