Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1988, Page 32

Æskan - 01.10.1988, Page 32
Á förnum vegi í Vestmannaeyj- um hitti Heimir Ijósmyndari Jé- laga í Mtlu hjálparsveitinni“. Þeir voru að æjingum í klifri og sigi. í sveitinni eru 15-17 ára skátar úr Skátajélaginu Faxa. Þeir haja myndað ójormlegt Jé- lag til að undirbúa sigjyrir þátt- töku i hjálparsveitarstarfi og kosið Gísla Sigmarsson Joringja. Og við slógum á þráðinn til að Jorvitnast. . . Gísli, Valgerður Jónsdóttir og Emilía Borgþórsdóttir fræða okk- ur á því að skátastarf í Vest- mannaeyjum hafi verið endur- vakið 1985 eftir að hafa legið að mestu niðri um hríð. En 22. 52 febrúar sl. voru fimmtíu ár liðin frá stofnun Faxa og var þess minnst með veglegu afmælis- haldi. í félaginu eru nú um 150 skátar í fjórum sveitum. Hverri sveit stjórna tveir foringjar og þær skipa flokkar bæði drengja- og kvenskáta. Félagið lagðist í dvala þar sem húsnæði var bág- borið og of fáir fengust til að axla ábyrgð sem foringjar. Nú hefur verið ráðin bót á hvoru tveggja og fjörkippur færst í starfið. Helgina 15.-16. október var haldið flokksforingjanámskeið undir stjórn Páls Zophóníassonar félagsforingja. Þar var m.a. kennt á áttavita og farið upp á nýja hraunið og á Stafsnes til að reyna á kunnáttuna. Viku fyrr tók Faxi þátt í sam- eiginlegu verkefni skáta um allt land: Að safna ál- og plastdósum. Félagar í Eyjum komu höndum yfir 11.000 dósir! Að sjálfsögðu hafa skátar í Faxa farið „upp á land“ á skáta- mót, m.a. á mót við Hafravatn. Undanfarna vetur hefur verið far- ið til skíðaiðkana í Bláfjöllum um eina helgi. Skátafélagið Faxi fær styrk til starfsins frá Vestmannaeyjabæ og félagar aíla fjár með ýmsum hætti. Jólakort og skátaskeyti eru seld og tímaritum dreift um bæ- inn fyrir ýmsa útgefendur. Þeir hafa líka tekið að sér verk, svo sem að endurbæta gamla golfskál- ann; þar voru teppi rifin upp og vinnuparket lagt á. „Litla hjálparsveitin" hefur æft klifur og sig þegar vel hefur viðr- að og tekist hefur að hóa nokkr- um félaganna, sem eru rúmlega 20, saman. Eyþór Þórðarson hjálparsveitarmaður hefur leið- beint þeim. Að undanförnu hefur ekki gefið til æfinga en þá helgi, sem Heimir fór til Eyja, var ljóm- andi gott veður. Félagarnir hafa einnig fengið tilsögn í notkun áttavita og hjálp í viðlögum. Nokkrir þeirra hafa líka tekið þátt í æfingum hjálparsveitarinn- ar - sem „sjúklingar“ eða „slasað fólk“ vel að merkja. . .! Og þá er að heyra hvað Gísli, Valgerður og Emilía hafa að segja frá sjálfum sér. . . SKátastarf og fjarskipti Gísli Sigmarsson er 17 ára og á heima að Illugagötu 38. Hann er foringi í sveitinni Litla gula hæn- an - auk þess að vera í forystu fyrir „Litlu hjálparsveitinni". Hann hefur verið skáti frá því að félagið var endurvakið 1985. Gísli er við nám í Framhalds- Gísli Sigmarsson skólanum í Vestmannaeyjum, 1 grunndeild rafiðnaðar. Aðal- áhugamál hans auk skátastarfsins eru fjarskipti. Hann segir þó að skilyrði séu ekki góð í Vest- mannaeyjum til að ná sambandi við áhugamenn vítt um ísland. Hægt sé að ná um Suðurlands- undirlendið, til Keflavíkur - °S höfuðborgarinnar ef farið er upp á fjöll. Gísli er fæddur og uppalinn i Vestmannaeyjum, er sannur Eyjapeyi og vildi ekki eiga heitna annars staðar. Hann varð þó að láta sér lynda að dveljast með fot' eldrum sínum um skamman tima í Kópavogi á „gosárinu“ 1973. Þa ==æskam

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.