Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1988, Page 21

Æskan - 01.12.1988, Page 21
Hvers óskarðu þér helst í jólagjöf? Vilhjálmur Vilhjálmsson 11 ára: Mig langar mest í apaskinnsgalla. Það er nokkurs konar íþróttagalli og er mjög vinsæll meðal krakka. Ég fæ einkum jólapakka frá fjöl- skyldu minni. Nei, ég og vinir mínir skiptumst ekki á gjöfum. Ingibjörg Vilhjálmsdóttir 6 ára: i Ég á mér ekki neina sérstaka óskagjöf í ár. Mér þykir skemmti- legast að fá dót og hefði ekkert á móti því að fá t.d. barbí-hús. Mér þykir lítið varið í að fá föt. Bestu bögglana fæ ég alltaf frá pabba og mömmu. Björgvin Vilhjálmsson 9 ára: Mig langar mest í bækur, helst spennubækur. Ég hef fyrir venju að lesa nýja bók, sem ég fæ í jóla- gjöf, á aðfangadagskvöld. Stærstu gjafirnar sem ég fékk í fyrra voru skrifborð og lítið hljómborð, hvort tveggja frá mömmu og pabba. Ingibjörg Magnúsdóttir 9 ára: Ég vil helst fá einhver spil í lík- ingu við Trivial Pursuit eða Matador. Svo væri líka gaman að fá bækur. Ég ætla að gefa þrem vinkonum mínum gjöf og býst við að þær gefi mér á móti. í fyrra fékk ég 10 jólaböggla. Jökull Steinþórsson 11 ára: Ég vildi gjarnan fá einhver tölvu- leikföng, dót eða bækur. Ég hef brennandi áhuga á öllu sem snert- ir tölvur. Stærsta gjöfin sem ég fékk í fyrra var útvarp með segul- bandi. Þá fékk ég 8-10 pakka. Grétar Örn Sigurðsson 11 ára: Mér finnst skemmtilegast að fá bækur. í mínum huga eru engin jól án bóka. Ég er mest gefinn fyrir spennubækur. Ég fæ yfir- leitt nokkrar bækur í jólagjöf og er fljótur að lesa þær. ÆSKANi

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.