Æskan - 01.12.1988, Page 27
Fötluð börn
Jól
Veðraskipti Lífið
Við skulum tendrajólaljós
og biðja guð um Jrið
handa okkur öllum
sem lijum hér ájörð.
(16.12 1987)
Þegar rignir kemur
leiði í sál mína
ég þrái sól.
EJtir rigningu
koma bjartir dagar
með sól og grasi
sem rigningin hejur
gejið grænan lit.
Þá ueit ég að hún
er líka undur líjsins
og ég uerð glöð.
Ég hugsa
um líjið.
Líjið er eilíjt.
Mennjæðast,
ajtur og ajtur.
Líjið er hringrás.
(30.5 1988)
(14.8 1988)
í fyrravetur vorum við með sérstakan þátt í Æskunni
um fötluð börn. Við töluðum við þau og kynntum að-
stæður þeirra. í þessu blaði tökum við upp þráðinn að
nýju, segjum lítillega frá fötlun 16 ára stúlku, Ásdísar
Jennu Ástráðsdóttur, og birtum ljóð eftir hana en hún
valdi þau sérstaklega fyrir Æskuna. Þó að hún sé ung
að árum hafa áður birst ljóð eftir hana í blöðum og
tímaritum. Hún á eitt ljóð í Ljóðaárbók 1988 sem kom
út hjá Almenna bókafélaginu í vor og það er mikil við-
urkenning fyrir hana sem ljóðskáld. Einnig hafa ljóð
hennar verið lesin í útvarpi og sjónvarpi.
Ásdís Jenna er fædd 10. janúar 1970 á Akureyri.
Hún fæddist 7 vikum fyrir tímann og fékk fyrirbura-
gulu sem olli sköddun í miðtaugakerfí. Hún er spastísk
lömuð og getur ekki stjórnað líkama sínum en hefur
þess í stað mikið af ósjálfráðum hreyfingum. Einnig er
hún heyrnarskert og verulega málhömluð.
Eins árs að aldri fluttist hún með fjölskyldu sinni til
Danmerkur og fram að skólaaldri var hún í leikskóla
þar sem voru bæði fötluð og ófötluð börn og hlaut hún
þar sérhæfða þjálfun. Þegar skólaskylda tók við var
hún í almennum skóla, í sérdeild fyrir fatlaða, en sótti
tíma í almennar bekkjadeildir. Hún notaði svokallaðan
Carba tjáskiptabúnað sem hún gat stjórnað með því að
gefa hljóðmerki en búnaðurinn fól í sér stafaskjá og rit-
vél.
Fjölskyldan fluttist aftur heim til íslands 1980 og hóf
Ásdís Jenna þá nám í sérdeild fyrir fatlaða í Hlíðaskóla
þar sem hún sótti jafnframt tíma í almenna bekki. í
haust hóf hún svo nám í Menntaskólanum við Hamra-
hlíð.
Eins og sjá má á ljóðum Ásdísar Jennu hefur hún
mikla hæfíleika til að yrkja og framtíðin er björt á því
sviði. Við þökkum henni fyrir að leyfa okkur að birta
þessi ljóð og óskum henni alls hins besta í framtíðinni.