Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.12.1988, Qupperneq 28

Æskan - 01.12.1988, Qupperneq 28
„Píparkökur Láka Krakkarnir í Krílagötu Það voru að koma jól. Vigga, Elli, Lára og Jonni voru að föndra. Mamma Viggu hafði keypt marga liti af kreppappír, lím og oddlaus skæri. Þau voru búin að sitja í marga daga og búa til músastiga. Fyrst höfðu þau skreytt herbergið hjá Viggu; svo fóru þau yfir til Ella og skreyttu þar hátt og lágt. Lára og Jonni voru saman í herbergi og þar skreyttu krakkarnir alla veggi. Þau skreyttu líka efri og neðri kojuna og vöfðu hana fagurlega inn í mislita músastiga. Svo fóru þau til ömmu Ella og þar skreyttu þau þangað til afi sagðist henda þeim út ef þau hættu ekki. Hann flækti sig í stofu- skrautinu og sagðist næstum því hafa verið búinn að hengja sig í öllu saman. Nú höfðu þau ekki hugmynd um hvar þau gætu skreytt næst. - Ég er orðinn þreyttur á músastigum, sagði Elli. - Ég líka, stundu hin. - Það þarf nú að gera ýmislegt fleira en skreyta fyrir jólin, sagði Vigga. - Til dæmis að sauma jólaföt, sagði Nonni. - Og baka, bætti Lára við. B A K A ! Þetta var eins og töfraorð. Þau toguðust fram í eldhús og gægðust inn í skápana. Svo horfðu þau hvert á annað. - Vigga, heldurðu ekki að mamma þín verði glöð að koma heim ef við erum búin að baka? spurði Jonni varlega. Vigga þagði. - Sko, mamma mín er búin að biðja mig að baka fyrir jólin, sagði Elli og horfði upp í loftið. Vigga horfði vantrúuð á hann. - Er það satt, spurði hún. - Tíu fingur upp til Guðs. . . Vigga sótti matreiðslubókina. Hún hafði fengið hana í afmælisgjöf í fyrra. - Matreiðslubókin mín og Mikk a,“ stafaði Lára. Þau ákváðu að byrja á piparkökum Láka gamla. Nú upphófst mikil leit. Það þurfti að nota skrýtna hluti eins og engifer, kanil og negul. Þegar Vigga var búin að taka allt út úr skápnum fann hún loks kryddið innst inni í horni. Þar hafði það legið frá síðustu jólum. ÆSKAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.