Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.12.1988, Qupperneq 29

Æskan - 01.12.1988, Qupperneq 29
- Framhaldsþættir eftir Kristínu Steinsdóttur Þau ákváðu að nota mjólk í stað rjóma og hunang í stað sýróps. - Mamma mín notar alltaf hunang, sagði Elli sannfærandi. Svo byrjuðu þau. ALLIR vildu hnoða og allir fengu að hnoða. í bókinni stóð að best væri ef deigið væri hnoðað einum degi áður en það væri bakað. - Mamma mín bakar alltaf strax, sagði Elli og hnoðaði eins og óður maður. Krakkarnir ákváðu þess vegna að drífa í öllu strax í dag. Þegar átti að fara að fletja út vandaðist málið því að ekki fannst nema eitt kökukefli. Þau notuðu það til skiptis en hinir notuðu stórar flöskur. Það var erfitt að fletja út. Þau voru orðin kófsveitt. - Mér finnst þunnar piparkökur vondar, sagði Jonni. - Mér líka. . . mér líka, stundu allir. - Þá skulum við hafa þær þykkar, sagði Vigga. Hún sótti mótin og þau byrjuðu að stinga kökurnar út. Þessu fylgdu mikil húrrahróp og fögnuður. Vigga stillti ofninn og plöturnar runnu inn hver á fætur annarri. En þegar ofninn var orðinn fullur hringdi síminn allt í einu. Það var pabbi Ella. Hann var að fara að sækja jólatréð. - Þau eru komin í bæinn, sagði hann, - og ef við förum ekki strax fáum við ekki neitt. Krakkarnir stukku öll af stað, hentust í úlpurnar og út í bíl. Þau STEINGLEYMDU pipar- kökunum. Elli valdi fallegt jólatré með beinum toppi. Þau tróðu því inn í gamla sabinn og brunuðu svo heim. JÓLASTJÖRNUR, KIRKJUR, JÓLASVEINAR, TUNGL OG JÓLATRÉ. Þegar Vigga kom heim skömmu seinna stóð reið mamma í eldhúsinu. Það var fullt af reyk. Á borðinu fyrir framan hana voru fjórar bökunarplötur með bftinnum og sótsvörtum klessum. Það voru piparkökur Láka gamla!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.