Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1988, Page 36

Æskan - 01.12.1988, Page 36
0 o O. o 0 O a O ° o o O o °o eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur r\° • SH/ O dkot/i o ° o i_r-~___:__ Strætisvagninn rennur af stað frá bið- skýlinu og skilur eftir sig naglaför á göt- unni. Stór og tignarleg snjókorn falla hægt til jarðar og hylja brátt hjólförin. Hann fær sér sæti inni í vagninum við gluggann fyrir aftan gamlan, sofandi mann. Sá gamli hrekkur upp og starir illskulega á komumanninn. Maður getur rétt ímyndað sér hugsanir hans: „Hvað á það að þýða að ómerkilegur unglingsstrákur geti ruðst inn í næsta strætisvagn ef honum sýnist og leikið sér að því að raska ró heiðarlegs borgara? Getur maður hvergi verið í friði fyrir ein- hverjum vandræðakrökkum sem alls staðar eru almennum borgurum til ama. Þessir unglingar nú til dags. . .“ Hann stendur upp og staulast út úr vagninum. í huganum tekur hann með sér íþróttatösku sökudólgsins og fleygir henni í næsta snjóskafl. „Vandræðaunglingurinn“ reynir að láta sem ekkert sé þótt hinir farþegarnir gjói augunum til hans. Hvað er svona merkilegt við hann? Hann er bara venju- legur - ansi indæll ungur drengur (eins og amma hans auglýsir í saumaklúbbun- um) Hann horfir út um gluggann og virðir fyrir sér mannlífið og asann í miðbæn- um. Fólk hleypur inn og út úr búðum með fulla poka af jóla- þessu og jóla- hinu. Það vantar peru í aðventuljósið, köngla í skreytingarnar, harðfisk til að senda systursyninum í Svíþjóð, jólakort- in þurfa að fara í póstinn fyrir lokun. Svo þarf að kaupa filmu í myndavélina, efni í músastiga handa krökkunum o.s.frv. Síðan má ekki draga lengur að ganga frá jólagjöfunum handa fjölskyld- unni. Það er Hímann kastali handa strákunum, snældutæki handa stelp- unni, náttkjóll fyrir tengdó, ullarsokkar á systkinin á Eskifirði, tóbaksdósir handa afa o.fl. En umferðin er svo mikil að það er ekki nokkur leið að komast yfir þetta allt í dag og svo verður örugglega ennþá meiri umferð á morgun. Er eitthvert vit í öllu þessu jólaumstangi. . .? 36! Hann situr enn í strætisvagninum og brosir að bjástrinu í fólkinu. Hvar mundi þetta enda ef jólin væru t.d. þrisvar á ári? Hávaxinn náungi í blárri úlpu kemur gangandi út úr söluturni hinum megin við götuna. - Ég var að fá einkunnirnar mínar, skín úr frostbitnu andliti hans. Ætli hann hafi fallið í einhverju, já, sennilega í stærðfræði eða hagfræði. Prófin voru líka alveg ægilega stremb- in. . . Allt í einu stökkva nokkrir herskáir strákaormar fram úr næsta húsagarði í veg fyfir þann hávaxna. Þeir eru nálægt því að hræða úr honum líftóruna með O vel er að gáð kemur í ljós að engin tvö eru eins og þau eru öll falleg, aðeins hvert á sinn hátt. Á lífsleiðinni verða þau að laga sig að aðstæðum og reyna að halda sínu striki þótt vindar blási allt í kring. Þau hafna svo á hinum ólíkleg- ustu stöðum, kannski ekki öll þar sem þau hefðu helst kosið sér. Sum kornin troðast undir og ber ekki mikið á þeim en þau sem efst lenda eru alltaf mest áberandi, líkt og háttsett fólk í þjóðfélag- inu sem er meira áberandi en almúginn. Enda þótt snjókornin séu ólík eiga þau öll það sameiginlegt að þurfa einhvern tímann að kveðja þennan heim. Hvenær það verður veit enginn. En þó er öruggt að önnur snjóbreiða kemur í staðinn þeg- ar þessi hverfur - þegar ein kynslóð deyr kemur önnur í hennar stað. . . Hann hrekkur upp við það að strætis- vagninn hægir snöggleaa á sér og syndir snjókúlum, gosdósum og öðrum meðal- drægum vopnum. Hann ver sig með ein- kunnaspjaldinu og nær með naumindum að forða sér en skæruliðarnir undirbúa komu næsta fórnarlambs. Þeir hafa greinilega ekkert vit á hagfræði. . . Hann fylgist grannt með þessu öllu út um gluggann á strætisvagninum sem sil- ast um göturnar. Það er farið að skyggja en umferðin minnkar ekkert við það. Hann starir út um frostrósirnar á rúð- unni og snjókornin sem falla enn til jarð- ar. Honum dettur allt í einu í hug að snjó- korn eru að mörgu leyti lík fólki. Þegar upp að næsta biðskýli eins og fískur. Kjafturinn á fískinum opnast upp á gátt og gleypir heila torfu af smásílum. Sílin, sem í þessu tilfelli eru heill bekkur af átta ára ólátabelgjum, troðast inn eftir „maga físksins“. Þau berjast um lausu sætin innan um hina farþegana sem eru uggandi yfir þessum óboðnu gestum. Hann bregður skjótt við og „plantar“ íþróttatöskunni sinni í auða sætið við hliðina svo að hann eigi ekki á hættu að fá síli sem sessunaut. Snjöll aðferð. . .! Jólaljósin glampa á hverju götuhorni og jólasveinarnir í búðargluggunum veifa TÆSKAN

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.