Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1988, Side 38

Æskan - 01.12.1988, Side 38
Haustsa m vera Æ5KR með Jónasi í hvalnum! Var að Jurða þó að okkur þætti þetta einkennileg Jyrirsögn á tilkynningu sem okkur barst? í henni var líka rakin dagskrá og þar sagði m.a.: 17.00: Jónas í hvalnum kynntur Hópar: 3. Dramahópur - Hið dramatíska líj Jónasar tjáð. 6. Leirlist. Tjáning á líji Jónasar í leir. Svo urðum við að rýna vel og vand- lega í ejtirjarandi texta: Svogætifariðþannigaðnátthrajnaryrðu- ájramíkirkjunniogsyngjueitthvaðjram- ejtiraldreiaðvitaennógverðurajgítar- leikurumvonumvið. í tilkynningunni kom líka Jram að samveran yrði laugardaginn 12. nóv- ember kl. 16-23 í Fella- og Hólakirkju, Hólabergi 88 í Reykjavík. Það var einsýnt að við kynntum okk- ur þetta betur. Við töldum rétt að Já Ijósmyndara til að Jara á vettvang og Jesta viðburðinn (sumir hejðu sagt uppákomu) á Jilmu. Okkur þótti dálítið óvarlegt að Jara sjáljir og vera e.t.v. settir í að tjá hið dramatíska líj Jónas- ar í leir - einkar klaujskir mennirnir. Vissara væri að Já síðar einhverja aj þátttakendum í haustsamverunni til að spjalla við okkur, lýsa viðburðinum og segjaJrá Æskulýðsstarji kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmi - ÆSKR. Söngur er snar þáttur í starfinu Það voru Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir 15 ára, Vesturhólum 5 í Reykjavík og Ólafur Ríkharður Ólafsson 16 ára, Mora- stöðum í Kjós, sem komu glaðbeitt til okkar og sögðu frá, Guðbjörg bros- og hláturmild, Ólafur öllu alvarlegri, bæði greinargóð. Þau segja að æskulýðsfélög kirkjunnar séu í flestum sóknum. Á Reykjavíkur- svæðinu séu níu eða tíu félög og í hverju þeirra 20-40 félagar. Fundir eru viku- lega. Starfið er ekki tengt messum en fé- lagar æfa jafnan dagskrár fyrir Æsku- lýðsdaginn. Félögin starfa sjálfstætt en stundum er efnt til sameiginlegra funda eða samveru- stunda og á hverju hausti er haldið landsmót allra æskulýðsfélaganna. Það var að Stóru-Tjörnum í Þingeyjarsýslu í septemberlok í haust og þar hittust 120 krakkar. Einkunnarorð landsmótsins var Heilbrigt líf - hamingjusamt líf. Skipt var í hópa og skrafað og skeggrætt um það efni - og sungið. Þau segja að söng- ur sé snar þáttur í starfinu. En hvernig komust þau í kynni við starf æskulýðsfélaga og hve lengi hafa þau tekið þátt í því? „Ég hef verið í tengslum við kirkjulegt starf frá því á barnsaldri. Félögin eru einkum fyrir unglinga í 7.-9. bekk og ég gekk í Æskulýðsfélag Fella- og Hóla- kirkju þegar ég hóf nám í 7. bekk. Við unnar,“ segir Guðbjörg. „Ég aðstoða líka leiðtoga í barnastarfi og æskulýðsstarfi fyrir 12 ára krakka,“ bætir hún við. „Ég þekkti tvær stúlkur sem voru í æskulýðsfélaginu í Garðabæ og gekk í það í fyrra,“ segir Ólafur. „Við komum saman í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili í Garðabæ.“ - Hvað er gert á fundum? „Við syngjum mikið, spjöllum saman og hugleiðum ýmis efni. í lokin förum við í kirkjuna og biðjumst fyrir,“ segir Guðbjörg og Ólafur tekur undir það nema að ekki er farið í Garðakirkju í lok funda því að þangað er löng leið frá safn- aðarheimilinu. - Hvað metið þið mest í þessu starfi? „Að vera í góðum og skemmtilegum félagsskap og hitta krakka sem hafa svip- uð áhugamál og það markmið að tala við Guð og biðja til hans. Það er aldrei dauf- legt hjá okkur heldur mikil glaðværð - sönn og einlæg,“ segja þau. - Hvernig var að vera með „Jónasi í hvalnum“ í haustsamverunni? „Það var ágætt. Við ræddum frásögn Gamla testamentisins um Jónas, bjugg- um til líkneski af hval og leirmyndir sem tengdust þessu efni - og gáfum út blað. Það fékk nafnið Dellan! Við undirbjugg- um líka messu, ákváðum söngva og bæn- ir. Messan var um kvöldið. Eftir það spjölluðum við saman þangað til húsinu var lokað - klukkan hálfeitt. En við höfðum um svo margt að tala að við héldum áfram að rabba fyrir utan kirkj- una eitthvað lengur. . . - Er eitthvað sérstakt á döfmni hjá fé- lögunum á næstunni? „Æskulýðsfélag Fella- og Hólakirkju fer í Valsskálann um næstu helgi, ásamt nokkrum vildarvinum úr öðrum félög- um,“ segir Guðbjörg. „Þar verður ýmis- legt gert sér til gamans.“ Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir og Ólafur Ríkharður Ólafsson ------ ÆSKAN

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.