Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1988, Side 43

Æskan - 01.12.1988, Side 43
hefði farið sér að voða, kannski hlaupið fyrir bíl. - Megum við sækja hann upp á loft? spyrja piltarnir afa sinn og eru niðurlút- ir. - Alveg sjálfsagt, vinir mínir. En þið megið ekki gramsa í neinu þar. Rishæð afa og ömmu er eins og heill heimur. Þar ægir saman alls konar dóti sem þau hafa sankað að sér á langri ævi og hafa ekki lengur not fyrir. Gömlu hjónunum er ekki sérlega vel við að strákarnir séu uppi á háalofti að eiga við dótið þeirra en nú mega þeir fara þangað til að sækja Spurðan. Það er rökkur á loftinu og svolítið rakt. Þegar strákarnir fikra sig upp brattan stigann marrar draugalega í honum. Þeg- ar þeir nálgast hurðina á háfloftinu heyra þeir að Spurðan skýst í felur. Nú heldur hann að þeir ætli í feluleik við sig. Á háaloftinu er bæði kalt og rakt. Þar geyma amma og afí ótrúlega mikið af alls kyns drasli, fulla kassa af bókum og blöðum, ónýt heimilistæki, verkfæri og handavinnudót. Það má aldrei fleygja neinu - ekki einu sinni þó að það sé ó- nýtt. Svona er þetta gamla fólk! Háaloftið er sannkallaður ævintýra- heimur fyrir strákunum. Auk þess að vera geymsla búa þar ósýnilegir álfar og dvergar. Eða svo segja amma og afí. Strákarnir eru þó ekki vitundar ögn hræddir, að minnsta kosti ekki á meðan þeir eru þar báðir. Allt í einu geltir Spurðan. Hljóðið kemur frá stórum kassa. Hann er þar á bak við. - Jæja, varstu orðinn óþolinmóður, karlinn, segir Mundi - og strákarnir hlæja. Spurðan kemur úr felum og flaðrar upp um þá. Hann er svo glaður að sjá þá aftur. Þeir eru jafnánægðir með að vera búnir að fínna hundinn sinn en geta þó ekki setið á sér að skamma hann fyrir að hlaupast að heiman. Hann má vel fá orð í eyra. En Spurðan sperrir bara eyrun og læst ekki skilja neitt. - Hann bara tala hundamál, segir Sammi og bræðurnir hlæja dátt. Litlu seinna halda Mundi, Sammi og Spurðan niður af loftinu. Kleinuilmur berst um húsið. Það er best að athuga hvort amma á ekki eitthvað gott handa þeim í svanginn. Strákarnir slægju ekki hendi á móti kleinum og mjólkursopa. Það er ástæða til að fagna því að Spurðan, besti vinur þeirra, er kominn aftur í leitirnar. HÁRLOS? IBIettaskalli? Liflaust hár?l VÖOVABÓLGA? HRUKKUR? BAUGAR? • Sársaukalaus hárrækt með ..akupunktum" leyser og rafmagnsnuddi • Voflvabólgumeðferð • Andlitslyftíng • Orkumælíng • Vitamin- greining • Ofnæmisgreining VILTU SOPA AF SJAMPÓI? Hágæða snyrtivorur Irá Banana Boat og GNC unnar úr kraftaverkaþykkblöðungnum Aloe Vera og öðrum heilsubótarjurtum: □ Sjampó □ Brón án sólar □ Nærandi sérsjampö í'_} Minkolía □ Hárnæring □ tkta kellagen gel □ Græðandi □ Ekta Aloe Vera gel svitalyktareyðir L ] Sárasmyrsl □ Aprikósu hóóskrúbb U Græðandi varasalvi Fæst hjá krofuhoróustu hór- og snyrtistofum og i heilsubúðum. M.1.: Akureyri: HEIISUHORNIÐ. SkipaíDtu 6: (VI. Ráitúslnti 1 • Halnarfirði: HEIISUBUÐIN, Reykjavikurvegi 62 • Reykjavik: BRA, Lnugavegi 74; BORGARAPOIEK, Alftamýri 1-5; GARÐS APOTEK. Sogavegi 108; HEILSUVAL. Laugavegi 92. H EILS UVA rOJ VAL Laugavegi 92 S i m i 1 12 7 5 GÚÐAR FRÉTTIR FYRIR UNGT FERÐAFÚLK Flugleiðir hafa tekið upp sérstaka nýjung í fargjöldum fyrir ungt fólk á aldrinum 12 til 21 árs í innanlandsflugi. Þessi unglingafargjöld gilda allt árið og þeim fylgja engar kvaðir um lágmarksdvöl en hámarksdvöl er eitt ár. Farmiðarnir eru „stand by“ þannig að ekki er hægt að bóka sætið fyrirfram og farþegarnir eru háðir því að pláss sé í vélinni hverju sinni. En það sem mestu máli skiptir: Þeir sem kaupa unglingafargjöld fá 55% afslátt af ársfargjaldi. FLUGLEIDIR 4^ Söluskrifstofur, feröaskrifstofur og umboösmenn um land allt.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.