Æskan - 01.12.1988, Blaðsíða 46
A fórnum vegi
„Það var dálítið bagalegt..
Á förnum vegi á Akureyrí
hitti Heimir Birnu SoJJíu,
Magnús, Sævar Örn, Birki
Björn og Steinar Örn! Sá síð-
ast taldi er Reykvíkingur,
hin „innfædd“. . .
Og þau höjðu þetta að segja:
Kötturinn skreið
undir borð!
Birna Soffía Baldursdóttir er
átta ára - en verður níu 17.
desember. Þetta blað berst
henni fáum dögum fyrr (von-
andi. . .). Hún á heima að
Byggðavegi 109 á Akureyri og
er í Barnaskóla Akureyrar
- „rétt neðan við Sundlaug-
ina,“ segir hún til skýringar,
þykist viss um að Reykvíking-
Birna Soffía og bróðir hennar gefa öndunum.
Birna Soffía
ur (sem við hana talar) átti sig
þá á afstöðunni. Það vill svo
til að hann var þar fjóra vetur
og veit hvar skólinn er - en
margir lesendur verða af
þessu nokkurs vísari því að
flestir, sem koma til Akureyr-
ar, bregða sér í sund.
Birna á tvö systkini, Jóhann
Níels 6 ára og Kristínu Ingu
(hálfsystur) 15 ára. Hún segist
46
eiga margar vinkonur og vill
ekki gera upp á milli þeirra.
Hún er í Sundfélaginu Óðni
og æfir sund tvisvar í viku.
Nokkrir bekkjarfélagar henn-
ar æfa þar líka. Hún gekk í fé-
lagið í haust og flnnst gaman í
sundinu.
Birna Soffía var í sveitinni
hjá afa sínum og ömmu dálít-
inn tíma í sumar. Þau eiga
heima í Hlíð í Skíðadal og
hafa búið með kindur og kýr
en í haust var bústofninn
felldur.
Ég spyr Birnu hvort þar
hafi ekki verið fleiri dýr.
„Jú, hundur og köttur og
þeir voru rosalegir óvinir. Það
er villiköttur sem hefur haldið
þarna til nokkur ár, sofið í
fjárhúsunum. Við gefum hon-
um þar. Hann var oft með
mér. En hann var svo hrædd-
ur við hundinn að hann skreið
bara undir borð einu sinni
þegar hann átti að leita að
músum. Það varð ekkert úr
músaveiðunum!“
Steinar Örn
Að veiðum
í Qrunnavík
Steinar Örn Friðþórsson á
heima að Stapaseli 8 í Reykja-
vík en dvaldist hjá móðursyst-
ur sinni á Akureyri tíu daga í
sumar. Hann fór norður með
frænku sinni - en fyrr um
sumarið hafði hann komið
þangað með foreldrum sínum
og fjögurra ára systur, Helenu
Rós.
Steinar Örn fór víðar í sum-
ar. Hann skrapp nokkrum
sinnum með foreldrum sínum
vestur í Dalasýslu, að Sæl-
ingsdal, en þar á amma hans
sumarbústað. Langafi hans
átti jörðina. Hann segist oft
fara í sund að Laugum, skóla-
setri í landi Sælingsdals.
„Ég fór líka með frænda
mínum og konu hans til
Grunnavíkur á Vestfjörðum.
Föðuramma mín á sumarbú-
stað þar. Við ókum til ísa-
fjarðar en fórum þaðan með
báti. Ég veiddi þar af bryggj-
unni.“
Steinar Örn er á 11. ári.
Hann er í Ölduselsskóla og
finnst skemmtilegast að læra
stærðfræði og kristinfræði. í
tómstundum leikur hann sér í
knattspyrnu með félögum sín-
um á litlum malarvelli
skammt frá heimili sínu.