Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.12.1988, Qupperneq 52

Æskan - 01.12.1988, Qupperneq 52
Berglind Rán Ólafsdóttir 15 ára lýsir dvöl á Grænhöfðaeyjum „Þorðum ekki að klappa hundunum!" Það eru ekki margir íslendingar sem haja komið til Grænhöfðaegja - en þær eru undan vesturströnd AJríku. Síðustu ár hejur ríkisstjórn okkar lagt íbúum þessara egja lið með því að senda þangað íslenska sjómenn og JiskiJræðinga til að leiðbeina innjædd- um við Jiskveiðar. Á Grænhöjðaegjum eiga tæplega 300 þúsund manns heima, svolitlu Jleiri en hér á landi. Nokkur íslensk ungmenni haja dval- ist með Joreldrum sínum, sem haja ver- ið að vinna að Jgrrgreindu verkejni, á Grænhöjðaegjum. Einn aj þessum unglingum er Berglind Rán Ólajsdóttir, 15 ára Kópavogsbúi. Hún Jór þangað með Joreldrum sínum og Margréti Ólöju, 13 ára sgstur sinni, í ágúst sem leið. Faðir hennar, Ólajur Karvel Páls- son JiskiJræðingur, vann þarna við rannsóknir. Við báðum Berglind að Igsa dvölinni á þessum Jjarlægu egjum Jgrir lesendum Æskunnar. Götumynd „Við fórum til Grænhöfðaeyja í byrjun ágúst og dvöldumst þar í rúman mán- uð,“ segir hún. „Þessar eyjar eru svo langt í burtu frá íslandi að við urðum að millilenda á tveim stöðum, í Amsterdam í Hollandi og Lissabon í Portúgal, og skipta þar um flugvélar. Jú, við vorum orðin dálítið lúin þegar við komumst loks á áfangastað. Við dvöldumst í bæ sem heitir Mind- elo og er á einni af eyjunum. íbúarnir eru rúmlega 50 þúsund en íslendingarnir voru á bilinu 20-30 þann tíma sem við vorum þar. í Mindelo beið eftir okkur ágæt íbúð í fjölbýlishúsi og ráðskona! Flestir útlendingar á Grænhöfðaeyjum hafa ráðskonu því að vinnuafl er ódýrt. Ráðskonan okkar hét María og vann hjá okkur allan daginn. Það var mjög þægi- legt að hafa hana. í þessu fjölbýlishúsi áttu aðrir landar okkar heima svo að okkur þurfti ekki að leiðast. íslenski fiskibáturinn Fengur er gerður út frá Mindelo og meðal nágranna okkar voru fjölskyldur skipstjórans og vélstjórans.“ Miklir þurrkar - lítill gróður „Þó að ekki væri ýkja mikið um að vera leiddist okkur krökkunum alls ekki. Við vorum mikið á ströndinni og fórum oft á vinsælt kaffihús þar sem við gátum keypt gosdrykki og súkkulaði. Hitinn var ekki eins mikill og maður átti von á að hann væri í sjálfri Afríku. Ætli hann hafi ekki verið á milli 25 og 35 stig en loftið var hins vegar mjög rakt. Það var engu líkara en að við værum stödd í gróðurhúsi allan daginn. Auk þess að vera mikið á ströndinni og í kaffíhúsinu fór ég oft ásamt strák, sem er íslenskur, í líkamsræktarstöð og þar æfðum við okk- ur í þeim fáu tækjum sem voru. Hús- næðið var óvistlegt. Köngullær og kakkalakkar voru á fleygiferð um allt en ég reyndi að láta sem ég sæi það ekki. Fyrir framan fjölbýlishúsið, sem við áttum heima í, var fátækrahverfí en við þurftum samt ekkert að óttast fólkið sem þar var. Það stóð til að rífa þessi hús fyr- ir nokkrum árum vegna nýs bæjarskipu- lags en fólkið neitaði að hreyfa sig þó að því væru boðin betri híbýli - og við það situr enn þann dag í dag. Við þessi hreysi mátti sjá fjölskrúðugan dýragarð, endur, hænur, geitur og lúsuga hunda á vappi um allt. Við þorðum aldrei að klappa hundunum þó að þeir hlypu í kringum okkur og reyndu að sníkja bita af einhverju sem við vorum að borða. Maður hastaði bara á þá og rak þá í burtu. Þetta fólk átti líka svín en þau voru lokuð inni í steinagirðingu. Ég sá oft börnin frá þessum heimilum bera fötu fulla af vatni á höfðinu á meðan önnur börn í bænum léku sér áhyggju- laus. Á Grænhöfðaeyjum rignir aðeins fáa daga á ári og það vildi svo til að það rigndi í tvo daga þegar við vorum þarna. Þegar þornaði aftur gaus alveg ógurleg fýla upp frá þessum hreysum fátækling- Aðalgatan. Þar er kaffihúsið vinsæla og ýmsar verslanir. anna svo að ég varð að halda fyrir nefíð þegar ég var nálægt þeim. En það voru ekki allir fátækir í Mind- elo. Flestir höfðu í sig og á og jafnvel ÆSKAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.