Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1988, Síða 55

Æskan - 01.12.1988, Síða 55
Skátafélagið Eina Nýtt skátafélag var stofnað sunnudaginn 30. október og hlaut það nafnið Skátafé- lagið Eina. Starfssvæði þess er í Breið- holti I og hefur það aðsetur í Breiðholts- skóla. Með stofnun skátafélagsins er stefnt að eflingu félagslífs barna og ungl- inga í hverfinu en einnig að því að vera með sérstakt starf fyrir unglinga og for- eldra í opnu skátastarfi sem er nýjung hér á landi. Þetta félag byggir á gömlum grunni því að það er stofnað upp úr Skf. Urðarköttum sem starfaði á sama svæði. Félagsforinginn er enginn nýgræðing- ur því að það er enginn annar en eldhug- inn góði, Guðmundur Jónsson fyrrum félagsforingi Garðbúa, sem tekið hefur stjórnina í sínar hendur. Guðmundur nýtur fulltingis ýmissa góðra manna og má þar nefna Ara Hallgrímsson, stór- skáta frá Akureyri, Svavar Sigurðsson, gamalreyndan Garðbúa, og Þórunni Þór- arinsdóttur. Öflugt starf Það sem af er starfsferli Skátafélagsins Eina hefur verið nóg að gera. Foringjar fóru í útilegu austur á Úlfljótsvatn í lok október og tóku fjórtán þátt í henni. Skátadagur var haldinn laugardaginn 5. nóvember og var þá tekið á móti gestum í húsnæði félagsins í Breiðholtsskóla. Þar var gestum boðið að kynnast skátum í starfi og leik. Boðið var upp á kakó og kaffi og skátar sýndu hvernig flokksfundir og skátanámskeið fara fram. Fyrir utan skátaheimilið kom skátaflokkur sér upp tjaldbúð og trönubyggingu þar sem yngstu kynslóðinni var gefinn kostur á að leika sér. Þetta opna hús mæltist vel fyrir og skráðu sig 30 nýir félagar þann daginn. Skátadagurinn endaði með því að félagar fjölmenntu á hátíðarkvöld- vöku í Ölduselsskóla og var haldin á veg- um nágrannanna í Skf. Segli. Þar var frumfluttur spánýr félagssöngur. Þjónustuátak í tilefni af stofnun Skátafélagsins Eina efndi það til þjónustuátaks í hverfinu dagana 4. og 5. nóvember. Þá önnuðust skátar úr félaginu gangbrautagæslu á helstu umferðargötum í hverfinu. Allir nýir skátar eru að sjálfsögðu vel- komnir til starfa en jafnframt vill félagið leggja áherslu á að fá til starfa á ný eldri skáta sem af einhverjum orsökum hafa hætt. Þeir sem eru tilbúnir til að gefa kost á sér til starfa eru hvattir til að hafa samband við einhvern eftirtalinna: Guðmundur Jónsson félagsforingi, s. 72126; Þórunn Þórarinsdóttir aðstoðarfélagsfor- ingi, s. 77920; Ari Hallgrímsson deildarforingi, s. 11462. Segull Laugardaginn 5. nóvember var vígt nýtt skátaheimili sem Skf. Segull hefur fengið til afnota en félagið hafði áður að- stöðu í Ölduselsskóla. Margt góðra gesta var þarna saman komið og fluttu nokkrir gestanna stutt ávörp. Athöfnin hófst með því að Valdimar Pétursson skýrði frá forsögu þess að Seg- ull fékk þetta húsnæði til afnota og að því loknu var skátaheimilið vígt. Gunnar Eyjólfsson skátahöfðingi skipaði Ragnar Guðlaugsson félagsforingja og vígði sex nýliða. Að vígsluathöfn lokinni þágu gestir veitingar í boði skátafélagsins. Um kvöldið var kvöldvaka í Öldusels- skóla. Þar var fjölmenni saman komið úr ýmsum félögum í Reykjavík og ríkti mikil og skemmtileg skátastemmning. í safnaðarheimili Það voru gtadir og stoltir skátar úr Skátaféiaginu Segli sem mættu til vígslu á nýja skáta- heimilinu. Eftir mikla vinnu við að smíða, mála og ganga svo frá öllu að vel færi var stóra stundin runnin upp. Húsinu var gefið nafnið Vinarþel. satnUpP^ Teiknimyndasamkeppni fyrir skáta á aldrinum 7-10 ára er nú hafin. Þema keppninn- ar er Friður og skátun og er skilafrestur til 1. febrúar 1989. Úrslit verða tilkynnt 22. febrúar 1989. Þá verða og myndir sýndar og verðlaun veitt. Sá sem hlýtur 1. verðlaun fær að launum stórglæsilegt skátaúr. Skátaskildir verða veittir fyrir myndir í 2. og 3. sæti og eigendur 20 fallegustu myndanna fá viður- kenningarskjal. Myndirnar eiga að vera af stærðinni A-4 (29,7 sm x 21 sm) ÆSKAN 55

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.