Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1988, Page 57

Æskan - 01.12.1988, Page 57
Einu sinni voru tvö systkini sem hétu Anna og Pétur. Þau voru alltaf að rífast. Þau áttu heima á sveitabæ sem heitir Hof. Þetta gerðist í júní. Snemma morguns voru Anna og Pétur komin upp í hlöðu. Þau ákváðu að kasta bolta á milli sín. En svo fóru þau að rífast. Pétur var með boltann og kastaði honum af öllu afli beint í andlitið á Önnu. Hún steyptist aftur fyrir sig niður í súrheysgryfjuna og lenti á steyptu gólfí í botni hennar. En það bjargaði henni að hún hélt hægri hendi undir hnakkann. Pétur hraðaði sér ofan í gryfjuna til systur sinnar. Hún hafði misst meðvitund en rankaði við sér eftir nokkrar mínútur. Pétur hljóp á harða spretti heim og sagði mömmu sinni frá slysinu. Anna var flutt á sjúkrahús. Hún hafði brotnað um olnboga og marist illa. Pétur grét lengi af því að hann vissi að þetta var honum að kenna. Hann keypti blóm og leikföng handa henni. Þegar Anna kom heim af sjúkra- húsinu var hún með gifsumbúðir á hægri handlegg. Pétur hjálpaði henni eftir mætti. Systkinin rifust aldrei eftir slysið og hjálpuðust að eins og þau best gátu. Sigurlaug Dóra Ingimundard. 11 ára, Geldingaholti 3, Skagafirði. Úr vísnabók Ragnars Kvöldstund Nú er ég að læra heima. Ég skrifa um heima og geima. Úti er kalt og dimmt; þar sýnist allt vera svo grimmt. Ég dusta af klukkunni rykið. Æ, hvað hún er orðin mikið. Hér inni er mikið næði og því er ég að yrkja kvæði. (Vorið 1987) Hjá ömmu Amma mín, blómin þín eru fín. Þú bakar lummur og fleira en afi hefur aldrei lært að keyra. En hann kann að skrifa og teikna og lesa og reikna. Afí er sprækur og hefur lesið meira en þúsund bækur. (Ágúst 1987) í skólanum Alla daga í skólanum ég læri. Úr einni bók í aðra lærdóminn ég færi. Ég þarf mikið að læra heima og best er að vera ekkert að geyma að skrifa og iæra líffræði, stafsetningu og fleira. Á þessu ég græði, því þegar ég verð eldri veit ég meira, get fengið góða vinnu og lært að keyra. (Október 1987) Á afmæli Æskunnar Æskan er 90 ára um þessar mundir. Með henni hef ég átt góðar stundir. í blaðinu er hægt að leysa þrautir og meira. Þar eru viðtöl, sögur og margt fleira. Eftir að lesa blaðið segi ég bara það að mér fínnst Æskan mjög gott blað. En nú er ég þetta ljóð að klára og ég vona að Æskan verði eldri en 100 ára! (Október 1987) ÆSKAN 57

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.