Æskan - 01.12.1988, Page 64
eftir Jóhönnu Brynjólfsdóttur Wathne
Nokkru utan við þorpið niður við sjávar-
kambinn þar sem öldurnar hjöluðu við
brimsorfna klettana stóð hús gamla
leirkerasmiðsins. Hann bjó einn.
Barnsraddirnar, sem áður hljómuðu
um húsið, voru löngu þagnaðar og hús-
gögnin gömlu, sem eftir stóðu, báru
merki handa þeirra þar sem þau höfðu
setið og leikið sér og lært lexíurnar sínar.
Ilmur eldamennskunnar, sem áður
smaug um glugga og gættir, barst ekki
lengur fyrir vit manns; húsmóðirin um-
hyggjusama var hætt störfum sínum,
rödd hennar hljóðnuð - og heimilisfaðir-
inn fyrir löngu orðinn einn. Hann sat nú
við gamla vinnuborðið við iðju sína. Fyr-
ir framan hann stóð fjöldi leirmuna sem
hann hafði mótað, krukkur og kirnur,
vasar og margir aðrir hlutir.
Blotar haustveðranna höfðu máð út öll
umsvif húsráðanda í garðinum við húsið
en þar ræktaði hann garðávexti og mikið
af berjum. Nú hafði himinninn lagt glitr-
andi mjallarteppi yfír garðinn og gömlu
grenitrén glitruðu skrýdd hvítum feldi.
Glugginn, sem sneri að vegarslóðanum
64^
er iá niður í þorpið, var hlaðinn leirmun-
um sem listamaðurinn hafði raðað til
sýnis fyrir væntanlega jólasölu. Smáfugl-
ar höfðu raðað sér á gluggasylluna úti
fyrir og virtu fyrir sér varninginn.
Leirkerasmiðurinn hafði unnið að iðn
sinni frá unga aldri meðan börnin uxu úr
grasi ásamt ýmsum smíðum sem til féllu
í þorpinu. En nú hafði hann eingöngu
snúið sér að leirkerasmíði. Hér hafði
hann lifað lífí sínu. Á yngri árum hafði
hann róið til fiskjar - en nú dottaði
gamli báturinn hans bundinn við klett.
Hann var hættur að róa.
Á veturna gat oft verið mikið öldurót
og brim við klettana svo að litla húsið
titraði þegar öldurótið þeytti brimlöðri
yfir þá. Þó að mikið gengi á stóð það enn
óbifað undir snæhvítri ábreiðu og beið
jólanna sem ekki voru langt undan.
Annað veifíð stansaði fólk við glugga
gamla mannsins og virti fyrir sér hlutina
og kom stöku sinnum inn og keypti eitt-
hvað.
Þannig liðu dagarnir.
Þá var það dag nokkurn þegar snjón-
um hafði kyngt niður og enginn kom
innan úr dalnum að gamli leirkerasmið-
urinn hallaði sér í stólnum sínum fyrir
opnu e'dstæðinu. Hugur hans var víðs-
fjarri. Hann dvaldist í bernskuheimili
hans. Honum leið undarlega vel. Fögn-
uður greip hann og sál hans uppljómað-
ist af fögnuði jólanna. Allar minningar
voru skýrar. Hann sá í anda foreldra sína
og systkini öll bíða komu jólanna sem
voru að halda innreið sína í baðstofuna
gömlu. Pabbi hans sat við borð og börn-
in umhverfis hann og horfðu á hann
skreyta jólatré sem hann hafði smíðað.
ÆSKAN