Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.12.1988, Qupperneq 67

Æskan - 01.12.1988, Qupperneq 67
á möndul og snýst á hjólum. Þetta flýtir mikið fyrir þegar skipta þarf um sviðs- mynd. Leikfélag Sauðárkróks hefur haft að markmiði að önnur af tveimur sýningum félagsins á vetri hverjum sé barnaleikrit. í hittifyrra sýndi það Línu langsokk og árið þar á undan Galdrakarlinn í Oz. Þetta er vel gert af litlu leikfélagi - en það hefur lengi verið þekkt fyrir dugnað og vandaðar sýningar. En fjörkálfurinn Emil - sem ekki er óþekkur nema óvart og aðeins einu sinni á dag! - fær líka að dúsa í smíðaskemmu á Akureyri. Leikritið um hann og fleira gott fólk í Smálöndum verður frumsýnt þar á annan í jólum - 26. desember. Ingvar Már Gíslason og Júlía Egilsdóttir fá að spreyta sig á hlutverkum systkin- anna en foreldra þeirra leika Þráinn Karlsson og Nanna I. Jónsdóttir. Mar- grét Pétursdóttir og Pétur Eggerz verða Lína og Alfreð. Magnús Blöndal Jó- hannsson flytur og stjórnar tónlist. í fyrra sýndi Leikfélag Akureyrar leik- rit um Einar Áskel, en allir krakkar kannast við hann. Það var sýnt í skólum og leikskólum víða um Norðurland. Leikfélagið stefnir að því að setja sýning- ar á svið í leikhúsinu á Akureyri annað hvert ár en fara með leikverkin um land- ið hitt árið. FRÓÐI og allir hinir grislingarnir eftir Ole Lund Kirkegaard er nú sýnt í Kópavogi af leikfélaginu þar í bæ. Að- alsteinn Ásberg Sigurðsson þýddi en Valgeir Skagfjörð samdi tónlist og söng- texta, stjórnar verkinu og annast undir- leik ásamt Pétri Hjaltested. Það er mikið fjör á ferðum á sviðinu í Kópavogi og sýningin er vel sótt. Ungt fólk fer með hlutverkin og skemmtir sér og áhorfendum konunglega með leik, söng og dansi. Hljómplata með söngvunum verður komin út þegar blaðið berst ykkur svo að heyrn verður eflaust sögu ríkari! Kannski syngið þið með, t.d. Söng kvennanna á efri hæðinni. . .: Það hírist hér í húskofanum hlægilegur karl sem ekkcrt kann að elda nema alls kyns drullu- mall. Hoppar um og hamast, það er herfilegt að sjá, og öskrar bara og æpir ef að einhver gengur hjá. Stormur, elsku Stormur, sómamaður hátt og lágt ert þú. Stormur, elsku Stormur, sæl og glöð ég yrði sem þín frú. Geðvonskunni, garpurinn minn, get ég alveg eytt og séð svo um að sveran belginn skorti aldrci neitt. Það virðist citthvað viðfelldið og vinalegt við þig því óhljóðin og æðisköstin eiga vel við mig. Stormur, elsku Stormur. . . f dásamlegum draumum þegar dönsum þú og ég, við svífum um með sælubros og sýnumst æðisleg. En bölvað er um bjartan dag að brölta upp um síð og uppgötva það enn á ný að allt var blekking fríð. Stormur, elsku Stormur. . . „Þetta er allt vitlaust, Snjólfur!" er spunaverk sem Guðjón Sigvaldason leikstjóri vann með leikhópi á vegum Leikfélags Hafnarfjarðar - í unglinga- leikhúsinu. Þegar leikfélagið auglýsti eftir leikend- Ungt fólk fer með hlutverk í sýningu Leikfélags Kópavogs: Fróði og allir hinir grislingarnir. um í hlutverk Emils og ídu í fyrra komu svo margir að sú hugmynd skaut upp kollinum að stofna unglingadeild félags- ins. Úr því varð í haust og þá var haldið leiknámskeið og síðan tekið til við spunaverkið. (Leikstjórinn ákvað ramma verksins og varpaði fram hugmyndum sem hópurinn vann úr) Unglingarnir - á aldrinum 13-16 ára - sjá um allt sem þarf til að setja leikinn á svið - með aðstoð leikstjórans. Þrjátíu leikarar koma fram í leikritinu en það Gaman Leikhúsið sýndi í Hollandi og Austurríki. fjallar um líf unglinga á gamansaman og ýktan hátt; um vonir þeirra, vonbrigði og drauma. Qaman Leihhúsið leggur land undir fót Við getum ekki látið þessu spjalli lokið án þess að nefna að Gaman Leikhúsið starfar enn - að sjálfsögðu. Þið munið að félagar þess, börn og unglingar, annast sjálf allt er sýningar varðar, - sjá um leik, leikstjórn, lýsingu, förðun, bún- inga, hönnun, leikskrá, leikmynd, aug- lýsingar, fjáröflún, samninga o.fl.! í sumar fór þetta einstæða leikfélag á leiklistarhátíð í Hollandi en hún stóð í tíu daga. Þaðan var haldið til Vínar í Austurríki og dvalist þar í 16 daga á sams konar hátíð. Gaman Leikhúsið sýndi leikritið Kötturinn sem fór sínar eigin leiðir. Það er byggt á sögu Rudyards Kiplings en höfundur er Ólafur Haukur Símonarson og samdi hann einnig lög og söngtexta. Gunnar Þórðarson útsetti. Magnús Geir Þórðarson var að venju leikstjóri en hann er aðaldriffjöður hóps- ins. Til Vínar fóru einnig þrír ungir leik- arar frá Hólmavík. Fararstjórar voru Soffía Vagnsdóttir og Vilborg Val- garðsdóttir, starfsmenn Bandalags ís- lenskra leikfélaga. ÆSKAN 67
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.