Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1988, Side 69

Æskan - 01.12.1988, Side 69
En Bjössi hefur alls ekki í hyggju að fara aftur til þeirra og refafóðursins. Hann þýt- ur eins og kólfi væri skotið upp í herbergi sitt og treður í töskuna á augabragði. Hér verður hann ekki stundinni lengur! - Ég hef fengið nóg. Nóg af ævintýrum og viðburðum - en alis ekki nóg af mat. Ég er farinn heim til mömmu og að mat- borði hjá henni. Má ég fremur biðja um friðsælt fjölskyldulíf en atganginn hér efra! Hrólfur Refstað refabóndi er líka að bíða eftir áætlunarbílnum. - Heyrðu annars, Hrólfur, hvers konar kjöt var í refafóðrinu þínu? - Annars flokks kjöt, má heita jafn- gott kjöti í fyrsta flokki nema magrara en það . . . v: •: N.--. v.’f - Það er skoðað nákvæmlega og stimplað af eftirlitsmönnum. Ég get trúað þér fyrir því að það smakkast síst verr en hitt. ---Bjössa léttir við að heyra þetta. Hann þarf engar áhyggjur að hafa. í áætlunarbílnum eru margir sem bera kennsl á brunkappann Bjössa. Hann hefur varla við að árita alls kyns blöð og snepla. Það er ekki tekið út með sitjandi sældinni að vera afreksmaður í íþróttum. . . - Ég hef verið á fímm-stjörnu hóteli í tvo daga og staðið í ströngu en hvorki fengið vott né þurrt! Þvílíkt og annað eins! En hvað fínn ég hér? Nestispakkann frá mömmu! Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að brúnostur gæti verið svona góður eftir tveggja daga geymslu. . .

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.