Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1991, Blaðsíða 4

Æskan - 01.01.1991, Blaðsíða 4
œviíifýrodojoí méi Floafélogi íslonds Gísli Einarsson hlaut aðalverðlaunin í getraun Æskunnar 1959-60, Hver þekkir borgirnar? Þau voru ferð til Kaupmanna- hafnar. Þangað fór hann sumarið 1961 ásamt Sveini Sæmundssyni blaðafulltrúa Flugfélags íslands og Grími Engil- berts ritstjóra Æskunnar. Þetta var í fyrsta sinn y*i sem verðlaun fyrir get- raun í Æskunni voru ferð til útlanda. Til þess þótti mikið koma. (Áður hafði Gerður Steinþórsdóttir hlotið sams konar verð- laun fyrir ritgerð um gildi flugsamgangna fyrir ís- lendinga - 1958) f sumar verða liðin 30 ár frá ferð Gísla. Því var tilvalið að spyrja hann um ferðina. í 9. tbl. Æsk- unnar 1961 las ég að hann hefði átt heima að Breiðagerði 6 í Reykjavík. Ég leit í símaskrána. í henni fann ég nafn Gísla með sama heimilisfangi! Ég sló á þráðinn ... „Já, það er alveg rétt! Ég fór ógleymanlega ferð til Kaupmannahafnar 1961. Þá var ég 13 ára. Ég man hana nánast ná- kvæmlega enn þá. Á þeim árum fór fólk ekki í sumarleyfisferðir til út- landa. Það var raunar mjög óvenjulegt að fara slíka ferð. Mér finnst að það hafi ekki gert nema einstaka stórlaxar. Ég var eiginlega landsfrægur á eftir! Þá var flogið frá Reykja- vík. Við fórum með Viscount-skrúfuþotunni Hrímfaxa og millilentum í Glasgow. í Kaupmanna- höfn skoðuðum við m.a. Thorvaldsens-safnið og dýragarðinn og fórum í Tívolí og skemmtigarð- inn Dyrehavsbakken. Það vildi svo einkenni- lega til að ég frétti um ferðina áður en hringt var heim og tilkynnt um vinninginn. Halldór Jó- hannsson, nú verkfræð- ingur, sagði frá því í skól- anum að ég hefði unnið í getraun Æskunnar og ætti fyrir höndum ferð til Kaupmannahafnar. Það urðu mikil fagnaðarlæti í bekknum! Halldór hafði frétt þetta hjá starfs- manni Manntalsins (nú Hagstofan). Grímur Eng- ilberts hafði leitað upp- lýsinga um mig þar, nefnt að ég hefði hreppt vinn- inginn og ekki tekið fram að halda ætti þessu leyndu. En langur tími leið þangað til hann hafði samband við fjölskyldu mína. Ég var farinn að halda að þetta væri bara gabb! Ég hafði verið í sveit austur í Breiðdal sumarið áður. Þangað var þriggja daga ferð með Herðu- breið! Það varð því úr að ég vann í unglingavinn- unni þetta sumar, meðal annars við gerð Víkings- vallarins. Ég frétti síðar að vinnufélagar mínir hefðu staðið á vellinum daginn sem ég fór og veif- að svo lengi sem sást til vélarinnar! Þetta þótti svo stórkostlegt. Ég man veðrið og get enn þá skynj- að þessa „út- landslykt", gróður- og hitalykt sem ég fann þegar við komum til Kaupmanna- hafnar. Það voru skúraleið- ingar og sól á milli. Þetta var um mánaða- mótin júlí/ágúst. Ég kom aftur til Kaup- mannahafnar 1. ágúst 1970, frá Þýskalandi með lest. Það var mjög skemmtileg tilfinning. Síðan hef ég margoft komið til Kaupmanna- hafnar. Hún á sérstakan sess í hjarta mínu." - Varstu við nám er- lendis? „Já, ég lærði læknis- fræði í Svíþjóð. Ég var þar við nám og störf í 16 ár. Að loknu almennu læknaprófi stundaði ég sérnám, fyrst í skurð- lækningum og síðar end- urhæfingarlækningum. í skurðlæknanáminu tók ég einkum fyrir sköddun- ar- og íþróttalækningar. I framhaldi af því kyr'.tti ég mér endurhæfingar og tók doktorspróf síðastlið- ið vor í endurhæfingu, vöðvaþjálfun og viðbrögð- um vöðva við sköddun. Ég vinn nú á Heilsu- hælinu í Hveragerði en á heima í Reykjavík, í hús- inu þar sem ég ólst upp frá sex ára aldri. Móðir mín var orðin ekkja fyrir alllöngu þegar ég kom heim frá námi og það varð úr að við fjölskyldan fluttumst til hennar. Hún lést á síðastliðnu ári en við verðum þar sjálfsagt áfram. Æskan berst enn að Breiðagerði 6 því að sonur minn er áskrifandi! Blöðin með ferðasög- unni á ég, fann þau í kassa ekki alls fyrir löngu. Krökkunum mínum fannst afar gaman að skoða þau. Ég á líka albúm með myndum úr ferðinni." Þrjár þeirra sjáið þið hér á síðunni... 4 Æskan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.