Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1991, Blaðsíða 6

Æskan - 01.01.1991, Blaðsíða 6
Er ég oð verðo stór? 10. kofli Nú eru jólin liðin. Það er svolítið leiðinlegt. Það hefur verið vont veður og við krakkarnir í leilcskólanum höfum alltaf þurft að leika okkur inni. Það er svo mikil hríð og stormur að ég næ varla andanum á leiðinni í leikskólann. En pabbi gætir mín svo að það er allt í lagi. En allt í einu vaknaði ég einn daginn við að sólin skein inn um gluggann minn. Það var allt hvítt úti og svo bjart að ég sá varla glóru. Það var frídagur svo að við klæddum okkur öll vel og fórum út að leika okkur í snjónum. Litla systir svaf bara í vagninum en við pabbi og mamma fór- um að búa til snjókarl og kerlingu. Mamma sótti svo húfur og kústa til að setja á þau og gulrót fyrir nef. Svo gerði hún augu úr hjólum af ónýtum bíl, sem ég átti, og munn úr rauðu gúmmíbandi. Þau voru mjög flott. Um kvöldið sat ég í glugganum og horfði lengi á þau. Það er líka gaman að leika sér í leikskólanum í snjón- um. Við rennum okkur á snjóþotum í brekkunni þar og búum til snjóhús og allt mögulegt. Einn strákurinn á leik- skólanum, hann Siggi, henti snjókúlu í augað á lítilli stelpu. Hún fór að gráta og fóstran skammaði Sigga. Hann er orðinn sex ára. Svo kom rigningin. Ég sat við gluggann og horfði á hvernig snjófólkið olclcar hall- aðist alltaf meira og meira. Fyrst datt kústurinn af karl- inum. Svo datt hausinn af kerlingunni; og loks voru bara tvær blautar hrúgur eft- ir. Mér fannst það leiðinlegt. En mamma sagði að við skyldum bara búa þau til aft- ur næst þegar snjórinn lcæmi. 6 Æskan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.