Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1991, Blaðsíða 28

Æskan - 01.01.1991, Blaðsíða 28
Umsjón: Óskar Ingimarsson Á undanförnum misserum hefur oft verið rætt og ritað um hvali og veiðar á þeim. har hefur fyrst og fremst verið miðað við þær teg- undir sem nytjaðar eru til mann- eldis. Hvalurinn, sem hér verður fjallað um, er naumast í þeim hópi. Raunar hefur það verið trú meðal flestra þjóða - og það í margar ald- ir - að kjöt hans væri eitrað og því óhæft til matar. Grænlendingar eru þó undantekning; þeir borða hann með bestu lyst. Nú er víst kominn tími til að Ijóstra upp nafni hvalsins. Hann heitir náhvalur og telst til svo- nefndrar hvíthvelaættar. Náhvalur- inn er um 5-6 metrar á lengd að jafnaði og nokkuð gildvaxinn. Höf- uðið er stutt og snubbótt, munnur- inn lítill og nærri láréttur, stirtlan sterk og sporðurinn vel þroskaður. Bakhyrnu vantar. Liturinn er hvít- grár, getur samt verið nokkuð breytilegur og lýsist með aldrinum. Náhvalurinn er frægastur fyrir hina löngu skögultönn sína sem stendur beint fram úr snjáldrinu á tarfinum og er með skrúfvindingi. Hún nemur oft um helmingi af lengd dýrsins. Ekki er vitað um hlutverk hennar þó að ýmnsar skýringar hafi komið fram. Meðal annars hafa menn getið sér þess til að hvalurinn noti hana við að gera öndunarop á ísinn eða hann leggi hana upp á ísskörina til aó halda sér á floti þegar hann hvílir sig. Sumir hafa látið sér detta í hug að tarfarnir noti hana í bardaga um fengitímann eða til varnar gegn ó- vinum. Náhvalstönn hefur löngum þótt mesti dýrgripur. Hún var áður fyrr talin sama eðlis og tönn einhyrn- ings sem var alþekkt goðsagnadýr. Mikill töfrakraftur átti að fylgja henni og hún var m.a. mulin og gert úr henni kynörvandi lyf sem selt var dýrum dómum. Þessi trú er enn viðloðandi sums staðar í Aust- urlöndum. Heimkynni náhvals eru norður- heimskautssvæðið og hann sækist eftir að komast á nyrsta hjara og vera þar sem sjór er ískaldur. Hann fer meira að segja norður fyrir Grænland og kanadísku heim- skautseyjarnar og að Franz Jósefs- landi en öll þessi svæði eru norðan 80. breiddarbaugs. Náhvalireru að því leyti ólíkir flestum öðrum hvöl- um að þeir halda á suðlægari slóð- ir að sumrinu, allt að suðurodda Grænlands. Þeir maka sig á þessu ferðalagi og kýrnar bera á næsta sumri eftir 14 mánaða meðgöngu- tíma. Smokkfiskur er aðalfæða náhvals en hann étur einnig ýmis önnur lægri dýr, svo og fiska, og þá eink- um skötur og þorskfiska. Sjálfur verður hann m.a. háhyrningum og ísbjörnum að bráð. Náhval hefur rekið nokkrum sinnum á land á íslandi eða hann orðið fastur í veiðarfærum. Ekki er lengra síðan en 1976 að tvo ná- hvali rak upp í fjöru á Geldinga- nesi við Reykjavík. Einhver kann nú að velta fyrir sér hvernig standi á þessu hálfóhugn- anlega nafni: náhvalur. Áður fyrr var því trúað að hvalirnir lifðu á líkum (náum) manna sem drukkn- uðu í sjó. Það sýnir vanþekkingu manna á útbreiðslu hvalsins því að varla hefur verið mikið um skipa- ferðir í nyrstu höfum á þeim tíma. Náhvalur. 28 Æskan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.