Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1991, Blaðsíða 55

Æskan - 01.01.1991, Blaðsíða 55
I>ú hefur áhyggjur af aó fjölskyldan leysist upp. Einnig virðist mér þú mjög athugul á samskiptin innan fjölskyldunnar. Þú túlkar viðbrögó og veltir t.d. fyrir þér hvort mömmu þinni sé alvara eða ekki. Þarna getur leynst óvissuþáttur, þ.e.a.s. þú getur ekki verið alveg viss um að athuganir þínar séu rétt- ar nema prófa þær. Þess vegna þarftu að fylgja þessu eftir meó spurningum til mömmu þinnar. Þú gætir t.d. spurt hana hvort hún hafi meint það sem hún sagði við bróð- ur sinn fyrir jólin. Þannig byrjió þið að tala um málið og hlutirnir skýr- ast þá væntanlega fyrir þér. Það er ein leið til þess aó létta af sér á- hyggjum. Lífsleiði Kæra Nanna Kolbrún! Ég er stelpa sem hatar lífiö og allt sem fylgir þvi. Þetta hljómar kannski fá- ránlega en samt er þaö satt. Ég bið þig: Hjálpaðu mér! Ég hef reynt aö fyrir- fara mér en það var ógeðs- legt! Ég gleypti mikið af einhverjum pillum og var veik lengi á eftir. Ég finn ennþá ógeðslegt bragð uppi í mér. Ég hata lífið og vildi að ég vseri dauð. Ekki segja mér að tala við pabba og mömmu um þetta. Þau skilja ekki neitt! Ég hef reynt að tala við þau og það næsta, sem ég vissi, var að ég sat inni og talaði við sálfræðing. Það dugði ekkert. Hann fær bara borgað fyrir að kjafta og þykjast vita hvernig manni líður. Ég hef reynt að halda dagbók en allt kemur fyrir ekki. Ég á slatta af vinum en engan sem ég get treyst. Ég vona að þetta birtist og að þið reynið að svara mér. Viljið þið gera það fyrir mig? Ég er alveg að drepast. Það er vont að vera alveg aö drepast. Ég vildi að ég væri alveg dauð því að þá fyndi ég ekki fyrir neinu. Ég skil vel ef þið haldið að ég sé að ljúga og gera at en ég er ekki að því. Ég er að drepast og ég reyni aö drepa mig aftur ef ég finn enga lausn í lífinu. Gerið það þess vegna fyrir mig að birta þetta og svar við þessu. Þið tapið ekki neinu á því, en ég er að vona að ég graeði kannski einhverja hamingju sem er engin í lífi minu. Ég trúi mjög heitt á Guð og bið alltaf til hans en það dugar ekki. Samt trúi ég jafnmikið á hann. Ég gæti skrifað heila bók um þetta. Ó, Guð, hvað ég vildi að ég hefði aldrei fæðst! En nú kveð ég og vonast mjög mikið eftir svari. Þig grunar ekki hvaö það skiptir mig miklu. Ég. Svar: Lífsleiða af því tagi, sem þú lýsir í bréfi þínu, glíma margir unglingar vió á köflurn. I flestum tilvikum er um tímabundið ástand aó ræða sem betur fer. Þú hefur greinilega orðið mjög örvæntingarfull í leit þinni að útgönguleiðum og orðió fyrir óþægilegri lífsreynslu vió aó reyna að ná áttum. Eg útskýri betur síóar hvað ég á við með þessu orðalagi. Á unglingsárum verða miklar breytingar á sálarlífi einstaklings- ins. Nýjar hugsanir og kenndir á öllum svióum koma fram. I þessum þáttum í blaðinu er oftast verið meó vangaveltur um líkamann og hitt kynið. Öllu minna hafa komið fram þankar um tilgang lífsins, líf og dauóa eins og þú kemur nú fram meó. Flestir unglingar velta þessum efnum þó mikið fyrir sér, svo og lífi eftir dauðann. Þú ert því ekki ein á báti í þeim efnum að reyna aó skilja sjálfa þig í tengslum við lífið og tilveruna. Það er þetta sem ég á við með aó ná áttum. Áttavilltur maður reynir aó nota áttavita eóa einhver önnur leiðarljós til þess aó rata rétta leið. Stundum getur verið skynsamlegt ef ekkert slíkt er vió höndina að gera ekki neitt og bíóa eftir að þokunni létti. Margir hafa lent illa í því að æða af staó án þess að hafa eitthvaó að styðja sig vió og oróið ennþá ráóvilltari en ella fyrir bragóió. Þá er líka örvænting skammt undan. Ef til vill hefur þú verió inni á svipuðum slóðum með vióbrögó þín og hafnaó í blind- götu! Segja má aó foreldrar, vinir, fag- fólk (sálfræðingar og fleiri) geti oft verió nokkurs konar áttavitar í líf- inu og sjaldan er þaó lausn aó ein- angra sig meó vandamálin, vor- kenna sjálfum sér og ásaka aóra. Manneskjan sjálf er ávallt virkur gerandi í eigin lífi. Stundum þarf fólk að fá aðstoð til þess að koma auga á hvaða þáttum lífsins þaó ræður yfir og hvaða þættir liggja ekki í valdi þess. I bréfi þínu liggur þungur undir- Þú bryddar hér upp á mikilvægu máli sem margir unglingar eru að hugleiða og þaó er aðalatriðið. Ég tel að þú þurfir á utanaókom- andi hjálp að halda. Athugaóu með ráðgjafa eða hjúkrunarfræðing í skóla þínum. í Reykjavík getur þú leitað til Unglingaráðgjafarinnar eóa Unglingadeildar Félagsmála- stofnunar Reykjavíkur. Einnig getur þú leitað til heimilislæknis eóa á heilsugæslustöð í sveitarfélagi þínu. Mundu að það er hægt að hjálpa þér en þú veróur að vera virk sjálf og vinna með þeim aðilja sem reynir aó aóstoóa þig. tónn af reiði. Þú beinir þessari reiði aó lífinu og aó sjálfri þér. Þaó kem- ur ekki fram hvaða aðrir þættir gætu valdió reióinni. Þetta er eitt af því sem þú þarft að fá hjálp með til þess aó ná áttum. Þá hættir þú aö hafa þörf fyrir að ráðast á þinn eigin líkama og getur beint reiðinni í réttar áttir og fengió útrás þar. Þú kemur að því aftur og aftur í bréfinu að ef til vill verði þér ekki trúaó. Þú átt greinilega í erfióleik- um með að treysta öórum eins og þú reyndar drepur einnig á með vinina. Það skiptir í raun engu máli hvort þú ert aó segja satt eða ekki. Ég verð að ítreka að bréf á jafnan að undirrita með fullu nafni og heimilisfangi. Þegar óskað er birtingar undir dul- nefni er það virt. Oft líður langur tími frá því að mér berst bréf og þar til það er birt. Ég vil gjarna svara með persónulegu bréfi efmér virðist það nauðsyn- legt. Kær kveðja, Nanna Kolbrún. Æslcan 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.